Munu styðja minnihlutastjórn May Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. júní 2017 20:31 Staða May og Íhaldsflokksins er talin veikari nú en fyrir kosningar. Vísir/EPA Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn breska íhaldsflokksins. Það er því ljóst að Theresa May verður áfram forsætisráðherra Bretlands.Í frétt á vef BBC segir að smáatriði samkomulagsins verði rædd á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Breski Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum á þinginu. Flokkurinn missti tólf þingsæti og er nú með 318 þingsæti, en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn bætti aftur á móti við sig hátt í þrjátíu sætum og er nú með 261 þingsæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hlaut 10 sæti. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa talað um niðurstöðu kosninganna sem „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. May boðaði til kosninganna með stuttum fyrirvara og þremur árum áður en þær áttu að fara fram til að efla meirihluta Íhaldsflokksins á þingi. Sú áætlun mistókst hins vegar og hafa kosningarnar frekar veikt stöðu May en bætt hana. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir afsögn May í kjölfar niðurstöðunnar. Nokkur atriði eru talin hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Í fyrsta lagi var Corbyn talinn ná að heilla kjósendur á kosningaviðburðum síðustu vikna en sama má ekki segja um May. Einnig hlaut stefna Íhaldsflokksins er varðar heilbrigðismál mikla gagnrýni. Þá benda fyrstu tölur til þess að allt að 72 prósent ungra Breta hafi kosið í kosningunum en ungir kjósendur eru líklegri til að kjósa Verkamannaflokkinn. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32 Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn breska íhaldsflokksins. Það er því ljóst að Theresa May verður áfram forsætisráðherra Bretlands.Í frétt á vef BBC segir að smáatriði samkomulagsins verði rædd á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Breski Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum á þinginu. Flokkurinn missti tólf þingsæti og er nú með 318 þingsæti, en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn bætti aftur á móti við sig hátt í þrjátíu sætum og er nú með 261 þingsæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hlaut 10 sæti. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa talað um niðurstöðu kosninganna sem „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. May boðaði til kosninganna með stuttum fyrirvara og þremur árum áður en þær áttu að fara fram til að efla meirihluta Íhaldsflokksins á þingi. Sú áætlun mistókst hins vegar og hafa kosningarnar frekar veikt stöðu May en bætt hana. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir afsögn May í kjölfar niðurstöðunnar. Nokkur atriði eru talin hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Í fyrsta lagi var Corbyn talinn ná að heilla kjósendur á kosningaviðburðum síðustu vikna en sama má ekki segja um May. Einnig hlaut stefna Íhaldsflokksins er varðar heilbrigðismál mikla gagnrýni. Þá benda fyrstu tölur til þess að allt að 72 prósent ungra Breta hafi kosið í kosningunum en ungir kjósendur eru líklegri til að kjósa Verkamannaflokkinn.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32 Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32
Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54