Hörður Björgvin: Ég er í leikformi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2017 22:30 Hörður Björgvin Magnússon skoraði glæsilegt mark í fyrsta sigri Íslands á Írum í Dyflinni í mars. vísir/Getty Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, hefur ekki spilað marga fótboltaleiki á árinu 2017. Eftir að hafa byrjað fyrstu 24 leikina hjá Bristol var hann settur í frystikistuna af knattspyrnustjóra liðsins og tók aðeins þátt í fjórum leikjum af síðustu 22 í deildinni. „Svona er bara boltinn. Þegar stjórinn hefur úr 35 leikmönnum að velja. Þá er erfitt að halda öllum góðum,“ segir Hörður Björgvin sem leitaði svara við þessari bekkjarsetu en greip meira og minna í tómt. „Ég spurði hann spurninga um hvað ég þyrfti að bæta til að fá aftur minn spiltíma. Ég fékk tækifæri aftur og nýtti það vel en svo var skipt um kerfi og þá fór ég aftur á bekkinn.“ Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu líkar Herði lífið vel á Englandi en hann kom í hörkuna í B-deildinni frá Ítalíu. „Þetta er smá breyting frá Ítalíu en menningin er svipuð og á Íslandi þannig að ég var snöggur að aðlagast. Mér gekk vel í fyrstu 24 leikjunum sem ég spilaði en síðan koma líka erfiðir tímar. Þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir hann. Bekkjarsetan hjálpar Herði ekkert að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en fá lið í heiminum í dag er erfiðara að komast inn í enda árangurinn verið stjarnfræðilegur á undanförnum misserum. „Allt hefur þetta áhrif en landsliðsþjálfararnir vita og skilja vel ástæðu þess að ég er ekki að spila þarna úti. Þeir eru í reglulegu sambandi við okkur. Þeir sýndu þessu mikinn skilning og vita út í hvað ég er kominn þarna. Aðalmálið er að ég sé í standi og er að æfa vel. Ég er enn þá í leikformi,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, hefur ekki spilað marga fótboltaleiki á árinu 2017. Eftir að hafa byrjað fyrstu 24 leikina hjá Bristol var hann settur í frystikistuna af knattspyrnustjóra liðsins og tók aðeins þátt í fjórum leikjum af síðustu 22 í deildinni. „Svona er bara boltinn. Þegar stjórinn hefur úr 35 leikmönnum að velja. Þá er erfitt að halda öllum góðum,“ segir Hörður Björgvin sem leitaði svara við þessari bekkjarsetu en greip meira og minna í tómt. „Ég spurði hann spurninga um hvað ég þyrfti að bæta til að fá aftur minn spiltíma. Ég fékk tækifæri aftur og nýtti það vel en svo var skipt um kerfi og þá fór ég aftur á bekkinn.“ Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu líkar Herði lífið vel á Englandi en hann kom í hörkuna í B-deildinni frá Ítalíu. „Þetta er smá breyting frá Ítalíu en menningin er svipuð og á Íslandi þannig að ég var snöggur að aðlagast. Mér gekk vel í fyrstu 24 leikjunum sem ég spilaði en síðan koma líka erfiðir tímar. Þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir hann. Bekkjarsetan hjálpar Herði ekkert að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en fá lið í heiminum í dag er erfiðara að komast inn í enda árangurinn verið stjarnfræðilegur á undanförnum misserum. „Allt hefur þetta áhrif en landsliðsþjálfararnir vita og skilja vel ástæðu þess að ég er ekki að spila þarna úti. Þeir eru í reglulegu sambandi við okkur. Þeir sýndu þessu mikinn skilning og vita út í hvað ég er kominn þarna. Aðalmálið er að ég sé í standi og er að æfa vel. Ég er enn þá í leikformi,“ segir Hörður Björgvin Magnússon.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00
Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15