Af hverju fellur ávöxtun skuldabréfa þegar seðlabanki hækkar vexti? 21. júní 2017 09:00 Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Þeir sem fylgjast með fjármálamörkuðunum hafa hins vegar tekið eftir nokkru áhugaverðu sem hefur átt sér stað eftir stýrivaxtahækkunina í mars – í stað þess að hækka, hefur ávöxtun skuldabréfa dalað í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Reyndar hefur ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa lækkað næstum jafnmikið og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um síðan í mars – um það bil 0,50 prósentustig. Af hverju ætli það sé? Ættum við ekki að gera ráð fyrir að skuldabréfaávöxtun hækki þegar Seðlabankinn hækkar vexti? Reyndar ekki – eða öllu heldur: Áhrif vaxtahækkana Seðlabankans fara eftir því hvort þær hafa áhrif á verðbólguvæntingar eða ekki. Þegar allt kemur til alls endurspeglar ávöxtun skuldabréfa – sérstaklega skuldabréfa til langs tíma – væntingar markaðanna um verðbólgu og hagvöxt. Þannig að ef peningamálastefnan er hert ættum við að búast við að það sjáist á verðbólguvæntingum markaðanna, sem aftur ætti að sjást á skuldabréfaávöxtuninni. Og það er reyndar þetta sem hefur keyrt niður ávöxtun bandarískra skuldabréfa síðan í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið fjármálamarkaðnum á óvart með því að herða peningamarkaðsskilyrðin meira en búist var við og þess vegna höfum við séð verðbólguvæntingar markaðarins lækka frekar mikið síðan í mars. Reyndar getur lækkunin á verðbólguvæntingum markaðarins, sem við getum séð á svokölluðum verðtryggðum skuldabréfum, útskýrt að fullu lækkunina á ávöxtun 10 ára skuldabréfa í Bandaríkjunum síðan í mars. Það er því ekki um neina „skuldabréfaráðgátu“ að ræða eins og sumir vilja vera láta heldur er þetta einmitt það sem við var að búast. En við ættum líka að taka eftir því að verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum eru nú þó nokkuð fyrir neðan opinbert 2 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Bandaríkjanna. Með öðrum orðum virðist Seðlabankinn hafa hækkað stýrivextina of fljótt þar sem það hefur valdið því að verðbólguvæntingar hafa færst frá verðbólgumarkmiðinu í staðinn fyrir að því. Þar að auki sendir svokallaður ávöxtunarferill – mismunurinn á 2 ára og 10 ára skuldabréfaávöxtun – viðvörunarmerki. Þannig hefur ávöxtunarferillinn verið að „fletjast“ síðan í mars, þ.e.a.s. 2 ára ávöxtun hefur aukist samanborið við 10 ára ávöxtun. Tíu ára skuldabréfaávöxtun er enn meiri en 2 ára ávöxtun en ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti einu sinni enn árið 2018 er mjög líklegt að ávöxtunarferillinn snúist við þannig að 10 ára ávöxtunin fari niður fyrir 2 ára ávöxtun og það hefur í gegnum tíðina verið mjög áreiðanleg vísbending um samdrátt í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er því þessi: Það má vera að Janet Yellen seðlabankastjóri vilji hækka stýrivexti enn frekar 2018 en skuldabréfamarkaðurinn er greinilega að segja henni að fresta vaxtahækkunum ef hún vill forðast samdrátt í Bandaríkjunum.Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um 0,25 prósent til viðbótar. Það var önnur vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári. Fyrri vaxtahækkunin var 15. mars. Þeir sem fylgjast með fjármálamörkuðunum hafa hins vegar tekið eftir nokkru áhugaverðu sem hefur átt sér stað eftir stýrivaxtahækkunina í mars – í stað þess að hækka, hefur ávöxtun skuldabréfa dalað í kjölfar vaxtahækkana Seðlabankans. Reyndar hefur ávöxtun 10 ára bandarískra ríkisskuldabréfa lækkað næstum jafnmikið og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti sína um síðan í mars – um það bil 0,50 prósentustig. Af hverju ætli það sé? Ættum við ekki að gera ráð fyrir að skuldabréfaávöxtun hækki þegar Seðlabankinn hækkar vexti? Reyndar ekki – eða öllu heldur: Áhrif vaxtahækkana Seðlabankans fara eftir því hvort þær hafa áhrif á verðbólguvæntingar eða ekki. Þegar allt kemur til alls endurspeglar ávöxtun skuldabréfa – sérstaklega skuldabréfa til langs tíma – væntingar markaðanna um verðbólgu og hagvöxt. Þannig að ef peningamálastefnan er hert ættum við að búast við að það sjáist á verðbólguvæntingum markaðanna, sem aftur ætti að sjást á skuldabréfaávöxtuninni. Og það er reyndar þetta sem hefur keyrt niður ávöxtun bandarískra skuldabréfa síðan í mars. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur komið fjármálamarkaðnum á óvart með því að herða peningamarkaðsskilyrðin meira en búist var við og þess vegna höfum við séð verðbólguvæntingar markaðarins lækka frekar mikið síðan í mars. Reyndar getur lækkunin á verðbólguvæntingum markaðarins, sem við getum séð á svokölluðum verðtryggðum skuldabréfum, útskýrt að fullu lækkunina á ávöxtun 10 ára skuldabréfa í Bandaríkjunum síðan í mars. Það er því ekki um neina „skuldabréfaráðgátu“ að ræða eins og sumir vilja vera láta heldur er þetta einmitt það sem við var að búast. En við ættum líka að taka eftir því að verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum eru nú þó nokkuð fyrir neðan opinbert 2 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabanka Bandaríkjanna. Með öðrum orðum virðist Seðlabankinn hafa hækkað stýrivextina of fljótt þar sem það hefur valdið því að verðbólguvæntingar hafa færst frá verðbólgumarkmiðinu í staðinn fyrir að því. Þar að auki sendir svokallaður ávöxtunarferill – mismunurinn á 2 ára og 10 ára skuldabréfaávöxtun – viðvörunarmerki. Þannig hefur ávöxtunarferillinn verið að „fletjast“ síðan í mars, þ.e.a.s. 2 ára ávöxtun hefur aukist samanborið við 10 ára ávöxtun. Tíu ára skuldabréfaávöxtun er enn meiri en 2 ára ávöxtun en ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti einu sinni enn árið 2018 er mjög líklegt að ávöxtunarferillinn snúist við þannig að 10 ára ávöxtunin fari niður fyrir 2 ára ávöxtun og það hefur í gegnum tíðina verið mjög áreiðanleg vísbending um samdrátt í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er því þessi: Það má vera að Janet Yellen seðlabankastjóri vilji hækka stýrivexti enn frekar 2018 en skuldabréfamarkaðurinn er greinilega að segja henni að fresta vaxtahækkunum ef hún vill forðast samdrátt í Bandaríkjunum.Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun