Vaknaði úr roti og gekk berserksgang Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júní 2017 19:34 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir. Honum var hins vegar ekki gerð refsing í málinu en gert að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda síns. Tjónið nam rúmlega þremur milljónum króna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lamið og sparkað í hurðir og húsbúnað, velt innanstokksmunum um koll og stungið með eggjárni í hurðir og veggi, með þeim afleiðingum að klósettkassi brotnaði svo vatn flæddi um gólf, rúða brotnaði í útidyrahurð, sjö innihurðir og karmar brotnuðu eða skemmdust. Þá skemmdist fatahengisslá, stóll og bókahilla og blóð fór í gólfteppi hússins, að því er segir í ákærunni.Bar fyrir sig minnisleysi Maðurinn sagðist hafa setið að sumbli umrætt kvöld, hinn 14. desember 2014. Hann hafi drukkið landa og nokkuð mikið af honum. Sagðist hann ekki hafa munað eftir að hafa gengið berserksgang inni í íbúðinni og ekkert vitað fyrr en hann hafi vaknað í handjárnum. Þá kvaðst hann hafa verið kýldur en ekki muna eftir því og ekki vita hver hefði verið þar að verki. Hann hefði legið í glerbrotum þegar hann vaknaði og sennilega fengið skurði á ökkla og vör vegna þess.Vaknaði reiður Fjölmörg vitni komu fyrir dóm vegna málsins og í máli þeirra kom fram að til einhverra átaka hefði komið inni í stofunni og að maðurinn hefði á endanum verið kýldur með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og rotaðist. Nánast öll vitnin sögðu að þegar maðurinn vaknaði hafi hann strax orðið mjög reiður, farið að leita að þeim sem sló hann og valdið skemmdum á íbúðinni. Ákærði fór í fyrstu fram á sýknu en féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir framburð vitna í málinu. Verjandi mannsins taldi hins vegar að ekki ætti að refsa honum vegna þess höfuðhöggs sem hann hlaut, en dómurinn sagði enginn læknisfræðileg gögn hafa verið lögð fram um áhrif höggsins á manninn. Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma frá atvikinu og ákvað dómurinn því að gera honum hegningarauka vegna eignaspjallanna, en ekki frekari refsing. Farið var fram á 4,3 milljónir í skaðabætur í fyrstu – en fallið var frá þeirri kröfu. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir. Honum var hins vegar ekki gerð refsing í málinu en gert að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda síns. Tjónið nam rúmlega þremur milljónum króna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lamið og sparkað í hurðir og húsbúnað, velt innanstokksmunum um koll og stungið með eggjárni í hurðir og veggi, með þeim afleiðingum að klósettkassi brotnaði svo vatn flæddi um gólf, rúða brotnaði í útidyrahurð, sjö innihurðir og karmar brotnuðu eða skemmdust. Þá skemmdist fatahengisslá, stóll og bókahilla og blóð fór í gólfteppi hússins, að því er segir í ákærunni.Bar fyrir sig minnisleysi Maðurinn sagðist hafa setið að sumbli umrætt kvöld, hinn 14. desember 2014. Hann hafi drukkið landa og nokkuð mikið af honum. Sagðist hann ekki hafa munað eftir að hafa gengið berserksgang inni í íbúðinni og ekkert vitað fyrr en hann hafi vaknað í handjárnum. Þá kvaðst hann hafa verið kýldur en ekki muna eftir því og ekki vita hver hefði verið þar að verki. Hann hefði legið í glerbrotum þegar hann vaknaði og sennilega fengið skurði á ökkla og vör vegna þess.Vaknaði reiður Fjölmörg vitni komu fyrir dóm vegna málsins og í máli þeirra kom fram að til einhverra átaka hefði komið inni í stofunni og að maðurinn hefði á endanum verið kýldur með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og rotaðist. Nánast öll vitnin sögðu að þegar maðurinn vaknaði hafi hann strax orðið mjög reiður, farið að leita að þeim sem sló hann og valdið skemmdum á íbúðinni. Ákærði fór í fyrstu fram á sýknu en féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir framburð vitna í málinu. Verjandi mannsins taldi hins vegar að ekki ætti að refsa honum vegna þess höfuðhöggs sem hann hlaut, en dómurinn sagði enginn læknisfræðileg gögn hafa verið lögð fram um áhrif höggsins á manninn. Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma frá atvikinu og ákvað dómurinn því að gera honum hegningarauka vegna eignaspjallanna, en ekki frekari refsing. Farið var fram á 4,3 milljónir í skaðabætur í fyrstu – en fallið var frá þeirri kröfu.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira