

Voru þrælarnir auðlind?
Blökkumenn flokkaðir með dýrum
Afríkunegrar voru fram á miðja nítjándu öld flokkaðir með dýrum: Þeir voru réttlausir, gengu kaupum og sölum, þeim var þrælkað út, þeim mátti gera hvað sem var, þeir voru jafnvel barðir til óbóta eða drepnir, ef eigendunum þóknaðist svo.
Það, sem gerði blökkumenn að dýrum, var aðallega annar húðlitur. Það sem gerir dýrin að dýrum, er einkum annað líkamsform og annars konar vitsmunir, sennilega líka skortur á græðgi og grimmd.
Margir telja sig geta gert hvað sem er við dýrin – eins og við þrælana á sínum tíma – og hafa þau stöðu grass, runna eða trjáa, í augum ýmissa.
Falleg orð með vafasamri merkingu
Mikið er hér talað um auðlindir og sjálfbærni. Þetta eru áferðarfalleg orð, en, hvað merkja þau eiginlega? Ég átti tal við góðan og gegnan mann um daginn, og bað hann að styðja baráttu mína fyrir friðun hvala og sela, en ég tel óþarft, tilgangslaust og grimmilegt dráp hvala vera smánarblett á þjóðinni, og selir eru í útrýmingarhættu. Svarið var þetta: „Selina, já, en ég er hlynntur því, að við nýtum auðlindir okkar, og hvalastofninn er hér sjálfbær.“
Eru hvalir, sem eru á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi, kenna hver öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum og búa mest af árinu víðsfjarri Íslandi, okkar auðlind!?? Og, ef svo væri, á þá að halda áfram að drepa þá, þó að Hvalur hf. sé með yfirfullar frystigeymslur af óseljanlegu hvalkjöti og það fyrirtæki, sem helzt drepur hrefnur, sé rekið með milljónatapi!? Eiga hvalir þá engan rétt á sjálfstæðri eigin tilveru? Eiga mennirnir allt!?
Sjálfbærnin í verki
Það voru um 500.000 hvalir í úthöfunum, nú eru þeir um 50.000. Sjálfbærni þýðir það, að drepa eins mikið af hvölum, eins og frekast má verða, þó þannig, að þeim verði ekki útrýmt. Flott sjálfbærni það. Réttnefni væri útrýmingarmörk.
Það voru um 33.000 selir við landið 1980. Nú er búið að veiða og drepa þá svo heiftarlega, að stofninn er kominn í 7.700 seli. „Sjálfbærnin“ lá við 12.000 seli. Hví er þetta útrýmingaræði ekki stoppað!?
Rjúpnastofninn var um ein milljón fugla. Þegar nánast var búið að útrýma honum í blóðþorsta og græðgi – kjötið er svo gott – voru „sjálfbærnimörkin“ sett við 100 þúsund fugla. Þar stóð stofninn í fyrra. Samt var leyft að drepa 40 þúsund fugla. Eru þeir fuglar þá ótaldir, sem gátu forðað sér og drápust helsærðir fjarri veiðimanni. Að þessari helför stóðu 6 þúsund tilfinningalitlir byssumenn. Ekki var það gott innlegg í þeirra karma.
Er ekki mál til komið, að þessi fallegi og friðsæli fugl fái frið!? Til allrar framtíðar!
Skapaði minkurinn sig sjálfur?
Hörmulegt dýraníð kom upp á dögunum. Lamb festist í minkaboga, og varð að aflífa það. Dýrabogar, sem valda dýrum heiftarlegum áverka og kvalræði, eru að sögn Umhverfisstofnunar leyfilegir.
Segir það sína sögu um dýra- og náttúruvernd í okkar blessaða landi, en þeir eru bannaðir í öllum siðmenntuðum löndum. Þýzkaland bannaði þá 1934. Svei þeim stjórnvöldum, sem kvalatólið minkaboga leyfa.
Reyndar er öll afstaða til minka með ólíkindum. Þá má líka kæfa, grýta til dauða og drekkja, varnarlausir ungar meðtaldir. Ekki sköpuðu þeir sig sjálfir eða kusu sér Ísland sem dvalarstað! Þar ber mannshöndin ábyrgð. Kunningi minn í Þýzkalandi hélt 3 merði eða minka sem húsdýr sér og sínum til gleði og ánægju.
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar