Í skuldafjötrum á uppboðsmarkaði bankana Sævar Þór Jónsson skrifar 15. júní 2017 16:23 Nú í haust eru níu ár liðin frá hinu illræmda efnahagshruni hér á landi. Það má segja að í kjölfar hrunsins hafi átti sér stað mikil uppstokkun á fjármálakerfi landsins og hófst löng og erfið vegferð í að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga. Fundin voru upp úrræði eins og umboðsmaður skuldara og ýmis úrræði fyrir fyrirtækin eins og beina brautin svokallaða. Í yfirlýsingum frá bæði stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum á þessum tíma var mikið talað um gegnsæi og að mikilvægt væri að beita sanngjarnri aðferðafræði við úrlausn skuldavanda. Fóru stjórnvöld þess tíma í miklar aðgerðir sem ýmist voru í ökkla eða eyra, algjörlega bitlausar eða gengu of langt og jafnvel unnu gegn hagsmunum bæði skuldara og kröfuhafa. Dæmi um þetta er t.d. það úrræði sem gerði skuldurum kleyft að sitja í eignum í svokölluðu greiðsluskjóli en þar var gengið út frá því að skuldarinn væri í sérstöku skjóli sem gerði kröfuhöfum ókleift að ganga á eigur hans meðan hann væri í skjólinu og verið væri að vinna í hans málum innan embættis umboðsmanns skuldara. Í upphafi voru skuldarar í greiðsluskjóli í skamman tíma, aðeins fá ár. Oftar en ekki varð lítið gert fyrir þá innan embættisins. Virðist nálgun embættisins hafa verið að gera allar eignir upptækar og láta skuldarann sitja uppi með skuldir sem hann átti svo að greiða næstu árin. Það var því lítill hvati til að gangast við slíku samkomulagi fyrir skuldarann. Þegar greiðsluskjólinu lauk svo hjá þessum aðilum eftir nokkurra ára biðstöðu hjá embætti umboðsmanns skuldara þá blasti við mun stærri vandi. Sá vandi var í því fólginn að allar skuldir höfðu hækkað vegna kostnaðar sem höfðu hlaðist ofan á skuldirnar í greiðsluskjólinu. Vandinn í upphafi var sá að erfiðara var að fara í beina samninga við kröfuhafa vegna þess að skuldarinn þurfti að komast í greiðsluskjól meðan samið væri um kröfur á hendur honum sem voru oftar en ekki frá fleirum en einum kröfuhafa. Var því greiðsluskjólsúrræði umboðsmanns skuldara kjörið úrræði en eftir á að hyggja má ætla að beinir samningar hefðu dugað betur í að vinna á vanda skuldara því reynslan sýnir að þeir sem voru í greiðsluskjóli í nokkur ár innan embættis umboðsmanns skuldara og fengu svo ekki úrlausn sinna mála eru mun verr settir nú en þeir voru áður en þeir fóru inn í úrræðið. Þá er ónefndur sá vandi kröfuhafanna sem áttu kröfur og tryggingar sem ekkert fékkst upp í svo árum skipti og viðhald á veðsettum eignum látið sitja á hakanum. Umrætt úrræði var því fáum til sérstakrar hagsbótar enda var vandanum aðeins frestað í nokkur ár án þess að taka á honum með beinum hætti eins og hægt var að gera með beinum samningum við kröfuhafa sjálfa. Það eru aftur á móti önnur vandamál sem láta á sér kræla þegar leitað er beinna samninga við bankana. Þar ber upp úr hið mikla ógegnsæi sem virðist einkenna úrvinnslu mála hjá þeim. Þrátt fyrir þetta hefur bæði forsvarsmönnum bankanna og fulltrúum verið tíðrætt um gegnsæi en þegar upp er staðið virðist það því miður oftar en ekki vera orðin tóm. Upplifun okkar, sem sitjum fyrir hönd einstaklinga og fyrirtækja við samningaborðið andspænis fjármálafyritækjunum, er því miður oft sú eins og vera staddur á uppboðsmarkaði þar sem verið er að braska með skuldir og uppgjör. Dæmi eru um að krafa banka sem var upp á 30 milljónir hafi farið niður í 22 milljónir eftir fyrstu samningatrennu við bankann en hafi svo endað í 6 milljónum á endanum. Það er auðvitað gott mál fyrir viðkomandi að ná skuldum sínum niður en þegar litið er svo til annarra sambærilegra mála innan bankakerfisins getur niðurstaða mála verið mjög mismunandi. Það er því að mínu mati lítið gegnsæi til staðar um uppgjör krafna við bankana og það gegnsæi sem fjármálafyrirtækin hampa sér stundum er lítið sem ekkert þegar upp er staðið. Þetta ógegnsæi hefur svo áhrif á jafnrétti í úrlausn skuldavanda og alls óvíst að skuldara í svipaðri stöðu fái sömu niðurstöðu eða meðferð. Þá eru því miður mörg dæmi um að sumir bankar dragi fram á langinn að svara samningsumleitunum fólks. Þá virðast sumir bankar hafa þá stefnu að gefa ekkert eftir, ekki einu sinni þótt þeir tapi málum fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hjá FME. Þeir ríghalda í kröfurnar í þeirri von að viðkomandi skuldari gefist upp eða hafa ekki burði til að stefna málinu fyrir dóm. Hins vegar er svo samið um leið og málinu hefur verið stefnt fyrir dómi því þessir sömu bankar óttast fordæmin sem dómstólar geta sett. Það má spyrja sig að því hver sé aðferðafærði banka í uppgjörsmálum þeirra sem eiga við skuldavanda að stríða og það siðferði sem þar liggur að baki. Sú úrvinnsla sem boðið er upp á er hvorki nógu skilvirk né gegnsæ. Það er því tímabært að endurskoða t.d. forsendur fyrir því að reka umboðsmann skuldara með þeim hætti sem nú er gert. Skilvirkasta leiðin er að semja beint við kröfuhafa en þá þarf gegnsæið að vera fyrir hendi og samhliða þurfa fjármálafyrirtæki að gera grein fyrir drætti sem verður oftar en ekki á úrvinnslu mála hjá þeim þegar skuldari leitar til þeirra með samninga um uppgjör skulda sinna við þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Nú í haust eru níu ár liðin frá hinu illræmda efnahagshruni hér á landi. Það má segja að í kjölfar hrunsins hafi átti sér stað mikil uppstokkun á fjármálakerfi landsins og hófst löng og erfið vegferð í að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga. Fundin voru upp úrræði eins og umboðsmaður skuldara og ýmis úrræði fyrir fyrirtækin eins og beina brautin svokallaða. Í yfirlýsingum frá bæði stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum á þessum tíma var mikið talað um gegnsæi og að mikilvægt væri að beita sanngjarnri aðferðafræði við úrlausn skuldavanda. Fóru stjórnvöld þess tíma í miklar aðgerðir sem ýmist voru í ökkla eða eyra, algjörlega bitlausar eða gengu of langt og jafnvel unnu gegn hagsmunum bæði skuldara og kröfuhafa. Dæmi um þetta er t.d. það úrræði sem gerði skuldurum kleyft að sitja í eignum í svokölluðu greiðsluskjóli en þar var gengið út frá því að skuldarinn væri í sérstöku skjóli sem gerði kröfuhöfum ókleift að ganga á eigur hans meðan hann væri í skjólinu og verið væri að vinna í hans málum innan embættis umboðsmanns skuldara. Í upphafi voru skuldarar í greiðsluskjóli í skamman tíma, aðeins fá ár. Oftar en ekki varð lítið gert fyrir þá innan embættisins. Virðist nálgun embættisins hafa verið að gera allar eignir upptækar og láta skuldarann sitja uppi með skuldir sem hann átti svo að greiða næstu árin. Það var því lítill hvati til að gangast við slíku samkomulagi fyrir skuldarann. Þegar greiðsluskjólinu lauk svo hjá þessum aðilum eftir nokkurra ára biðstöðu hjá embætti umboðsmanns skuldara þá blasti við mun stærri vandi. Sá vandi var í því fólginn að allar skuldir höfðu hækkað vegna kostnaðar sem höfðu hlaðist ofan á skuldirnar í greiðsluskjólinu. Vandinn í upphafi var sá að erfiðara var að fara í beina samninga við kröfuhafa vegna þess að skuldarinn þurfti að komast í greiðsluskjól meðan samið væri um kröfur á hendur honum sem voru oftar en ekki frá fleirum en einum kröfuhafa. Var því greiðsluskjólsúrræði umboðsmanns skuldara kjörið úrræði en eftir á að hyggja má ætla að beinir samningar hefðu dugað betur í að vinna á vanda skuldara því reynslan sýnir að þeir sem voru í greiðsluskjóli í nokkur ár innan embættis umboðsmanns skuldara og fengu svo ekki úrlausn sinna mála eru mun verr settir nú en þeir voru áður en þeir fóru inn í úrræðið. Þá er ónefndur sá vandi kröfuhafanna sem áttu kröfur og tryggingar sem ekkert fékkst upp í svo árum skipti og viðhald á veðsettum eignum látið sitja á hakanum. Umrætt úrræði var því fáum til sérstakrar hagsbótar enda var vandanum aðeins frestað í nokkur ár án þess að taka á honum með beinum hætti eins og hægt var að gera með beinum samningum við kröfuhafa sjálfa. Það eru aftur á móti önnur vandamál sem láta á sér kræla þegar leitað er beinna samninga við bankana. Þar ber upp úr hið mikla ógegnsæi sem virðist einkenna úrvinnslu mála hjá þeim. Þrátt fyrir þetta hefur bæði forsvarsmönnum bankanna og fulltrúum verið tíðrætt um gegnsæi en þegar upp er staðið virðist það því miður oftar en ekki vera orðin tóm. Upplifun okkar, sem sitjum fyrir hönd einstaklinga og fyrirtækja við samningaborðið andspænis fjármálafyritækjunum, er því miður oft sú eins og vera staddur á uppboðsmarkaði þar sem verið er að braska með skuldir og uppgjör. Dæmi eru um að krafa banka sem var upp á 30 milljónir hafi farið niður í 22 milljónir eftir fyrstu samningatrennu við bankann en hafi svo endað í 6 milljónum á endanum. Það er auðvitað gott mál fyrir viðkomandi að ná skuldum sínum niður en þegar litið er svo til annarra sambærilegra mála innan bankakerfisins getur niðurstaða mála verið mjög mismunandi. Það er því að mínu mati lítið gegnsæi til staðar um uppgjör krafna við bankana og það gegnsæi sem fjármálafyrirtækin hampa sér stundum er lítið sem ekkert þegar upp er staðið. Þetta ógegnsæi hefur svo áhrif á jafnrétti í úrlausn skuldavanda og alls óvíst að skuldara í svipaðri stöðu fái sömu niðurstöðu eða meðferð. Þá eru því miður mörg dæmi um að sumir bankar dragi fram á langinn að svara samningsumleitunum fólks. Þá virðast sumir bankar hafa þá stefnu að gefa ekkert eftir, ekki einu sinni þótt þeir tapi málum fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hjá FME. Þeir ríghalda í kröfurnar í þeirri von að viðkomandi skuldari gefist upp eða hafa ekki burði til að stefna málinu fyrir dóm. Hins vegar er svo samið um leið og málinu hefur verið stefnt fyrir dómi því þessir sömu bankar óttast fordæmin sem dómstólar geta sett. Það má spyrja sig að því hver sé aðferðafærði banka í uppgjörsmálum þeirra sem eiga við skuldavanda að stríða og það siðferði sem þar liggur að baki. Sú úrvinnsla sem boðið er upp á er hvorki nógu skilvirk né gegnsæ. Það er því tímabært að endurskoða t.d. forsendur fyrir því að reka umboðsmann skuldara með þeim hætti sem nú er gert. Skilvirkasta leiðin er að semja beint við kröfuhafa en þá þarf gegnsæið að vera fyrir hendi og samhliða þurfa fjármálafyrirtæki að gera grein fyrir drætti sem verður oftar en ekki á úrvinnslu mála hjá þeim þegar skuldari leitar til þeirra með samninga um uppgjör skulda sinna við þá.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun