Geir Sveinsson gerir eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir Úkraínu í undankeppni EM 2018 í kvöld.
Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason kemur inn í 16 manna hóp í staðinn fyrir Gunnar Stein Jónsson.
Ýmir, sem er 19 ára, leikur þar með sinn fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið. Hann lék sínu fyrstu landsleiki á æfingamóti í Noregi í síðustu viku.
Ýmir er lykilmaður hjá Val og átti stóran þátt í því að liðið varð Íslands- og bikarmeistari í vetur.
Ísland verður að vinna leikinn í kvöld til að komast á EM í Króatíu á næsta ári.
Vinni Ísland leikinn fer það áfram sem það lið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni.
Möguleikinn á að ná 2. sætinu í riðlinum er líka enn til staðar. Til að það gangi eftir þarf Ísland að sjálfsögðu að vinna og treysta á að Tékkland vinni Makedóníu í Skopje á sama tíma.
Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Ýmir kemur inn fyrir Gunnar Stein

Tengdar fréttir

Janus Daði: Verð að nýta plássið sem ég fæ
Janus Daði Smárason átti afar góða innkomu í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2018 á miðvikudaginn var.

Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál
Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld.

Þurfum að nýta heimavöllinn
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra.

Aron: Eigum harma að hefna
Aron Pálmarsson segir að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að vinna það úkraínska í kvöld og tryggja sér þar með sæti á EM.