Nánast búnir að Tékka sig út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2017 06:00 Janus Daði Smárason hnoðaði lífi í íslenska liðið í gær. vísir/getty „Við komum hingað til að vinna og ná okkur í tvö stig. Næsta var að ná í eitt stig og að síðustu að tapa í mesta lagi með einu marki og skora 25 mörk þannig að við værum með betri árangur í innbyrðis viðureignunum gegn Tékkum. En ekkert af þessu gekk upp og það eru vonbrigði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Tékkum í undankeppni EM 2018 í Brno í gær. Íslendingar grófu sína eigin gröf með slökum fyrri hálfleik. Það var ekki heil brú í leik íslenska liðsins fyrstu 30 mínúturnar. Sóknarleikurinn var í molum en eftir 16 mínútur voru aðeins þrjú íslensk mörk komin á töfluna. Sex núll vörnin gekk illa og Björgvin Páll Gústavsson átti erfitt uppdráttar. Aron Rafn Eðvarðsson átti góða innkomu í markið undir lok fyrri hálfleiks en þrátt fyrir það var Ísland fimm mörkum undir í hálfleik, 14-9. Tékkar héldu áfram þar sem frá var horfið í upphafi seinni hálfleiks og náðu mest sex marka forystu. Um miðjan seinni hálfleikinn var Janusi Daða Smárasyni farið að leiðast þófið og hann dró íslenska liðið nánast einn síns liðs inn í leikinn. Selfyssingurinn skoraði þrjú mörk í röð og stal auk þess þremur boltum. „Janus kom frábærlega inn og eftir á að hyggja er það klárt að maður hefði átt að setja hann fyrr inn á. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á,“ sagði Geir um Janus Daða. Varnarleikur Íslands styrktist líka eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Geir breytti yfir í 5-1 vörn undir lok fyrri hálfleiks og líkt og í sigrinum á Makedóníu í maí gaf hún góða raun. „Okkur hefur gengið vel að þróa hana og þeir stóðu sig einstaklega vel í þristunum, Bjarki [Már Gunnarsson] og Ólafur [Guðmundsson],“ sagði Geir um 5-1 vörnina. Ísland breytti stöðunni úr 22-16 í 23-22 en nær komust íslensku strákarnir ekki. Tékkland komst upp með að spila langar sóknir undir lokin og þær enduðu oftast með marki. Að sögn Geirs var sóknarleikur íslenska liðsins í leiknum í gær ekki alslæmur en dauðafærin sem það klúðraði hafi reynst dýrkeypt. „Sóknarleikurinn var kannski ekki svo slæmur. Við vorum ekki með „nema“ 7-8 tæknimistök og það er mjög gott í leik sem þessum. Við sköpuðum okkur færi og skoruðum 24 mörk sem er alveg viðunandi í svona hörðum leik. En það sem er ekki viðunandi eru tækifærin sem við klúðruðum,“ sagði Geir en Martin Galia, hinn síungi markvörður Tékka, varði alltof mörg dauðafæri frá íslensku strákunum í leiknum í gær. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu í gær með níu mörk. Næstir komu Janus Daði og Aron Pálmarsson með þrjú mörk hvor. Sá síðarnefndi átti þó ekki merkilegan leik. Aron er einn besti handboltamaður í heimi en sýndi það ekki í gær. Rúnar Kárason og Ólafur hófu leikinn í skyttustöðunum en fundu engan takt. Rúnar byrjaði illa, bæði í vörn og sókn, spilaði ekkert í seinni hálfleik. Ólafur náði ekki að fylgja eftir frábærum leik gegn Makedóníu og fór aftur inn í skelina sína. Þá getur landslið sem ætlar að láta taka sig alvarlega árið 2017 ekki verið með Kára Kristján Kristjánsson inni á línunni. Tankurinn á þeim bænum virðist einfaldlega vera orðinn tómur. Arnar Freyr Arnarsson fékk þungt högg á augað skömmu eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik og gat ekki spilað meira í framhaldinu. Það var skarð fyrir skildi. Eftir úrslitin í gær eru strákarnir okkar ekki lengur með örlögin í eigin hendi. Þeir eiga þó enn möguleika á að komast í lokakeppnina í Króatíu. Ísland þarf að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á sunnudaginn og treysta á úrslit í öðrum leikjum. „Sunnudagurinn gengur bara út á að vinna, ná sér í tvö stig og gera það eins vel og mögulegt er. Svo verðum við bara að sjá hvort það skilar okkur einhverju,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
