Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júní 2017 11:30 Ferðamenn virðast elska Ísland en enskan er víða. Vísir/GVA/Anton Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til. Þetta segir Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í gær. Ber hún saman upplifun sína á nýlegri ferð til Finnlands við stöðuna á Íslandi í dag. Í Finnlandi segir Kristín að hvar sem hún hafi komið hafi henni alltaf verið heilsað að finnskum sið. Það sé þó annað uppi á teningnum á Íslandi. „Á Íslandi er mér iðulega heilsað á ensku og þó tel ég mig vera þokkalega íslenska í útliti“, skrifar Kristín. „Ég hef jafnvel lent í því að halda uppi heilu samræðunum við íslenskan starfsmann bókabúðar þar sem ég talaði íslensku allan tímann en var alltaf svarað á ensku.“ Þessa upplifun segir Kristín að sé að verða æ algengari hér á landi og að slík þróun sé slæm af tveimur ástæðum.Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á AkureyriVísir/AðsendFerðamenn vilji kynnast tungunni Í fyrsta lagi sýni rannsóknir að ferðamenn, sem koma hingað í æ auknum mæli, vilji kynnast daglegu lífi heimamanna. Ferðamenn sæki auðvitað hingað til lands til þess að upplifa náttúruna en æ fleiri komi hingað til lands til þess að kynnast heimamönnum og þar sé tungumálið ekki undanskilið. Segir hún að í félagi við samstarfsmann sinn hafi hún framkvæmd örlitla könnun meðal ferðamanna hér á landi þar sem kom fram að „87% þeirra fannst mjög eða frekar mikilvægt að sér væri a.m.k. heilsað á íslensku og 96% töldu það mjög eða frekar mikilvægt að læra einhver orð í málinu á meðan á dvölinni stæði.“Sjá einnig: Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunniSigrún spyr hvort þessar niðurstöður séu ekki í samræmi við upplifun Íslendinga þegar þeir ferðist erlendis og læri að heilsa og þakka fyrir sig á því tungumáli sem er notað á þeim stöðum sem heimsóttir eru. „Það sama á við um flesta útlendinga sem koma til Íslands. Þeir vilja læra að heilsa, kveðja, þakka fyrir sig og skála. Það er hluti af þeirra upplifun að ganga inn í verslun og heyra góðan dag, ekki good morning,“ skrifar Kristín.Hér er allt auglýst á ensku á veitingastað í miðbænum.Vísir/HannaÍ könnunni hafi einnig komið fram að mun færri ferðamenn svarað því að þeim hefði oftast eða alltaf verið heilsað á íslensku og aðeins rúmur þriðjungur hafði á tilfinningunni að sér væri yfirleitt heilsað á ensku jafn oft og á íslensku. „En samkvæmt þessari forkönnun og fjölmörgum erlendum könnunum er í raun verið að snuða fólkið um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til þegar það keypti sér ferð til Íslands. Og hvers konar gestrisni er það?“ skrifar Kristín.Íslendingar í hættu á að verða annars flokks borgarar Að mati Kristínar eru þó það ekki aðeins ferðamenn sem verða fyrir barðinu á tíðri enskunotkun íslendinga. Segir hún að ljóst sé að enskan sé að ryðja sér til rúms á kostnað íslenskunnar. Það hljóti að vera eðlileg krafa að Íslendingar fái þjónustu á íslensku á Íslandi. „Afleiðingin er sú að þeir Íslendingar sem ekki kunna þokkalega ensku — og þeir eru svo sannarlega enn til — eru allt í einu orðnir annars flokks þegnar sem ekki geta lengur fengið bestu mögulegu þjónustu í eigin landi,“ skrifar Kristín. Segir Kristín að ef stjórnvöld og almenningur séu ekki á tánum muni vígin falla eitt af öðru. Ótextaðar auglýsingar birtast í sjónvarpi. Þá sé það vond þróun að fyrirtæki séu farin að endurskíra sig á ensku og nefnir þar Flugfélag Íslands sem dæmi, sem nú heitir Air Iceland Connect.„Rétt eins og starfsmaðurinn sem heilsar ferðamanninum á ensku, og rétt eins og ensku skiltin út um allt, er flugfélagið að stela bút af upplifun ferðamanna. Hluti af upplifuninni er nefnilega að berjast við íslensku nöfnin. Þetta vita allir sem nokkurn tímann hafa þurft að svara spurningunni um það hvernig bera eigi fram Eyjafjallajökul.“ Ferðamennska á Íslandi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Fyrirtækin berjist fyrir íslenskunni Íslensk málnefnd heitir á forystumenn í íslensku atvinnulífi og stjórnendur íslenskra fyrirtækja, stórra sem smárra, að beita áhrifamætti sínum og ganga heils hugar í lið með þeim sem berjast fyrir lífi íslenskrar tungu. 31. maí 2017 07:00 Að heilsa á íslensku Rétt eins og starfsmaðurinn sem heilsar ferðamanninum á ensku, og rétt eins og ensku skiltin út um allt, er flugfélagið að stela bút af upplifun ferðamanna. Hluti af upplifuninni er nefnilega að berjast við íslensku nöfnin. 31. maí 2017 09:52 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til. Þetta segir Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í gær. Ber hún saman upplifun sína á nýlegri ferð til Finnlands við stöðuna á Íslandi í dag. Í Finnlandi segir Kristín að hvar sem hún hafi komið hafi henni alltaf verið heilsað að finnskum sið. Það sé þó annað uppi á teningnum á Íslandi. „Á Íslandi er mér iðulega heilsað á ensku og þó tel ég mig vera þokkalega íslenska í útliti“, skrifar Kristín. „Ég hef jafnvel lent í því að halda uppi heilu samræðunum við íslenskan starfsmann bókabúðar þar sem ég talaði íslensku allan tímann en var alltaf svarað á ensku.“ Þessa upplifun segir Kristín að sé að verða æ algengari hér á landi og að slík þróun sé slæm af tveimur ástæðum.Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við Háskólann á AkureyriVísir/AðsendFerðamenn vilji kynnast tungunni Í fyrsta lagi sýni rannsóknir að ferðamenn, sem koma hingað í æ auknum mæli, vilji kynnast daglegu lífi heimamanna. Ferðamenn sæki auðvitað hingað til lands til þess að upplifa náttúruna en æ fleiri komi hingað til lands til þess að kynnast heimamönnum og þar sé tungumálið ekki undanskilið. Segir hún að í félagi við samstarfsmann sinn hafi hún framkvæmd örlitla könnun meðal ferðamanna hér á landi þar sem kom fram að „87% þeirra fannst mjög eða frekar mikilvægt að sér væri a.m.k. heilsað á íslensku og 96% töldu það mjög eða frekar mikilvægt að læra einhver orð í málinu á meðan á dvölinni stæði.“Sjá einnig: Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunniSigrún spyr hvort þessar niðurstöður séu ekki í samræmi við upplifun Íslendinga þegar þeir ferðist erlendis og læri að heilsa og þakka fyrir sig á því tungumáli sem er notað á þeim stöðum sem heimsóttir eru. „Það sama á við um flesta útlendinga sem koma til Íslands. Þeir vilja læra að heilsa, kveðja, þakka fyrir sig og skála. Það er hluti af þeirra upplifun að ganga inn í verslun og heyra góðan dag, ekki good morning,“ skrifar Kristín.Hér er allt auglýst á ensku á veitingastað í miðbænum.Vísir/HannaÍ könnunni hafi einnig komið fram að mun færri ferðamenn svarað því að þeim hefði oftast eða alltaf verið heilsað á íslensku og aðeins rúmur þriðjungur hafði á tilfinningunni að sér væri yfirleitt heilsað á ensku jafn oft og á íslensku. „En samkvæmt þessari forkönnun og fjölmörgum erlendum könnunum er í raun verið að snuða fólkið um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til þegar það keypti sér ferð til Íslands. Og hvers konar gestrisni er það?“ skrifar Kristín.Íslendingar í hættu á að verða annars flokks borgarar Að mati Kristínar eru þó það ekki aðeins ferðamenn sem verða fyrir barðinu á tíðri enskunotkun íslendinga. Segir hún að ljóst sé að enskan sé að ryðja sér til rúms á kostnað íslenskunnar. Það hljóti að vera eðlileg krafa að Íslendingar fái þjónustu á íslensku á Íslandi. „Afleiðingin er sú að þeir Íslendingar sem ekki kunna þokkalega ensku — og þeir eru svo sannarlega enn til — eru allt í einu orðnir annars flokks þegnar sem ekki geta lengur fengið bestu mögulegu þjónustu í eigin landi,“ skrifar Kristín. Segir Kristín að ef stjórnvöld og almenningur séu ekki á tánum muni vígin falla eitt af öðru. Ótextaðar auglýsingar birtast í sjónvarpi. Þá sé það vond þróun að fyrirtæki séu farin að endurskíra sig á ensku og nefnir þar Flugfélag Íslands sem dæmi, sem nú heitir Air Iceland Connect.„Rétt eins og starfsmaðurinn sem heilsar ferðamanninum á ensku, og rétt eins og ensku skiltin út um allt, er flugfélagið að stela bút af upplifun ferðamanna. Hluti af upplifuninni er nefnilega að berjast við íslensku nöfnin. Þetta vita allir sem nokkurn tímann hafa þurft að svara spurningunni um það hvernig bera eigi fram Eyjafjallajökul.“
Ferðamennska á Íslandi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Fyrirtækin berjist fyrir íslenskunni Íslensk málnefnd heitir á forystumenn í íslensku atvinnulífi og stjórnendur íslenskra fyrirtækja, stórra sem smárra, að beita áhrifamætti sínum og ganga heils hugar í lið með þeim sem berjast fyrir lífi íslenskrar tungu. 31. maí 2017 07:00 Að heilsa á íslensku Rétt eins og starfsmaðurinn sem heilsar ferðamanninum á ensku, og rétt eins og ensku skiltin út um allt, er flugfélagið að stela bút af upplifun ferðamanna. Hluti af upplifuninni er nefnilega að berjast við íslensku nöfnin. 31. maí 2017 09:52 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36
Fyrirtækin berjist fyrir íslenskunni Íslensk málnefnd heitir á forystumenn í íslensku atvinnulífi og stjórnendur íslenskra fyrirtækja, stórra sem smárra, að beita áhrifamætti sínum og ganga heils hugar í lið með þeim sem berjast fyrir lífi íslenskrar tungu. 31. maí 2017 07:00
Að heilsa á íslensku Rétt eins og starfsmaðurinn sem heilsar ferðamanninum á ensku, og rétt eins og ensku skiltin út um allt, er flugfélagið að stela bút af upplifun ferðamanna. Hluti af upplifuninni er nefnilega að berjast við íslensku nöfnin. 31. maí 2017 09:52