Tækifæri í dag að vinna sér inn heiðurinn „Vítaskytta Íslands“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson er vítaskytta landsliðsins en hann getur þó ekki kallað sig „Vítaskyttu Íslands“ Vísir/Samsett/Getty/EPA/AFP Flest fótboltáhugafólk hefur séð ófáar vítaspyrnukeppnir á stórmótum í sjónvarpinu í gegnum tíðina og hafa eflaust velt fyrir sér hvernig það væri að standa á vítapunktinum. Pressan verður aðeins minni í Laugardalnum í dag en þar sem möguleiki á það sýna það að maður hafi taugarnar í að standa á vítapunktinum þegar margir eru að horfa. Það verður mikið fjör í Laugardalnum í dag þar sem hápunkturinn er leikur Íslands og Króatíu í undankeppni HM í kvöld. Fram að því verður KSÍ með sérstakt stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan stóru stúkuna á Laugardalsvelli. En aftur að vítaspyrnunum. Vefsíðan Fótbolti.net stendur nefnilega fjórða árið í röð fyrir vítakeppni þar sem krýnd verður vítaskytta Íslands fyrir árið 2017. Keppnin hefst á Eimskipsvellinum (Þróttarvelli) klukkan 16:30 á en klukkan 18:45 fer fram landsleikur Íslands og Króatíu í Laugardalnum. Áætlað er að vítakeppninni ljúki tímanlega fyrir landsleikinn. Skráning í keppnina fer fram á Þróttarvelli og hefst hún klukkan 16:00. Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni er þúsund krónur en allur ágóði rennur í ferð fyrir Vildarbörn Icelandair. Vildabörn Icelandair eru sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina til stuðnings veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Sigurvegarinn í keppninni fær gjafabréf frá Icelandair en um er að ræða flugmiða fyrir tvo til Evrópu. Þá fær sigurvegarinn gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland. Þrír efstu þátttakendurnir fá allir bolta frá adidas. Hægt verður að kaupa sig aftur inn í keppnina eftir nokkrar umferðir fyrir hærra verð ef þú dettur út. 3000 krónur kostar að koma inn í 3. umferð, 5000 í 5. umferð og 10 þúsund kostar að koma inn í 7. umferð. Sá peningur rennur einnig í ferðina fyrir Vildarbörn Icelandair. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni en í fyrra tóku um það bil 300 manns á öllum aldri þátt. Keppt verður á fjögur mörk til að byrja með til að keppnin gangi hraðar. Þegar nær dregur úrslitum verður síðan keppt á eitt mark. Öflugir markverðir standa vaktina í keppninni en þegar styttist í úrslitastund kemur fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið. Þannig sitja allir þátttakendurnir í úrslitunum við sama borð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Sjá meira
Flest fótboltáhugafólk hefur séð ófáar vítaspyrnukeppnir á stórmótum í sjónvarpinu í gegnum tíðina og hafa eflaust velt fyrir sér hvernig það væri að standa á vítapunktinum. Pressan verður aðeins minni í Laugardalnum í dag en þar sem möguleiki á það sýna það að maður hafi taugarnar í að standa á vítapunktinum þegar margir eru að horfa. Það verður mikið fjör í Laugardalnum í dag þar sem hápunkturinn er leikur Íslands og Króatíu í undankeppni HM í kvöld. Fram að því verður KSÍ með sérstakt stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan stóru stúkuna á Laugardalsvelli. En aftur að vítaspyrnunum. Vefsíðan Fótbolti.net stendur nefnilega fjórða árið í röð fyrir vítakeppni þar sem krýnd verður vítaskytta Íslands fyrir árið 2017. Keppnin hefst á Eimskipsvellinum (Þróttarvelli) klukkan 16:30 á en klukkan 18:45 fer fram landsleikur Íslands og Króatíu í Laugardalnum. Áætlað er að vítakeppninni ljúki tímanlega fyrir landsleikinn. Skráning í keppnina fer fram á Þróttarvelli og hefst hún klukkan 16:00. Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni er þúsund krónur en allur ágóði rennur í ferð fyrir Vildarbörn Icelandair. Vildabörn Icelandair eru sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina til stuðnings veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Sigurvegarinn í keppninni fær gjafabréf frá Icelandair en um er að ræða flugmiða fyrir tvo til Evrópu. Þá fær sigurvegarinn gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland. Þrír efstu þátttakendurnir fá allir bolta frá adidas. Hægt verður að kaupa sig aftur inn í keppnina eftir nokkrar umferðir fyrir hærra verð ef þú dettur út. 3000 krónur kostar að koma inn í 3. umferð, 5000 í 5. umferð og 10 þúsund kostar að koma inn í 7. umferð. Sá peningur rennur einnig í ferðina fyrir Vildarbörn Icelandair. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni en í fyrra tóku um það bil 300 manns á öllum aldri þátt. Keppt verður á fjögur mörk til að byrja með til að keppnin gangi hraðar. Þegar nær dregur úrslitum verður síðan keppt á eitt mark. Öflugir markverðir standa vaktina í keppninni en þegar styttist í úrslitastund kemur fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið. Þannig sitja allir þátttakendurnir í úrslitunum við sama borð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Við vorum mjög sigurvissar“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Íslenski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Real Madríd í vænlegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti