Nýr Landspítali og „borgarlína“ Guðjón Sigurbjartsson skrifar 22. júní 2017 11:00 Fyrsti áfangi „Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni. Tugi ef ekki hundruð milljarða kr. vantar í heilbrigðismál og fleiri málaflokka ríkisins enda staldra margir við fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 sem sýnir að svigrúmið er lítið. „Innviðagjald“ og vegatollar hafa verið nefndir sem möguleg lausn en ofangreind fjárvöntun næst ekki nema með stórauknum viðbótartekjum hins opinbera sem ekki munu nást nema með stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Hún þarf í raun að vaxa um 50% og verða um 30% meiri en hjá helstu þjóðum sem við berum okkur saman við, svo við náum að vega upp óhagkvæmni fámennisins á tiltölulega stórri norðlægri eyju, þó íseyjan sé að mörgu leyti ágæt. En það er til hagkvæm lausn á hluta vandans. Hún er sú að byggja nýja Landspítalann á betri stað nær fólkinu austar á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 100 milljörðum kr. hagkvæmara en að byggja við Hringbraut. Hagkvæmni liggur meðal annars í verðmæti lóðarinnar við Hringbraut, lægri fjárfestingu í samgöngum og lægri ferðakostnaði notenda spítalans vegna styttri ferða þegar spítalinn kemur nær framtíðar þungamiðju byggðarinnar. Sameining LSH við Hringbraut er áformuð með nýjum meðferðarkjarna árið 2023 og endurbyggingu gömlu húsanna í framhaldi af því. Við það mun umferð í nálægum götum aukast um 10-12% samkvæmt umferðarspám. Ferðir til og frá spítalanum áætlast um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu, þar af 100 til 200 sjúkrabílar. Gatnakerfið í nágrenni Hringbrautar er þegar sprungið og með þessari aukningu mun ástandið verða algerlega óviðunandi. Með því að byggja nýjan Landspítala austar á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis við Vífilsstaði, í landi Keldna eða við voga Elliðaánna, mætti hins vegar létta á umferðinni á Hringbrautarsvæðinu sem nemur um 15%. Spítalinn verður sem sagt ábyrgur fyrir um 25% umferðar í nágrenni sínu ef hann verður byggður upp við Hringbraut. Hugmynd borgaryfirvalda sem ótrúlegt nokk fylgja uppbyggingu LSH við Hringbraut þrátt fyrir samgönguvandann og þrátt fyrir áherslu á þéttingu byggðar og fleira, er að leysa málið með „borgarlínu“, setja Miklubraut í stokk og byggja Öskjuhlíðargöng. Samtals kostar þessi styrking samgöngukerfisins yfir 100 milljarða kr. til viðbótar áðurnefndri þörf fyrir stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu. Í stað spítalans við Hringbraut kæmi blönduð íbúðabyggð og hótel sem myndi jafna umferðarálagið og stórfelld styrking samgöngumannvirkja mætti sleppa eða að minnsta kosti bíða allmörg ár, sem léttir útgjaldapressu af ríkissjóði.Hagkvæmni sameiningar ofmetin Það verður hvort sem er ekki hægt að leggja niður Fossvogsspítala þegar meðferðarkjarninn kemur við Hringbraut eins og var ein af forsendunum. Eftirspurnaraukning eftir sjúkrahússþjónustu er um 1,7% á ári og spítalinn er þegar yfirfullur. Hagkvæmni sameiningar við Hringbraut er því ofmetin upp á um þrjá milljarða kr. á ári sem gerir um sextíu milljarða kr. á núvirði. Ef hins vegar byrjað verður upp á nýtt á heppilegu svæði má byggja stærri spítala tiltölulega hratt og vega upp nýjan undirbúningstíma. Það mun taka um tuttugu ár að ljúka framkvæmdum við Hringbraut ef endurgerð gömlu bygginganna er tekin með. Bygging á nýjum stað þarf ekki að taka nema um tíu ár með undirbúningstíma. Í fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 eru teknir til hliðar um 50 milljarðar króna til byggingar nýs meðferðarkjarna LHS við Hringbraut, sem eins og hér hefur verið rakið er vanhugsuð framkvæmd. Notum þetta fé í að efla heilbrigðiskerfið, styrkja samgöngur og annað brýnt og undirbúum byggingu nýs Landspítala á nýjum stað betur. Byggjum hann svo á fimm árum. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti áfangi „Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni. Tugi ef ekki hundruð milljarða kr. vantar í heilbrigðismál og fleiri málaflokka ríkisins enda staldra margir við fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 sem sýnir að svigrúmið er lítið. „Innviðagjald“ og vegatollar hafa verið nefndir sem möguleg lausn en ofangreind fjárvöntun næst ekki nema með stórauknum viðbótartekjum hins opinbera sem ekki munu nást nema með stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Hún þarf í raun að vaxa um 50% og verða um 30% meiri en hjá helstu þjóðum sem við berum okkur saman við, svo við náum að vega upp óhagkvæmni fámennisins á tiltölulega stórri norðlægri eyju, þó íseyjan sé að mörgu leyti ágæt. En það er til hagkvæm lausn á hluta vandans. Hún er sú að byggja nýja Landspítalann á betri stað nær fólkinu austar á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 100 milljörðum kr. hagkvæmara en að byggja við Hringbraut. Hagkvæmni liggur meðal annars í verðmæti lóðarinnar við Hringbraut, lægri fjárfestingu í samgöngum og lægri ferðakostnaði notenda spítalans vegna styttri ferða þegar spítalinn kemur nær framtíðar þungamiðju byggðarinnar. Sameining LSH við Hringbraut er áformuð með nýjum meðferðarkjarna árið 2023 og endurbyggingu gömlu húsanna í framhaldi af því. Við það mun umferð í nálægum götum aukast um 10-12% samkvæmt umferðarspám. Ferðir til og frá spítalanum áætlast um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu, þar af 100 til 200 sjúkrabílar. Gatnakerfið í nágrenni Hringbrautar er þegar sprungið og með þessari aukningu mun ástandið verða algerlega óviðunandi. Með því að byggja nýjan Landspítala austar á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis við Vífilsstaði, í landi Keldna eða við voga Elliðaánna, mætti hins vegar létta á umferðinni á Hringbrautarsvæðinu sem nemur um 15%. Spítalinn verður sem sagt ábyrgur fyrir um 25% umferðar í nágrenni sínu ef hann verður byggður upp við Hringbraut. Hugmynd borgaryfirvalda sem ótrúlegt nokk fylgja uppbyggingu LSH við Hringbraut þrátt fyrir samgönguvandann og þrátt fyrir áherslu á þéttingu byggðar og fleira, er að leysa málið með „borgarlínu“, setja Miklubraut í stokk og byggja Öskjuhlíðargöng. Samtals kostar þessi styrking samgöngukerfisins yfir 100 milljarða kr. til viðbótar áðurnefndri þörf fyrir stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu. Í stað spítalans við Hringbraut kæmi blönduð íbúðabyggð og hótel sem myndi jafna umferðarálagið og stórfelld styrking samgöngumannvirkja mætti sleppa eða að minnsta kosti bíða allmörg ár, sem léttir útgjaldapressu af ríkissjóði.Hagkvæmni sameiningar ofmetin Það verður hvort sem er ekki hægt að leggja niður Fossvogsspítala þegar meðferðarkjarninn kemur við Hringbraut eins og var ein af forsendunum. Eftirspurnaraukning eftir sjúkrahússþjónustu er um 1,7% á ári og spítalinn er þegar yfirfullur. Hagkvæmni sameiningar við Hringbraut er því ofmetin upp á um þrjá milljarða kr. á ári sem gerir um sextíu milljarða kr. á núvirði. Ef hins vegar byrjað verður upp á nýtt á heppilegu svæði má byggja stærri spítala tiltölulega hratt og vega upp nýjan undirbúningstíma. Það mun taka um tuttugu ár að ljúka framkvæmdum við Hringbraut ef endurgerð gömlu bygginganna er tekin með. Bygging á nýjum stað þarf ekki að taka nema um tíu ár með undirbúningstíma. Í fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 eru teknir til hliðar um 50 milljarðar króna til byggingar nýs meðferðarkjarna LHS við Hringbraut, sem eins og hér hefur verið rakið er vanhugsuð framkvæmd. Notum þetta fé í að efla heilbrigðiskerfið, styrkja samgöngur og annað brýnt og undirbúum byggingu nýs Landspítala á nýjum stað betur. Byggjum hann svo á fimm árum. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun