Um frekleg afskipti hins opinbera af jafnréttismálum Þorsteinn Víglundsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði og mælist konum í óhag er staðreynd hér á landi. Þetta hefur verið sannreynt í fjölmörgum rannsóknum og könnunum sem staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Hér er átt við kynbundinn launamun sem eftir stendur óútskýrður þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra ástæðna sem skýrt geta mun á launum, s.s. starfshlutfalls, starfsaldurs, atvinnugreinar, fjölda vinnustunda, vinnutíma, menntunar og mannaforráða.Afneitun á staðreyndum Þrátt fyrir að launamunurinn sé margsönnuð staðreynd hefur leiðarahöfundur Morgunblaðsins seilst býsna langt til að halda fram undarlegu sannlíki um að launamunur kynjanna fyrirfinnist ekki og að lög um jafnlaunastaðal byggist á vafasömum röksemdum. Tvær ritstjórnargreinar á innan við viku hefur hann helgað þessu hugðarefni sínu. Meðal annars hefur hann sótt sér efnivið í skrif fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins í Fréttablaðinu nýlega til að kynda enn frekar andúð sína á jafnlaunastaðlinum. Þann 19. júní síðastliðinn notaði hann tækifærið til að skjóta nokkrum skotum að nýlega samþykktum lögum um jafnlaunavottun sem taka gildi um næstu áramót. Það var í sjálfu sér ekki óvænt, að öðru leyti en því að 19. júní er óvenju smekklaus dagsetning til að ráðast að jafnréttisbaráttunni. Jafnréttisbaráttan er saga sigra sem ekki hafa unnist af sjálfu sér. Stærstu vörðurnar á þeirri leið sem leitt hefur Ísland til forystu í jafnréttismálum hafa margar orðið til fyrir afskipti hins opinbera, oftar en ekki í góðri samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Kannski eru einhverjir sem vilja afsala Íslandi forystusætinu á þessu sviði og skipa okkur á bekk með íhaldssömum þjóðum sem telja öll afskipti hins opinbera á þessu sviði frekleg og óviðeigandi. Ég held þó tæpast að það eigi við um marga.Enn er aðgerða þörf Rannsóknir hafa einnig staðfest að þrátt fyrir miklar framfarir og að menntun og atvinnuþátttaka íslenskra kvenna sé með því mesta sem mælist á meðal OECD-ríkja, er staða þeirra og möguleikar til starfsþróunar á vinnumarkaði mun lakari en karla. Konur eru líklegri til að vinna hlutastörf og þær hverfa lengur en karlar af vinnumarkaði vegna fæðingarorlofs og til að sinna ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum. Konur eru líklegri til að taka fyrsta launatilboði á meðan karlar gera frekar gagntilboð um hærri laun. Launamunur myndast því oft strax í ráðningarferli og helst alla starfsævina sem endurspeglast í lægri lífeyrisgreiðslum til kvenna. Því er það mikið þjóðhagslegt hagsmunamál að auka jafnrétti á vinnumarkaði. Niðurstöður viðamestu rannsóknar hér á landi um launamun karla og kvenna frá árinu 2015 sýna að kynbundinn launamunur er fyrir hendi en fór minnkandi úr 7,8% árið 2008 í 5,7% árið 2013. Þegar borin eru saman regluleg laun (dagvinnulaun) karla og kvenna og ekki er skýrt með málefnalegum breytum hafa karlar 17,4% hærri laun að meðaltali en konur. Þegar borin eru saman heildarlaun mælist munurinn enn meiri, eða 21,5% körlum í vil. Sú staðreynd að ekki hafi, þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir og ótvíræðan vilja stjórnvalda allt frá setningu laga um launajöfnuð kynjanna frá árinu 1961, tekist að uppræta kynbundinn launamun er óásættanleg. Eins má telja víst að honum verði ekki að fullu útrýmt nema með frekari aðgerðum. Um nauðsyn og réttmæti lagasetningar sem leggur bann við mismunun á grundvelli kyns er varðar launakjör er vart hægt að deila.Jafnlaunavottun er nauðsyn Skyldan um jafnlaunavottun fyrirtækja og stofnana sem bundin var í lög á nýliðnu þingi er ætluð til að framfylgja lögum sem leggja bann við því að konum og körlum séu greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Jafnlaunastaðallinn er stjórnunartæki sem auðveldar atvinnurekendum að koma sér upp og viðhalda launakerfi sem tryggir launajafnrétti á vinnustað sínum. Flóknara er málið ekki. Staðallinn er afurð áralangs samstarfs heildarsamtaka launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda með faglegri umsjón Staðlaráðs Íslands, er sambærilegur að formi og gerð og alþjóðlegir stjórnunarstaðlar og vottunarhæfur. Þótt Ísland standi öðrum ríkjum framar um stöðu og þróun kynjajafnréttis hefur ekki náðst jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins og það á ekki síst við um vinnumarkaðinn. Alþjóðaefnahagsráðið hefur reiknað út að á Norðurlöndunum verði jafnrétti á vinnumarkaði ekki náð fyrr en eftir um sextíu ár og eru þetta þó þær þjóðir sem framast standa í þessum efnum. Þær miklu framfarir sem við höfum upplifað á skömmum tíma má öðru fremur rekja til sértækra aðgerða og lagasetningar. Skemmst er að minnast áhrifa fæðingarorlofslaganna og lögbindingar kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga, fyrirtækja og lífeyrissjóða. Meirihluti feðra nýtir rétt sinn til fæðingarorlofs og hlutdeild þeirra í umönnun barna og heimilisstörfum hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Kynjakvótinn hefur haft jákvæð áhrif á kynjahlutföll í stjórnum þeirra fyrirtækja sem lögin ná til á meðan þróunin er mun hægari hvað varðar fjölgun kvenna í stöðum framkvæmdastjóra og forstjóra stærstu fyrirtækjanna þar sem karlar eru enn í miklum meirihluta. Þörfin fyrir afskipti hins opinbera af jafnréttismálum hefur fyrir löngu verið sýnd og jákvæður árangur af slíkum afskiptum margsönnuð. Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði og mælist konum í óhag er staðreynd hér á landi. Þetta hefur verið sannreynt í fjölmörgum rannsóknum og könnunum sem staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Hér er átt við kynbundinn launamun sem eftir stendur óútskýrður þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra ástæðna sem skýrt geta mun á launum, s.s. starfshlutfalls, starfsaldurs, atvinnugreinar, fjölda vinnustunda, vinnutíma, menntunar og mannaforráða.Afneitun á staðreyndum Þrátt fyrir að launamunurinn sé margsönnuð staðreynd hefur leiðarahöfundur Morgunblaðsins seilst býsna langt til að halda fram undarlegu sannlíki um að launamunur kynjanna fyrirfinnist ekki og að lög um jafnlaunastaðal byggist á vafasömum röksemdum. Tvær ritstjórnargreinar á innan við viku hefur hann helgað þessu hugðarefni sínu. Meðal annars hefur hann sótt sér efnivið í skrif fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins í Fréttablaðinu nýlega til að kynda enn frekar andúð sína á jafnlaunastaðlinum. Þann 19. júní síðastliðinn notaði hann tækifærið til að skjóta nokkrum skotum að nýlega samþykktum lögum um jafnlaunavottun sem taka gildi um næstu áramót. Það var í sjálfu sér ekki óvænt, að öðru leyti en því að 19. júní er óvenju smekklaus dagsetning til að ráðast að jafnréttisbaráttunni. Jafnréttisbaráttan er saga sigra sem ekki hafa unnist af sjálfu sér. Stærstu vörðurnar á þeirri leið sem leitt hefur Ísland til forystu í jafnréttismálum hafa margar orðið til fyrir afskipti hins opinbera, oftar en ekki í góðri samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Kannski eru einhverjir sem vilja afsala Íslandi forystusætinu á þessu sviði og skipa okkur á bekk með íhaldssömum þjóðum sem telja öll afskipti hins opinbera á þessu sviði frekleg og óviðeigandi. Ég held þó tæpast að það eigi við um marga.Enn er aðgerða þörf Rannsóknir hafa einnig staðfest að þrátt fyrir miklar framfarir og að menntun og atvinnuþátttaka íslenskra kvenna sé með því mesta sem mælist á meðal OECD-ríkja, er staða þeirra og möguleikar til starfsþróunar á vinnumarkaði mun lakari en karla. Konur eru líklegri til að vinna hlutastörf og þær hverfa lengur en karlar af vinnumarkaði vegna fæðingarorlofs og til að sinna ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum. Konur eru líklegri til að taka fyrsta launatilboði á meðan karlar gera frekar gagntilboð um hærri laun. Launamunur myndast því oft strax í ráðningarferli og helst alla starfsævina sem endurspeglast í lægri lífeyrisgreiðslum til kvenna. Því er það mikið þjóðhagslegt hagsmunamál að auka jafnrétti á vinnumarkaði. Niðurstöður viðamestu rannsóknar hér á landi um launamun karla og kvenna frá árinu 2015 sýna að kynbundinn launamunur er fyrir hendi en fór minnkandi úr 7,8% árið 2008 í 5,7% árið 2013. Þegar borin eru saman regluleg laun (dagvinnulaun) karla og kvenna og ekki er skýrt með málefnalegum breytum hafa karlar 17,4% hærri laun að meðaltali en konur. Þegar borin eru saman heildarlaun mælist munurinn enn meiri, eða 21,5% körlum í vil. Sú staðreynd að ekki hafi, þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir og ótvíræðan vilja stjórnvalda allt frá setningu laga um launajöfnuð kynjanna frá árinu 1961, tekist að uppræta kynbundinn launamun er óásættanleg. Eins má telja víst að honum verði ekki að fullu útrýmt nema með frekari aðgerðum. Um nauðsyn og réttmæti lagasetningar sem leggur bann við mismunun á grundvelli kyns er varðar launakjör er vart hægt að deila.Jafnlaunavottun er nauðsyn Skyldan um jafnlaunavottun fyrirtækja og stofnana sem bundin var í lög á nýliðnu þingi er ætluð til að framfylgja lögum sem leggja bann við því að konum og körlum séu greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Jafnlaunastaðallinn er stjórnunartæki sem auðveldar atvinnurekendum að koma sér upp og viðhalda launakerfi sem tryggir launajafnrétti á vinnustað sínum. Flóknara er málið ekki. Staðallinn er afurð áralangs samstarfs heildarsamtaka launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda með faglegri umsjón Staðlaráðs Íslands, er sambærilegur að formi og gerð og alþjóðlegir stjórnunarstaðlar og vottunarhæfur. Þótt Ísland standi öðrum ríkjum framar um stöðu og þróun kynjajafnréttis hefur ekki náðst jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins og það á ekki síst við um vinnumarkaðinn. Alþjóðaefnahagsráðið hefur reiknað út að á Norðurlöndunum verði jafnrétti á vinnumarkaði ekki náð fyrr en eftir um sextíu ár og eru þetta þó þær þjóðir sem framast standa í þessum efnum. Þær miklu framfarir sem við höfum upplifað á skömmum tíma má öðru fremur rekja til sértækra aðgerða og lagasetningar. Skemmst er að minnast áhrifa fæðingarorlofslaganna og lögbindingar kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga, fyrirtækja og lífeyrissjóða. Meirihluti feðra nýtir rétt sinn til fæðingarorlofs og hlutdeild þeirra í umönnun barna og heimilisstörfum hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Kynjakvótinn hefur haft jákvæð áhrif á kynjahlutföll í stjórnum þeirra fyrirtækja sem lögin ná til á meðan þróunin er mun hægari hvað varðar fjölgun kvenna í stöðum framkvæmdastjóra og forstjóra stærstu fyrirtækjanna þar sem karlar eru enn í miklum meirihluta. Þörfin fyrir afskipti hins opinbera af jafnréttismálum hefur fyrir löngu verið sýnd og jákvæður árangur af slíkum afskiptum margsönnuð. Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar