Emil: Grét í símann eftir fyrstu æfinguna hjá Verona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2017 13:45 Emil í leik gegn Juventus. vísir/getty Emil Hallfreðsson og eiginkona hans, Ása Reginsdóttir, eru í viðtali við Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, þar sem þau ræða m.a. um dvölina á Ítalíu, framtíðarhorfur sínar og skortinn á umfjöllun um afrek Emils. Frá árinu 2007 hefur Emil spilað á Ítalíu, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Barnsley í ensku B-deildinni. Haustið 2010 var Hafnfirðingurinn lánaður til C-deildarliðsins Verona. Það reyndist mikið gæfuspor á ferli Emils þótt honum hafi ekki litist á blikuna í byrjun.Emil átti góðan tíma hjá Verona.vísir/gettyTók skref niður á við „Á þeim tíma sem ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land,“ segir Emil í viðtalinu. „Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“ Eftir góð ár í Verona, þar sem bæði börn Emils og Ásu fæddust, fór hann til Udinese í ársbyrjun 2016. Emil unir hag sínum vel hjá Udinese. „Þessi klúbbur er alveg númeri stærri en þar sem ég var áður og mikið lagt upp úr öllu,“ segir Emil og bætir því við að Udinese sé mikið fjölskyldufélag. Emil hefur spilað við góðan orðstír í ítölsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Emil og Ása sakna meiri umfjöllunar um afrek hans.Emil í leik gegn Inter.vísir/gettyEngin umfjöllun um ítalska boltann „Frá því ég kynntist Emil er ég búin að fylgjast með honum ná markmiðum sínum á hverjum degi og hlusta á hann velta því fyrir sér hvað hann getur gert til að bæta sig á allan hátt, hvort sem það er úti á velli, í daglega lífinu, með réttri fæðu, meiri svefn, samskiptum við markþjálfa eða annað,“ segir Ása. „Þjálfarar hafa reynt að setja hann á bekkinn en hann endar samt alltaf sem mikilvægur byrjunarliðsmaður í sínu liði og þannig búið sér til frábæran fótboltaferil. Þannig að augljóslega er hann að gera eitthvað rétt. Og þetta gerir hann alveg einstakan að mínu mati og það er mikilvægt að unga fólkið kynnist svona góðum fyrirmyndum og læri af þeim. Að vera atvinnumaður í fótbolta er þrotlaus vinna.“ Emil furðar sig einnig á lítilli umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig og ítölsku úrvalsdeildina. „Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi. Enski boltinn er hins vegar „business“ sem er líka að hluta til skýringin á þessu,“ segir Emil. Ítalski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Emil Hallfreðsson og eiginkona hans, Ása Reginsdóttir, eru í viðtali við Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, þar sem þau ræða m.a. um dvölina á Ítalíu, framtíðarhorfur sínar og skortinn á umfjöllun um afrek Emils. Frá árinu 2007 hefur Emil spilað á Ítalíu, ef frá er talið eitt tímabil þar sem hann lék sem lánsmaður með Barnsley í ensku B-deildinni. Haustið 2010 var Hafnfirðingurinn lánaður til C-deildarliðsins Verona. Það reyndist mikið gæfuspor á ferli Emils þótt honum hafi ekki litist á blikuna í byrjun.Emil átti góðan tíma hjá Verona.vísir/gettyTók skref niður á við „Á þeim tíma sem ég fór til Verona var ég staddur á krefjandi stað á ferlinum og tók því í raun skref niður á við með þessari ákvörðun. Liðið var í þriðju deild og átti langt í land,“ segir Emil í viðtalinu. „Ég bókstaflega grét á línunni er ég talaði við umboðsmann minn eftir fyrstu æfinguna, mér leist svo illa á þetta. Áfram hélt ég þó, setti mér markmið persónulega og með liðinu og okkur fór að ganga betur og við unnum okkur hratt upp. Þetta reyndi mikið á andlegu hliðina en gerði það að verkum að ég þurfti að leggja mikið á mig. Sýna stöðugleika og þrautseigju því þarna hefði verið auðvelt að brotna.“ Eftir góð ár í Verona, þar sem bæði börn Emils og Ásu fæddust, fór hann til Udinese í ársbyrjun 2016. Emil unir hag sínum vel hjá Udinese. „Þessi klúbbur er alveg númeri stærri en þar sem ég var áður og mikið lagt upp úr öllu,“ segir Emil og bætir því við að Udinese sé mikið fjölskyldufélag. Emil hefur spilað við góðan orðstír í ítölsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Emil og Ása sakna meiri umfjöllunar um afrek hans.Emil í leik gegn Inter.vísir/gettyEngin umfjöllun um ítalska boltann „Frá því ég kynntist Emil er ég búin að fylgjast með honum ná markmiðum sínum á hverjum degi og hlusta á hann velta því fyrir sér hvað hann getur gert til að bæta sig á allan hátt, hvort sem það er úti á velli, í daglega lífinu, með réttri fæðu, meiri svefn, samskiptum við markþjálfa eða annað,“ segir Ása. „Þjálfarar hafa reynt að setja hann á bekkinn en hann endar samt alltaf sem mikilvægur byrjunarliðsmaður í sínu liði og þannig búið sér til frábæran fótboltaferil. Þannig að augljóslega er hann að gera eitthvað rétt. Og þetta gerir hann alveg einstakan að mínu mati og það er mikilvægt að unga fólkið kynnist svona góðum fyrirmyndum og læri af þeim. Að vera atvinnumaður í fótbolta er þrotlaus vinna.“ Emil furðar sig einnig á lítilli umfjöllun íslenskra fjölmiðla um sig og ítölsku úrvalsdeildina. „Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi. Enski boltinn er hins vegar „business“ sem er líka að hluta til skýringin á þessu,“ segir Emil.
Ítalski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira