Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust fréttir af því að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. Þetta var síðar staðfest með tilkynningum frá báðum fylkingum.
BREAK: DUP has NOT yet reached any agreement with the Tories. Sky sources: Downing Street issued the wrong statement in error.
— David Blevins (@skydavidblevins) June 10, 2017
„Viðræður milli DUP og talsmenn Íhaldsflokkinn voru í takt við skuldbindingu Arlene Foster [leiðtoga DUP] til að kanna hvernig hægt verði að koma á stöðugleika innan þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum. Viðræðurnar hafa hingað til verið með jákvæðu sniði,“ sagði í tilkynningu frá Lýðræðislega sambandsflokknum sem gefin var út skömmu eftir miðnætti í gær.
Þá hefur Downing Street verið gagnrýnt fyrir fljótfærnina en leiðtogi Frjálslyndra demókrata, Tim Farron, kallaði eftir því að Theresa May gerði efnistök samningaviðræðanna opinber.
Enn er óvíst hvenær og hvort samningar náist milli flokkanna tveggja en viðræður munu halda áfram á næstu dögum.