Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. júní 2017 08:00 Ísgöngin í Langjökli eru stærstu manngerðu ísgöng heims sem opin eru almenningi. Framtakssjóðurinn ITF fjármagnaði verkefnið að mestu og er langstærsti hluthafinn. vísir/stefán Ísgöngin í Langjökli, sem notið hafa mikilla vinsælda á meðal ferðamanna undanfarin tvö ár, eru metin á rúmlega einn milljarð króna í ársreikningi framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund (ITF) fyrir síðasta ár. Bókfært virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í þessi stærstu manngerðu ísgöng í heimi, hækkaði um 150 prósent á milli ára í bókum ITF. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, átti í lok síðasta árs 88,35 prósenta hlut í félaginu. Virði eignarhlutar sjóðsins í félaginu IWE, sem stendur að hvalasýningunni Whales of Iceland á Granda, hækkaði einnig verulega í fyrra, en í lok ársins átti sjóðurinn félagið að öllu leyti. Var félagið metið á um 516 milljónir króna í lok síðasta árs samanborið við 117 milljónir í lok árs 2015. Þá kemur fram í ársreikningnum að bókfært virði eignarhlutar sjóðsins í hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi hafi verið afskrifað. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var hestagarðinum lokað í febrúar vegna mikils tapreksturs. Í lok árs 2015 var 49 prósenta hlutur sjóðsins í garðinum bókfærður á tæpar 183 milljónir króna, en í fyrra stækkaði hluturinn upp í rúm 90 prósent þegar lánum sjóðsins var breytt í hlutafé. Var bókfærða virðið síðan fært í núll í ársreikningnum, eins og áður sagði. Alls nam hagnaður sjóðsins 391 milljón króna í fyrra, á þriðja heila rekstrarári hans, en til samanburðar varð 53 milljóna tap á rekstrinum árið 2015. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur frá því að við fórum af stað fyrir fjórum árum,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við Markaðinn. „Við höfum haft úr nægum verkefnum að moða. Það hafa komið fjölmörg tækifæri á okkar borð og við höfum, eins og eðlilegt er, valið þau verkefni sem okkur hefur litist best á og náð að byggja upp að okkar mati áhugavert og sterkt eignasafn.“ Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og hefur alls tekið þátt í tíu verkefnum. Helgi segist finna fyrir miklum áhuga til fjárfestinga í greininni. Sjóðurinn er með nokkrar fjárfestingar til skoðunar og segir Helgi ekki ólíklegt að það muni fjölga eitthvað í eignasafninu á næstunni, þrátt fyrir að sjóðurinn sé kominn á seinni hluta fjárfestingartímabils síns. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30 Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli, sem notið hafa mikilla vinsælda á meðal ferðamanna undanfarin tvö ár, eru metin á rúmlega einn milljarð króna í ársreikningi framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund (ITF) fyrir síðasta ár. Bókfært virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í þessi stærstu manngerðu ísgöng í heimi, hækkaði um 150 prósent á milli ára í bókum ITF. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, átti í lok síðasta árs 88,35 prósenta hlut í félaginu. Virði eignarhlutar sjóðsins í félaginu IWE, sem stendur að hvalasýningunni Whales of Iceland á Granda, hækkaði einnig verulega í fyrra, en í lok ársins átti sjóðurinn félagið að öllu leyti. Var félagið metið á um 516 milljónir króna í lok síðasta árs samanborið við 117 milljónir í lok árs 2015. Þá kemur fram í ársreikningnum að bókfært virði eignarhlutar sjóðsins í hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi hafi verið afskrifað. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var hestagarðinum lokað í febrúar vegna mikils tapreksturs. Í lok árs 2015 var 49 prósenta hlutur sjóðsins í garðinum bókfærður á tæpar 183 milljónir króna, en í fyrra stækkaði hluturinn upp í rúm 90 prósent þegar lánum sjóðsins var breytt í hlutafé. Var bókfærða virðið síðan fært í núll í ársreikningnum, eins og áður sagði. Alls nam hagnaður sjóðsins 391 milljón króna í fyrra, á þriðja heila rekstrarári hans, en til samanburðar varð 53 milljóna tap á rekstrinum árið 2015. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur frá því að við fórum af stað fyrir fjórum árum,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við Markaðinn. „Við höfum haft úr nægum verkefnum að moða. Það hafa komið fjölmörg tækifæri á okkar borð og við höfum, eins og eðlilegt er, valið þau verkefni sem okkur hefur litist best á og náð að byggja upp að okkar mati áhugavert og sterkt eignasafn.“ Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og hefur alls tekið þátt í tíu verkefnum. Helgi segist finna fyrir miklum áhuga til fjárfestinga í greininni. Sjóðurinn er með nokkrar fjárfestingar til skoðunar og segir Helgi ekki ólíklegt að það muni fjölga eitthvað í eignasafninu á næstunni, þrátt fyrir að sjóðurinn sé kominn á seinni hluta fjárfestingartímabils síns.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30 Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30
Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00