Gleði hins miðaldra manns Logi Bergmann skrifar 24. júní 2017 07:00 Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svoleiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp.Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði peningana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér.GleðinÞetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá litasjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá einhverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svoleiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp.Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði peningana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér.GleðinÞetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá litasjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá einhverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun