Íran verður á HM í Rússlandi næsta sumar en Íran er frekar óvænt aðeins önnur þjóðin sem fær farseðil til Rússlands.
Farseðilinn fengu Íranir er þeir lögðu Úsbekistan, 2-0, í gær. Þetta er í annað sinn í röð sem Íran fer á HM en það hefur aldrei gerst áður.
Fyrsta þjóðin til þess að tryggja sig inn á HM var Brasilía.
Portúgalinn Carlos Queiros er augljóslega að gera flotta hluti með Íran sem hann hefur stýrt síðan árið 2011.
Þar áður var hann aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Man. Utd og síðar aðalþjálfari Real Madrid og landsliðsþjálfari Portúgal.
Íran komið með farseðil til Rússlands
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“
Íslenski boltinn

„Við vorum mjög sigurvissar“
Körfubolti


Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Íslenski boltinn

Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann
Íslenski boltinn

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Real Madríd í vænlegri stöðu
Fótbolti