Handbolti

Verður Ými hent út í djúpu laugina?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ýmir og bróðir hans, Orri Freyr, mynduðu hryggjarstykkið í sterki vörn Íslands- og bikarmeistara Vals á síðasta tímabili.
Ýmir og bróðir hans, Orri Freyr, mynduðu hryggjarstykkið í sterki vörn Íslands- og bikarmeistara Vals á síðasta tímabili. vísir/eyþór
Ísland mætir Tékklandi í Brno í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2018 í handbolta klukkan 16.10 í dag.

Óvíst er með þátttöku varnarmannsins Bjarka Más Gunnarssonar en hann meiddist á æfingu í fyrradag. Arnar Freyr Arnarsson er einnig tæpur vegna meiðsla.

Því var Valsmaðurinn ungi Ýmir Örn Gíslason tekinn með til Tékklands. Og svo gæti farið að hann léki sinn fyrsta keppnisleik fyrir Ísland í dag.

„Hann hefur ákveðna eiginleika sem við erum að leita eftir upp á varnarleikinn sem við ætlum að reyna að þróa. Hann staðfesti það á æfingamótinu í Noregi. Það er ekki stærsta sviðið en gaf ákveðnar vísbendingar. Þess vegna ákváðum við að taka hann með, bæði svo hann fengi reynslu en kannski er hann á leið í djúpu laugina, hver veit?“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson við íþróttadeild í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×