„Við komum hingað til að vinna og ná okkur í tvö stig. Næsta var að ná í eitt stig og að síðustu að tapa í mesta lagi með einu marki og skora 25 mörk þannig að við værum með betri árangur í innbyrðis viðureignunum gegn Tékkum. En ekkert af þessu gekk upp og það eru vonbrigði,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Tékkum í undankeppni EM 2018 í Brno í gær. Íslendingar grófu sína eigin gröf með slökum fyrri hálfleik. Það var ekki heil brú í leik íslenska liðsins fyrstu 30 mínúturnar. Sóknarleikurinn var í molum en eftir 16 mínútur voru aðeins þrjú íslensk mörk komin á töfluna. Sex núll vörnin gekk illa og Björgvin Páll Gústavsson átti erfitt uppdráttar. Aron Rafn Eðvarðsson átti góða innkomu í markið undir lok fyrri hálfleiks en þrátt fyrir það var Ísland fimm mörkum undir í hálfleik, 14-9. Tékkar héldu áfram þar sem frá var horfið í upphafi seinni hálfleiks og náðu mest sex marka forystu. Um miðjan seinni hálfleikinn var Janusi Daða Smárasyni farið að leiðast þófið og hann dró íslenska liðið nánast einn síns liðs inn í leikinn. Selfyssingurinn skoraði þrjú mörk í röð og stal auk þess þremur boltum. „Janus kom frábærlega inn og eftir á að hyggja er það klárt að maður hefði átt að setja hann fyrr inn á. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á,“ sagði Geir um Janus Daða. Varnarleikur Íslands styrktist líka eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. Geir breytti yfir í 5-1 vörn undir lok fyrri hálfleiks og líkt og í sigrinum á Makedóníu í maí gaf hún góða raun. „Okkur hefur gengið vel að þróa hana og þeir stóðu sig einstaklega vel í þristunum, Bjarki [Már Gunnarsson] og Ólafur [Guðmundsson],“ sagði Geir um 5-1 vörnina. Ísland breytti stöðunni úr 22-16 í 23-22 en nær komust íslensku strákarnir ekki. Tékkland komst upp með að spila langar sóknir undir lokin og þær enduðu oftast með marki. Að sögn Geirs var sóknarleikur íslenska liðsins í leiknum í gær ekki alslæmur en dauðafærin sem það klúðraði hafi reynst dýrkeypt. „Sóknarleikurinn var kannski ekki svo slæmur. Við vorum ekki með „nema“ 7-8 tæknimistök og það er mjög gott í leik sem þessum. Við sköpuðum okkur færi og skoruðum 24 mörk sem er alveg viðunandi í svona hörðum leik. En það sem er ekki viðunandi eru tækifærin sem við klúðruðum,“ sagði Geir en Martin Galia, hinn síungi markvörður Tékka, varði alltof mörg dauðafæri frá íslensku strákunum í leiknum í gær. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu í gær með níu mörk. Næstir komu Janus Daði og Aron Pálmarsson með þrjú mörk hvor. Sá síðarnefndi átti þó ekki merkilegan leik. Aron er einn besti handboltamaður í heimi en sýndi það ekki í gær. Rúnar Kárason og Ólafur hófu leikinn í skyttustöðunum en fundu engan takt. Rúnar byrjaði illa, bæði í vörn og sókn, spilaði ekkert í seinni hálfleik. Ólafur náði ekki að fylgja eftir frábærum leik gegn Makedóníu og fór aftur inn í skelina sína. Þá getur landslið sem ætlar að láta taka sig alvarlega árið 2017 ekki verið með Kára Kristján Kristjánsson inni á línunni. Tankurinn á þeim bænum virðist einfaldlega vera orðinn tómur. Arnar Freyr Arnarsson fékk þungt högg á augað skömmu eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik og gat ekki spilað meira í framhaldinu. Það var skarð fyrir skildi. Eftir úrslitin í gær eru strákarnir okkar ekki lengur með örlögin í eigin hendi. Þeir eiga þó enn möguleika á að komast í lokakeppnina í Króatíu. Ísland þarf að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á sunnudaginn og treysta á úrslit í öðrum leikjum. „Sunnudagurinn gengur bara út á að vinna, ná sér í tvö stig og gera það eins vel og mögulegt er. Svo verðum við bara að sjá hvort það skilar okkur einhverju,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn