Kolaframleiðsla hefur aldrei dregist meira saman Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 11:46 Kol eru á útleið jafnvel þó að í Bandaríkjunum reyni stjórnvöld að blása lífi í glæður iðnaðarins. Vísir/AFP Metsamdráttur varð í framleiðslu á kolum í heiminum á síðasta ári. Kolin hafa orðið undir í samkeppninni við aðra orkugjafa auk þess sem aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregið úr notkun þeirra. Kínverjar eru stærstu notendur kola í heiminum en í fyrra hafði ekki verið brennt minna af þeim þar í sex ár. Í Bandaríkjunum var kolanotkun sú minnsta frá því á 8. áratug síðustu aldar samkvæmt árlegri skýrslu BP um þróun í orkumálum. Í heildina dróst eftirspurn eftir kolum saman um 1,7% í fyrra, borið saman við 1,9% árlega aukningu að meðaltali frá 2005 til 2015, að því er kemur fram í frétt Bloomberg. Á hinn bóginn jókst notkun á olíu um 1,6% á heimsvísu í fyrra.Kol undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafaÞað eru ekki aðeins loftslagsaðgerðir sem hafa leitt til minnkandi eftirspurnar eftir kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kol hafa orðið undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa eins og vind- og sólarorku. Spencer Dale, aðalhagfræðingur BP, segir að afleiðing samdráttarins sé að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi staðið í stað, þriðja árið í röð í fyrra. Þrátt fyrir það er losun manna á gróðurhúsalofttegundum enn sú mesta frá iðnbyltingu. Draga þarf verulega úr losuninni á allra næstu árum ef menn ætla sér að eiga nokkra von um að ná yfirlýstum markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld. Loftslagsmál Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Metsamdráttur varð í framleiðslu á kolum í heiminum á síðasta ári. Kolin hafa orðið undir í samkeppninni við aðra orkugjafa auk þess sem aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregið úr notkun þeirra. Kínverjar eru stærstu notendur kola í heiminum en í fyrra hafði ekki verið brennt minna af þeim þar í sex ár. Í Bandaríkjunum var kolanotkun sú minnsta frá því á 8. áratug síðustu aldar samkvæmt árlegri skýrslu BP um þróun í orkumálum. Í heildina dróst eftirspurn eftir kolum saman um 1,7% í fyrra, borið saman við 1,9% árlega aukningu að meðaltali frá 2005 til 2015, að því er kemur fram í frétt Bloomberg. Á hinn bóginn jókst notkun á olíu um 1,6% á heimsvísu í fyrra.Kol undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafaÞað eru ekki aðeins loftslagsaðgerðir sem hafa leitt til minnkandi eftirspurnar eftir kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kol hafa orðið undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa eins og vind- og sólarorku. Spencer Dale, aðalhagfræðingur BP, segir að afleiðing samdráttarins sé að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi staðið í stað, þriðja árið í röð í fyrra. Þrátt fyrir það er losun manna á gróðurhúsalofttegundum enn sú mesta frá iðnbyltingu. Draga þarf verulega úr losuninni á allra næstu árum ef menn ætla sér að eiga nokkra von um að ná yfirlýstum markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld.
Loftslagsmál Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira