Grá fyrir járnum Líf Magneudóttir skrifar 16. júní 2017 16:04 Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref. Með þessari afstöðu er ég alls ekki að gefa einhvern afslátt á öryggi almennings. Það á að tryggja í hvívetna. Þetta er spurning um ásýnd og aðferðir. Okkur ber skylda til að velta því fyrir okkur. Tvær lykilspurningar finnast mér vera í málinu. Sú fyrri er hvort það sé nauðsynlegt að íslensk lögregla vígbúist í auknum mæli og hin er sú hvort rétt sé að sá hluti lögreglunnar sem notar skotvopn skuli sinna sýnilegri löggæslu á fjöldasamkomum. Enn hef ég ekki heyrt sterk rök fyrir því að íslensk lögregla eigi að bera skotvopn og stækki vopnasafn sitt í auknum mæli. Þvert á móti er skynsamlegra að aðbúnaður lögreglunnar sé almennt góður þannig að nægur mannafli sé fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður til rannsókna og almennrar löggæslu – að skotvopnum undanskildum. Sé talið nauðsynlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn innan seilingar á fjöldasamkomum þurfa þeir ekki að stilla sér upp á hæsta hól og vera öllum sýnilegir. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir af hverju sá fælingarmáttur, sem slík uppstilling á að hafa, sé nauðsynlegur nú á Íslandi. Þetta á ég við þegar ég set spurningarmerki við þessa breyttu ásýnd og aðferðir yfirmanna lögreglumála á Íslandi. Í því felst ekki gagnrýni á lögregluna sem slíka, því hún gegnir veigamiklu hlutverki í að þjónusta borgarana og tryggja öryggi þeirra. VG hefur viljað efla hana, bæta menntun lögreglumanna og auka samstarf við fagaðila í öðrum stéttum. Sem betur fer búum við ekki í landi þar sem almennir borgarar falla reglulega fyrir hendi vopnaðra lögreglumanna. Það hefur bara gerst einu sinni. Ísland er enda efst á lista yfir friðsælustu lönd heims og það eru forréttindi sem mér finnst mikilvægt að varðveita. Alltof fáir íbúar þessa heims búa við nægjanlegt öryggi og frið. Í grundvallaratriðum er umræðan um vopnaburð lögreglu ekki mikið flóknari en þetta. Auðvitað eru ekki allir sammála um hversu hættulegt það er að búa á Íslandi. Margir hafa úttalað sig digurbarkalega um þetta mál og gert lítið úr andstæðingum sínum og jafnvel snúið út úr. Það eru ekki merkileg innlegg í umræðuna. Það er þeirra sem vilja skotvopnavæða lögregluna að sýna fram á að þörf sé á byssunum. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á það.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref. Með þessari afstöðu er ég alls ekki að gefa einhvern afslátt á öryggi almennings. Það á að tryggja í hvívetna. Þetta er spurning um ásýnd og aðferðir. Okkur ber skylda til að velta því fyrir okkur. Tvær lykilspurningar finnast mér vera í málinu. Sú fyrri er hvort það sé nauðsynlegt að íslensk lögregla vígbúist í auknum mæli og hin er sú hvort rétt sé að sá hluti lögreglunnar sem notar skotvopn skuli sinna sýnilegri löggæslu á fjöldasamkomum. Enn hef ég ekki heyrt sterk rök fyrir því að íslensk lögregla eigi að bera skotvopn og stækki vopnasafn sitt í auknum mæli. Þvert á móti er skynsamlegra að aðbúnaður lögreglunnar sé almennt góður þannig að nægur mannafli sé fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður til rannsókna og almennrar löggæslu – að skotvopnum undanskildum. Sé talið nauðsynlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn innan seilingar á fjöldasamkomum þurfa þeir ekki að stilla sér upp á hæsta hól og vera öllum sýnilegir. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir af hverju sá fælingarmáttur, sem slík uppstilling á að hafa, sé nauðsynlegur nú á Íslandi. Þetta á ég við þegar ég set spurningarmerki við þessa breyttu ásýnd og aðferðir yfirmanna lögreglumála á Íslandi. Í því felst ekki gagnrýni á lögregluna sem slíka, því hún gegnir veigamiklu hlutverki í að þjónusta borgarana og tryggja öryggi þeirra. VG hefur viljað efla hana, bæta menntun lögreglumanna og auka samstarf við fagaðila í öðrum stéttum. Sem betur fer búum við ekki í landi þar sem almennir borgarar falla reglulega fyrir hendi vopnaðra lögreglumanna. Það hefur bara gerst einu sinni. Ísland er enda efst á lista yfir friðsælustu lönd heims og það eru forréttindi sem mér finnst mikilvægt að varðveita. Alltof fáir íbúar þessa heims búa við nægjanlegt öryggi og frið. Í grundvallaratriðum er umræðan um vopnaburð lögreglu ekki mikið flóknari en þetta. Auðvitað eru ekki allir sammála um hversu hættulegt það er að búa á Íslandi. Margir hafa úttalað sig digurbarkalega um þetta mál og gert lítið úr andstæðingum sínum og jafnvel snúið út úr. Það eru ekki merkileg innlegg í umræðuna. Það er þeirra sem vilja skotvopnavæða lögregluna að sýna fram á að þörf sé á byssunum. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á það.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar