May stokkar upp í ráðherrahópnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2017 23:07 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ný ríkisstjórn muni einblína á félagsmál og að hún muni starfa í þágu allra Breta. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna, þar sem Íhaldsflokkur May náði ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta. May mun leiða minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Sú breyting sem vekur hvað mesta athygli er að Michael Gove, sem margir telja einn helsta keppinaut May innan flokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra. Gove var einn helsti talsmaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og bauð sig fram gegn May til formanns flokksins í fyrra. Gove segir að það hafa komið sér á óvart að vera boðið sæti í ríkisstjórn May. „Ég vissi að i dag yrðu gerðar breytingar, en ég bjóst ekki við þessu en ég er mjög glaður að vera hluti af ríkisstjórninni og ánægður að geta aðstoðað Theresu,“ sagði Gove í samtali við BBC. Þá verður Damian Green, einn helsti bandamaður May, fyrsti ráðherra Bretlands og hægri hönd forsætisráðherra. Um er að ræða heiðursembætti sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1962. Green var áður ráðherra vinnumála. David Gauke mun taka við af Green sem vinnumálaráðherra og þá verður David Lidington dómsmálaráðherra. Hann tekur við því embætti af Elizabeth Truss sem verður aðstoðarfjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn May halda sætum sínum. May segir að með breytingunum komi inn fjölbreyttir einstaklingar úr röðum Íhaldsflokksins sem muni starfa í þágu allra Breta. Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verður, að sögn May, að ná góðum samningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en viðræður um Brexit hefjast í næstu viku. „Við viljum ríkisstjórn sem starfar í þágu allra,“ segir May. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ný ríkisstjórn muni einblína á félagsmál og að hún muni starfa í þágu allra Breta. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna, þar sem Íhaldsflokkur May náði ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta. May mun leiða minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Sú breyting sem vekur hvað mesta athygli er að Michael Gove, sem margir telja einn helsta keppinaut May innan flokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra. Gove var einn helsti talsmaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og bauð sig fram gegn May til formanns flokksins í fyrra. Gove segir að það hafa komið sér á óvart að vera boðið sæti í ríkisstjórn May. „Ég vissi að i dag yrðu gerðar breytingar, en ég bjóst ekki við þessu en ég er mjög glaður að vera hluti af ríkisstjórninni og ánægður að geta aðstoðað Theresu,“ sagði Gove í samtali við BBC. Þá verður Damian Green, einn helsti bandamaður May, fyrsti ráðherra Bretlands og hægri hönd forsætisráðherra. Um er að ræða heiðursembætti sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1962. Green var áður ráðherra vinnumála. David Gauke mun taka við af Green sem vinnumálaráðherra og þá verður David Lidington dómsmálaráðherra. Hann tekur við því embætti af Elizabeth Truss sem verður aðstoðarfjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn May halda sætum sínum. May segir að með breytingunum komi inn fjölbreyttir einstaklingar úr röðum Íhaldsflokksins sem muni starfa í þágu allra Breta. Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verður, að sögn May, að ná góðum samningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en viðræður um Brexit hefjast í næstu viku. „Við viljum ríkisstjórn sem starfar í þágu allra,“ segir May.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31
150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46
Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52