Kaupfélag Þingeyinga Jón Sigurðsson skrifar 15. júní 2017 09:30 Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma. Nú er ákveðið að slíta Kaupfélagi Þingeyinga sem stofnað var 20. febrúar 1882. Félagið hefur ekki haft rekstur síðustu árin, en félagaskrá tengist viðskiptakorti KEA og Samkaupa. Það verður áfram. Kaupfélagið var alla tíð allra hagur í héraði, stoð og stytta mannfélagsins. Kaupfélag Þingeyinga var stolt héraðsins. Og nú kveður það með því að gera að fullu upp við alla – með þingeyskum sóma. Samvinnufélögin voru hluti þjóðarvakningar og þjóðfrelsisbaráttu. Þau voru innbyrðis ólík nokkuð og mótuð af hverju nærsamfélagi fyrir sig. Sunnan og suðvestan voru þau sérgreind en fjölgreina-rekstur annars staðar í landinu. Víðast voru þau opnir þróunar- og nýsköpunarsjóðir byggðanna. Þau urðu sterkustu stoðir byggðanna og framfaranna áratugum saman. Tekið var á móti kaupfélögunum með hörðum hnefum, en fólkið stóð þétt saman að þeim. Kaupfélögin ýttu undir sérhæfingu og viðskiptamótun landbúnaðarins, nýja atvinnuþróun og fjölgun starfa í þéttbýli í öllum landshlutum. Þau opnuðu og mótuðu fyrsta markaðarumhverfi víðs vegar um landið og stuðluðu að því að gamla frumvinnslu- og sjálfsnægtasamfélagið hvarf. Og samvinnuhreyfingin var áratugum saman eina eiginlega samkeppnisaflið í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þá er ótalið að félögin voru lifandi félagsmálaskóli fyrir almenning. Fjármagni þeirra var dreift til hvers konar félagslífs, íþrótta- og uppeldismála, líknarmála, samgöngubóta, atvinnusköpunar, menningar- og listalífs og fjölbreytilegustu velferðar-, hagsmuna- og áhugamála. Almenningur víðs vegar um landið hefur orðið kaupfélaganna var á síðustu árum – í því að þau eru horfin.Næg verkefni fyrir ný samvinnufélög Kaupfélögin viku fyrir þróun samfélagsins, viðskipta- og atvinnulífsins. Fjármálaþróun, verktækni og samgöngubætur sameinuðu gömlu atvinnu- og þjónustusvæðin sem félögin tilheyrðu. Samfélagið breyttist og áreiðanlega drógust félögin aftur úr síðasta skeiðið. En kaupfélögin viku ekki vegna þess að þau voru samvinnufélög. Óarðsækinn félagsgeiri er í fullu gildi og styrk víða um lönd. Eftir sem áður eru næg verkefni hvarvetna fyrir ný samvinnufélög, nýja félagsorku í nýju samfélagi. Samvinnufélögin hafa sterk sérkenni. Þau eru lýðræði í atvinnulífi, sameiginlegt átak fyrir félagslega hagsmuni og markmið. Samkvæmt sannvirðisreglu samvinnufélaga njóta félagsmenn arðsins sameiginlega og hver eftir viðskiptaþátttöku sinni. Eðlilega verður hlé í samvinnustarfi meðan menn átta sig á breyttum aðstæðum og viðhorfum. Þarfir almennings skópu samvinnufélögin og eins verður í framtíðinni. Þingeyingar hafa rétt fyrir sér í því að skynsamlegast er að skapa og móta ný áhöld við hæfi tímans og framtíðarinnar. Kaupfélagi Þingeyinga er þökkuð forysta og samfylgd. Nú gera Þingeyingar hreint fyrir dyrum. Sá er háttur þeirra. Þeir eru sjálfum sér líkir í röskleik og myndarskap. Síðan finna þeir samvinnuanda, metnaði og krafti sínum nýjar leiðir. