Hörður Björgvin: Ég er í leikformi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2017 22:30 Hörður Björgvin Magnússon skoraði glæsilegt mark í fyrsta sigri Íslands á Írum í Dyflinni í mars. vísir/Getty Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, hefur ekki spilað marga fótboltaleiki á árinu 2017. Eftir að hafa byrjað fyrstu 24 leikina hjá Bristol var hann settur í frystikistuna af knattspyrnustjóra liðsins og tók aðeins þátt í fjórum leikjum af síðustu 22 í deildinni. „Svona er bara boltinn. Þegar stjórinn hefur úr 35 leikmönnum að velja. Þá er erfitt að halda öllum góðum,“ segir Hörður Björgvin sem leitaði svara við þessari bekkjarsetu en greip meira og minna í tómt. „Ég spurði hann spurninga um hvað ég þyrfti að bæta til að fá aftur minn spiltíma. Ég fékk tækifæri aftur og nýtti það vel en svo var skipt um kerfi og þá fór ég aftur á bekkinn.“ Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu líkar Herði lífið vel á Englandi en hann kom í hörkuna í B-deildinni frá Ítalíu. „Þetta er smá breyting frá Ítalíu en menningin er svipuð og á Íslandi þannig að ég var snöggur að aðlagast. Mér gekk vel í fyrstu 24 leikjunum sem ég spilaði en síðan koma líka erfiðir tímar. Þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir hann. Bekkjarsetan hjálpar Herði ekkert að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en fá lið í heiminum í dag er erfiðara að komast inn í enda árangurinn verið stjarnfræðilegur á undanförnum misserum. „Allt hefur þetta áhrif en landsliðsþjálfararnir vita og skilja vel ástæðu þess að ég er ekki að spila þarna úti. Þeir eru í reglulegu sambandi við okkur. Þeir sýndu þessu mikinn skilning og vita út í hvað ég er kominn þarna. Aðalmálið er að ég sé í standi og er að æfa vel. Ég er enn þá í leikformi,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni, hefur ekki spilað marga fótboltaleiki á árinu 2017. Eftir að hafa byrjað fyrstu 24 leikina hjá Bristol var hann settur í frystikistuna af knattspyrnustjóra liðsins og tók aðeins þátt í fjórum leikjum af síðustu 22 í deildinni. „Svona er bara boltinn. Þegar stjórinn hefur úr 35 leikmönnum að velja. Þá er erfitt að halda öllum góðum,“ segir Hörður Björgvin sem leitaði svara við þessari bekkjarsetu en greip meira og minna í tómt. „Ég spurði hann spurninga um hvað ég þyrfti að bæta til að fá aftur minn spiltíma. Ég fékk tækifæri aftur og nýtti það vel en svo var skipt um kerfi og þá fór ég aftur á bekkinn.“ Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu líkar Herði lífið vel á Englandi en hann kom í hörkuna í B-deildinni frá Ítalíu. „Þetta er smá breyting frá Ítalíu en menningin er svipuð og á Íslandi þannig að ég var snöggur að aðlagast. Mér gekk vel í fyrstu 24 leikjunum sem ég spilaði en síðan koma líka erfiðir tímar. Þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir hann. Bekkjarsetan hjálpar Herði ekkert að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en fá lið í heiminum í dag er erfiðara að komast inn í enda árangurinn verið stjarnfræðilegur á undanförnum misserum. „Allt hefur þetta áhrif en landsliðsþjálfararnir vita og skilja vel ástæðu þess að ég er ekki að spila þarna úti. Þeir eru í reglulegu sambandi við okkur. Þeir sýndu þessu mikinn skilning og vita út í hvað ég er kominn þarna. Aðalmálið er að ég sé í standi og er að æfa vel. Ég er enn þá í leikformi,“ segir Hörður Björgvin Magnússon.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00
Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Hörður Björgvin Magnússon leitaði svara 31. maí 2017 21:15