Erlent

Brotlenti á hraðbraut í Kaliforníu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mildi þykir að enga vegfarendur hafi sakað.
Mildi þykir að enga vegfarendur hafi sakað. skjáskot
Lítil flugvél brotlenti á hraðbraut í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í morgun með þeim afleiðingum að tvo sakaði; flugmann og farþega. Mildi þykir að enga vegfarendur hafi sakað en nokkur umferð var á veginum þegar vélin hrapaði.

Vélin, sem er tveggja hreyfla Cessna 310, hafði nýlega tekið á loft frá John Wayne flugvellinum í Costa Mesa þegar flugstjórinn varð var við vélarbilun. Hann reyndi að snúa vélinni við en hafði ekki erindi sem erfiði, og sem fyrr segir brotlenti.

Flugvélin rakst utan í pallbíl á veginum en ökumaðurinn slapp með marblett á olnboga.

Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sýna þegar vélin hrapaði á veginn og varð alelda á örfáum sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×