Handbolti

Geir: Kári kannski naut þess svolítið að vera sterkur í hóp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Kristján í landsleik.
Kári Kristján í landsleik. vísir/ernir
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á árinu og fékk lítið að spila gegn Úkraínu í leiknum mikilvæga um nýliðna helgi.

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir það vera eðlilegt að Kári hafi verið gagnrýndur.

„Ég get tekið undir þá gagnrýni. Hann var með mér fyrir ári síðan og átti mjög flotta fyrstu leiki undir minni stjórn. Síðan hefur hann átt undir högg að sækja og stóð ekki undir mínum væntingum á HM,“ segir Geir sem er þó ánægður með Eyjamanninn og segir hann koma með margt að borðinu.

„Ég er mjög ánægður með Kára heilt yfir. Hvernig hann er í hóp og félagslega. Hann skilur mikið eftir sig í hópnum og stundum snýst þetta ekki bara alfarið um það sem gerist á vellinum. Stundum þarf að velja út frá öðru og hann kannski naut þess svolítið. Ég velti þessu fyrir mér og tók ákvörðun á leikdegi um hvort hann ætti að vera með gegn Úkraínu. Ég met hann mikils. Hann gerir allt á fullu en ég skil vel gagnrýnina.“


Tengdar fréttir

Vorum komnir á hættuslóðir

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að kynslóðaskiptin í landsliðinu hafi dregist of lengi. Hann er ánægður með hvernig gengið hefur að búa til nýtt landslið. Hann ætlar sér að koma liðinu aftur í fremstu röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×