Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2017 19:30 Guðbjörg er ein þeirra sem þarf að leita á náðir vina og vandamanna. visir/skjáskot Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íbúum Reykjanæsbæjar hafi fjölgað um eitt þúsund á einu ári og nú búi metfjöldi í bænum. Í kjölfarið hafa byggingarframkvæmdir farið á fullt og 200-300 íbúðir hafa verið teknar í notkun í Ásbrú sem eiga að fara á sölu. Það sama gildir um leiguíbúðir víðs vegar um bæinn, nú eru þær komnar á sölu, með þeim afleiðingum að fólk á leigumarkaði lendir í verulegum vandræðum. Fasteignasalar í bænum sjá fram á mikla sölu næstu mánuði en geta lítið gert fyrir leigjendur. Sævar Pétursson er einn þeirra. „Við fáum alveg tvo til þrjá á dag sem eru í miklum vandræðum og tilbúnir að taka hvað sem er. En því miður, þá höfum við ekkert," segir hann. Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur leigt hús síðustu ár en nú er það komið á sölu og hún þarf að flytja út á morgun. Þau hjónin voru komin með velyrði fyrir íbúð á Ásbrú í maí en svo fór sú íbúð á sölu. Síðan þá hefur Guðbjörg leitað að íbúð án árangurs. „Sonur minn og kærasta og ellefu mánaða dóttir eru búin að leita að enn fleiri íbúðum," segir hún.Hvað gerirðu núna um mánaðarmótin?„Ég þarf að flytja í lítið herbergi til systur minnar og mágs. Sonur minn flytur til tengdamóður sinnar í Sandgerði. Þetta er hrikaleg staða.“ Guðbjörg segist aldrei hafa séð annað eins ástand á leigumarkaðnum í Reykjanesbæ. „Það er slegist um hverja íbúð. Það eru 50-60 umsóknir um hverja íbúð - og þær eru ekki margar." Á samfélagsmiðlum og síðum bæjarins má sjá frásagnir fjölda fólks í sömu sporum og Guðbjörg. Fólk neyðist til að búa inni á fjölskyldu og vandamönnum. Aðrir sjá ekkert annað í stöðunni en að lenda á götunni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki fleiri félagslegar íbúðir vera í kortunum og leigumarkaðurinn lifi sínu eigin lífi. Gera eigi félagslega húsnæðiskerfið sjálfbært svo það reki sig sjálft undir stjórn. „Og ef það félag sér hag í því að fjölga íbúðum á þeim forsendum, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu," segir Kjartan Már. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íbúum Reykjanæsbæjar hafi fjölgað um eitt þúsund á einu ári og nú búi metfjöldi í bænum. Í kjölfarið hafa byggingarframkvæmdir farið á fullt og 200-300 íbúðir hafa verið teknar í notkun í Ásbrú sem eiga að fara á sölu. Það sama gildir um leiguíbúðir víðs vegar um bæinn, nú eru þær komnar á sölu, með þeim afleiðingum að fólk á leigumarkaði lendir í verulegum vandræðum. Fasteignasalar í bænum sjá fram á mikla sölu næstu mánuði en geta lítið gert fyrir leigjendur. Sævar Pétursson er einn þeirra. „Við fáum alveg tvo til þrjá á dag sem eru í miklum vandræðum og tilbúnir að taka hvað sem er. En því miður, þá höfum við ekkert," segir hann. Guðbjörg Ragnarsdóttir hefur leigt hús síðustu ár en nú er það komið á sölu og hún þarf að flytja út á morgun. Þau hjónin voru komin með velyrði fyrir íbúð á Ásbrú í maí en svo fór sú íbúð á sölu. Síðan þá hefur Guðbjörg leitað að íbúð án árangurs. „Sonur minn og kærasta og ellefu mánaða dóttir eru búin að leita að enn fleiri íbúðum," segir hún.Hvað gerirðu núna um mánaðarmótin?„Ég þarf að flytja í lítið herbergi til systur minnar og mágs. Sonur minn flytur til tengdamóður sinnar í Sandgerði. Þetta er hrikaleg staða.“ Guðbjörg segist aldrei hafa séð annað eins ástand á leigumarkaðnum í Reykjanesbæ. „Það er slegist um hverja íbúð. Það eru 50-60 umsóknir um hverja íbúð - og þær eru ekki margar." Á samfélagsmiðlum og síðum bæjarins má sjá frásagnir fjölda fólks í sömu sporum og Guðbjörg. Fólk neyðist til að búa inni á fjölskyldu og vandamönnum. Aðrir sjá ekkert annað í stöðunni en að lenda á götunni. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki fleiri félagslegar íbúðir vera í kortunum og leigumarkaðurinn lifi sínu eigin lífi. Gera eigi félagslega húsnæðiskerfið sjálfbært svo það reki sig sjálft undir stjórn. „Og ef það félag sér hag í því að fjölga íbúðum á þeim forsendum, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu," segir Kjartan Már.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00