Lars Lagerbäck bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta.
Norðmenn mættu Svíum í vináttulandsleik á Ullevål vellinum í Osló í kvöld og fóru leikar 1-1.
Lars hefur nú stýrt Noregi í þremur landsleikjum; tveir hafa endað með jafntefli og einn tapast.
Mohamed Elyounoussi kom Norðmönnum yfir á 44. mínútu en Samuel Armenteros jafnaði metin níu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1.
Næsti leikur Noregs er gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM 1. september næstkomandi.
