Skotsilfur: Skipar Guðjón, Ómar til Íslandsbanka, Kvika vildi ALDA Ritstjórn skrifar 16. júní 2017 09:00 Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Mynd/aðsend Starfshópur fjármálaráðherra kynnti í gær skýrslu þar sem útlistaðar eru þrjár mögulegar leiðir við að aðskilja fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi og lagt mat á kosti og galla hverrar leiðar. Ráðherra hyggst í kjölfarið skipa fimm manna nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Á meðal þeirra sem munu taka sæti í nefndinni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, er Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, en hann verður á meðal þriggja fulltrúa sem verða skipaðir af fjármálaráðherra en stjórnarandstaðan mun hins vegar tilnefna tvo sérfræðinga í nefndina.Ómar Özcan.Ómar til Íslandsbanka Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu og fór annar til Landsbankans og hinn til Fossa markaða.Hannes Frímann Hrólfsson.Kvika vildi ALDA Miklar þreifingar eru á fjármálamarkaði þessa dagana þar sem mörg smærri fjármálafyrirtæki, meðal annars Virðing, Arctica Finance og Íslensk verðbréf, skoða nú möguleg tækifæri til sameiningar. Virðing reið á vaðið í síðustu viku þegar tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé ALDA sjóða en vitað er að Kvika banki hafði einnig verið á eftir sjóðastýringarfyrirtækinu. Í tilkynningu var haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, forstjóra Virðingar, að kaupin væru liður í því að styrkja félagið á sviði eignastýringar en heildareignir í stýringu hjá samstæðu Virðingar verða um 140 milljarðar. Markaðir Skotsilfur Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Starfshópur fjármálaráðherra kynnti í gær skýrslu þar sem útlistaðar eru þrjár mögulegar leiðir við að aðskilja fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi og lagt mat á kosti og galla hverrar leiðar. Ráðherra hyggst í kjölfarið skipa fimm manna nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Á meðal þeirra sem munu taka sæti í nefndinni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, er Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, en hann verður á meðal þriggja fulltrúa sem verða skipaðir af fjármálaráðherra en stjórnarandstaðan mun hins vegar tilnefna tvo sérfræðinga í nefndina.Ómar Özcan.Ómar til Íslandsbanka Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu og fór annar til Landsbankans og hinn til Fossa markaða.Hannes Frímann Hrólfsson.Kvika vildi ALDA Miklar þreifingar eru á fjármálamarkaði þessa dagana þar sem mörg smærri fjármálafyrirtæki, meðal annars Virðing, Arctica Finance og Íslensk verðbréf, skoða nú möguleg tækifæri til sameiningar. Virðing reið á vaðið í síðustu viku þegar tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé ALDA sjóða en vitað er að Kvika banki hafði einnig verið á eftir sjóðastýringarfyrirtækinu. Í tilkynningu var haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, forstjóra Virðingar, að kaupin væru liður í því að styrkja félagið á sviði eignastýringar en heildareignir í stýringu hjá samstæðu Virðingar verða um 140 milljarðar.
Markaðir Skotsilfur Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira