Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 15:30 Rúnar átti erfitt tímabil hjá sínu félagsliði en hefur spilað vel með landsliðinu undanfarin misseri. vísir/epa Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2018 og með sigri tryggja strákarnir okkar sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. „Okkur líður alltaf mjög vel í Höllinni. Það er aukakraftur í því. Þetta er ekki alveg 17. júní en engu að síður nánast sumarhátíð og við ætlum að gera þetta betur en í síðasta leik,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi í dag. Leikurinn annað kvöld er síðasti leikurinn á löngu og ströngu tímabili. En hefur Rúnar áhyggjur af því að þreyta geri vart við sig hjá íslenska liðinu á morgun.Engin þreyta „Ekki hjá mér allavega. Ég er hrikalega svekktur eftir síðasta leik að við, og ég persónulega, höfum ekki gert betur. Hungrið í að kvitta fyrir það kom strax eftir síðasta leik,“ sagði Rúnar sem segir að ekki megi vanmeta lið Úkraínu. „Þeir tóku fimm stig af sex mögulegum á heimavelli og eru með fínt lið. Þeir skiptu út fullt af þekktari nöfnum fyrir yngri stráka. Þeir spila hrikalega vel saman og ber að taka mjög alvarlega.“ Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu sem fór fram við afar sérkennilegar og vart boðlegar aðstæður í Sumy.Ekki hægt að senda menn á hjara veraldar „Við spiluðum við afar erfiðar aðstæður sem mér finnst ekki boðlegar fyrir nútíma handbolta. Okkur langar líka að kvitta fyrir það, að það sé ekki hægt að senda menn á hjara veraldar og bjóða manni upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál og ætlast til að það sé eðlilegt,“ sagði Rúnar. „Það er engin hlaupabraut í kringum völlinn hér, aðeins hlýrra í höllinni og mér sýnist vera búið að líma dúkinn við gólfið.“ Rúnar hefur ekki farið leynt með það hversu ósáttur hann var með síðasta tímabil hjá sínu félagsliði, Hannover-Burgdorf, en að hans mati fékk hann ekki sanngjarnan spiltíma. En hvernig lítur framhaldið út hjá skyttunni öflugu?Þjálfarinn farinn „Ég fékk sms í morgun um að það væri búið að enda samstarfið við þjálfarann. Það eru þá einhverjar breytingar að eiga sér stað. Ég veit ekki hver tekur við,“ sagði Rúnar. „Þetta var mjög fyndið tímabil þannig séð. Ég spilaði sama og ekki neitt með félagsliðinu, nema einhverja fjóra leiki þar sem hinn var meiddur og þeir unnust allir, á meðan ég var að spila rosalega góðan bolta með landsliðinu. Útskýringarnar sem fékk voru bara rökleysur en stundum getur maður ekki breytt hlutunum og ég verð bara að halda áfram að ganga minn eigin veg.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2018 og með sigri tryggja strákarnir okkar sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. „Okkur líður alltaf mjög vel í Höllinni. Það er aukakraftur í því. Þetta er ekki alveg 17. júní en engu að síður nánast sumarhátíð og við ætlum að gera þetta betur en í síðasta leik,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi í dag. Leikurinn annað kvöld er síðasti leikurinn á löngu og ströngu tímabili. En hefur Rúnar áhyggjur af því að þreyta geri vart við sig hjá íslenska liðinu á morgun.Engin þreyta „Ekki hjá mér allavega. Ég er hrikalega svekktur eftir síðasta leik að við, og ég persónulega, höfum ekki gert betur. Hungrið í að kvitta fyrir það kom strax eftir síðasta leik,“ sagði Rúnar sem segir að ekki megi vanmeta lið Úkraínu. „Þeir tóku fimm stig af sex mögulegum á heimavelli og eru með fínt lið. Þeir skiptu út fullt af þekktari nöfnum fyrir yngri stráka. Þeir spila hrikalega vel saman og ber að taka mjög alvarlega.“ Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu sem fór fram við afar sérkennilegar og vart boðlegar aðstæður í Sumy.Ekki hægt að senda menn á hjara veraldar „Við spiluðum við afar erfiðar aðstæður sem mér finnst ekki boðlegar fyrir nútíma handbolta. Okkur langar líka að kvitta fyrir það, að það sé ekki hægt að senda menn á hjara veraldar og bjóða manni upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál og ætlast til að það sé eðlilegt,“ sagði Rúnar. „Það er engin hlaupabraut í kringum völlinn hér, aðeins hlýrra í höllinni og mér sýnist vera búið að líma dúkinn við gólfið.“ Rúnar hefur ekki farið leynt með það hversu ósáttur hann var með síðasta tímabil hjá sínu félagsliði, Hannover-Burgdorf, en að hans mati fékk hann ekki sanngjarnan spiltíma. En hvernig lítur framhaldið út hjá skyttunni öflugu?Þjálfarinn farinn „Ég fékk sms í morgun um að það væri búið að enda samstarfið við þjálfarann. Það eru þá einhverjar breytingar að eiga sér stað. Ég veit ekki hver tekur við,“ sagði Rúnar. „Þetta var mjög fyndið tímabil þannig séð. Ég spilaði sama og ekki neitt með félagsliðinu, nema einhverja fjóra leiki þar sem hinn var meiddur og þeir unnust allir, á meðan ég var að spila rosalega góðan bolta með landsliðinu. Útskýringarnar sem fékk voru bara rökleysur en stundum getur maður ekki breytt hlutunum og ég verð bara að halda áfram að ganga minn eigin veg.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00