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Öllum verkum mannanna er markaður tími. Miklu varðar að menn finni mörkin. Sorglegt er að sjá veikan skugga þess sem ljómaði forðum. Aðstæður og þarfir breytast og veita þarf viðbragð og svar við hæfi hvers tíma. Nú er ákveðið að slíta Kaupfélagi Þingeyinga sem stofnað var 20. febrúar 1882. Félagið hefur ekki haft rekstur síðustu árin, en félagaskrá tengist viðskiptakorti KEA og Samkaupa. Það verður áfram. Kaupfélagið var alla tíð allra hagur í héraði, stoð og stytta mannfélagsins. Kaupfélag Þingeyinga var stolt héraðsins. Og nú kveður það með því að gera að fullu upp við alla – með þingeyskum sóma. Samvinnufélögin voru hluti þjóðarvakningar og þjóðfrelsisbaráttu. Þau voru innbyrðis ólík nokkuð og mótuð af hverju nærsamfélagi fyrir sig. Sunnan og suðvestan voru þau sérgreind en fjölgreina-rekstur annars staðar í landinu. Víðast voru þau opnir þróunar- og nýsköpunarsjóðir byggðanna. Þau urðu sterkustu stoðir byggðanna og framfaranna áratugum saman. Tekið var á móti kaupfélögunum með hörðum hnefum, en fólkið stóð þétt saman að þeim. Kaupfélögin ýttu undir sérhæfingu og viðskiptamótun landbúnaðarins, nýja atvinnuþróun og fjölgun starfa í þéttbýli í öllum landshlutum. Þau opnuðu og mótuðu fyrsta markaðarumhverfi víðs vegar um landið og stuðluðu að því að gamla frumvinnslu- og sjálfsnægtasamfélagið hvarf. Og samvinnuhreyfingin var áratugum saman eina eiginlega samkeppnisaflið í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þá er ótalið að félögin voru lifandi félagsmálaskóli fyrir almenning. Fjármagni þeirra var dreift til hvers konar félagslífs, íþrótta- og uppeldismála, líknarmála, samgöngubóta, atvinnusköpunar, menningar- og listalífs og fjölbreytilegustu velferðar-, hagsmuna- og áhugamála. Almenningur víðs vegar um landið hefur orðið kaupfélaganna var á síðustu árum – í því að þau eru horfin.Næg verkefni fyrir ný samvinnufélög Kaupfélögin viku fyrir þróun samfélagsins, viðskipta- og atvinnulífsins. Fjármálaþróun, verktækni og samgöngubætur sameinuðu gömlu atvinnu- og þjónustusvæðin sem félögin tilheyrðu. Samfélagið breyttist og áreiðanlega drógust félögin aftur úr síðasta skeiðið. En kaupfélögin viku ekki vegna þess að þau voru samvinnufélög. Óarðsækinn félagsgeiri er í fullu gildi og styrk víða um lönd. Eftir sem áður eru næg verkefni hvarvetna fyrir ný samvinnufélög, nýja félagsorku í nýju samfélagi. Samvinnufélögin hafa sterk sérkenni. Þau eru lýðræði í atvinnulífi, sameiginlegt átak fyrir félagslega hagsmuni og markmið. Samkvæmt sannvirðisreglu samvinnufélaga njóta félagsmenn arðsins sameiginlega og hver eftir viðskiptaþátttöku sinni. Eðlilega verður hlé í samvinnustarfi meðan menn átta sig á breyttum aðstæðum og viðhorfum. Þarfir almennings skópu samvinnufélögin og eins verður í framtíðinni. Þingeyingar hafa rétt fyrir sér í því að skynsamlegast er að skapa og móta ný áhöld við hæfi tímans og framtíðarinnar. Kaupfélagi Þingeyinga er þökkuð forysta og samfylgd. Nú gera Þingeyingar hreint fyrir dyrum. Sá er háttur þeirra. Þeir eru sjálfum sér líkir í röskleik og myndarskap. Síðan finna þeir samvinnuanda, metnaði og krafti sínum nýjar leiðir. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar