Lars Lagerbäck bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta.
Norðmenn mættu Svíum í vináttulandsleik á Ullevål vellinum í Osló í kvöld og fóru leikar 1-1.
Lars hefur nú stýrt Noregi í þremur landsleikjum; tveir hafa endað með jafntefli og einn tapast.
Mohamed Elyounoussi kom Norðmönnum yfir á 44. mínútu en Samuel Armenteros jafnaði metin níu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1.
Næsti leikur Noregs er gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM 1. september næstkomandi.
Lars bíður enn eftir fyrsta sigrinum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Aron tekur við landsliði Kúveits
Handbolti