Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júní 2017 18:45 Sjúkraþyrslur kynntar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu á Íslandi gæti verið raunhæfur strax á næsta ári gangi áætlanir fagráðs sjúkraflutninga eftir. Þyrlan yrði staðsett á Suðurlandi og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um þrjú hundruð milljónir króna. Haustið 1997 var þyrlupallur tekinn í notkun við sjúkrahúsið á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar notaði þennan þyrlupall til sjúkraflutninga en undanfarin ár hefur hann ekkert verið notaður. Nú er hins vegar spurning um hvort dusta þurfi af honum rykið. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu kynningarfund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fyrir viðbragðsaðila og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um þær hugmyndir Fagráðs sjúkraflutninga að sjúkraþyrlur verði teknar í notkun hér á landi. „Við teljum að það sé raunhæft að fara af stað með þetta tilraunaverkefni á næsta ári,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áætlaður rekstrarkostnaður við hverja þyrlu er um 650 milljónir króna á ári en unnið er að því að taka eina þyrlu á leigu á næsta ári og kanna hvort það sé grundvöllur fyrir rekstri slíkra björgunartækja. Horft er til tímabilsins maí til september og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um 300 milljónir króna. Þyrlurnar sem um ræðir eru minni en björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar en hentugri til sjúkraflutninga. „Munurinn á þessum þyrlum er í sjálf sér ekki mikill nema hvað að lyftigeta og björgunargeta stóru þyrlunnar er mikil en hins vegar eru þessar litlu þyrlur bara mjög hentugar í bílslys og inn á hálendið og í ýmis verkefni þó þær séu kannski ekki alveg eins veðurþolnar og þessar stóru,“ segir Styrmir. Verði verkefnið á næsta ári að veruleika og verði niðurstaða þess jákvæð er mælst til þess í skýrslunni að sjúkraþyrlur verði í meira mæli notaðar til sjúkraflutninga samhliða sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Styrmir segir nægan mannskap til, til þess að sinna þessari þjónustu. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir verkefnið tilraunarinnar virði. „Við höfum til þessa haft gríðarlegar áhyggjur af sjúkraflutningum á Suðurlandi almennt þannig að þetta er svolítið athyglisverður vinkill inn í þá umræðu. Við fyrstu sín þá finnst mér þetta algjörlega tilraunarinnar virði," segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auðunn Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni fagnaði umræðunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni en taldi skynsamlegra að efla þyrlusveit gæslunnar. „Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina og komum með sérhæfða þekkingu og inngrip fyrir fólk sem er að slasast eða veikjast utan alfaraleiðar,“ segir Styrmir.Væri ekki gott að vinna þetta með Landhelgisgæslunni?„Algjörlega til í samstarf hvar og hvenær sem er,“ segir Styrmir. Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu á Íslandi gæti verið raunhæfur strax á næsta ári gangi áætlanir fagráðs sjúkraflutninga eftir. Þyrlan yrði staðsett á Suðurlandi og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um þrjú hundruð milljónir króna. Haustið 1997 var þyrlupallur tekinn í notkun við sjúkrahúsið á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar notaði þennan þyrlupall til sjúkraflutninga en undanfarin ár hefur hann ekkert verið notaður. Nú er hins vegar spurning um hvort dusta þurfi af honum rykið. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu kynningarfund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fyrir viðbragðsaðila og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um þær hugmyndir Fagráðs sjúkraflutninga að sjúkraþyrlur verði teknar í notkun hér á landi. „Við teljum að það sé raunhæft að fara af stað með þetta tilraunaverkefni á næsta ári,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áætlaður rekstrarkostnaður við hverja þyrlu er um 650 milljónir króna á ári en unnið er að því að taka eina þyrlu á leigu á næsta ári og kanna hvort það sé grundvöllur fyrir rekstri slíkra björgunartækja. Horft er til tímabilsins maí til september og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um 300 milljónir króna. Þyrlurnar sem um ræðir eru minni en björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar en hentugri til sjúkraflutninga. „Munurinn á þessum þyrlum er í sjálf sér ekki mikill nema hvað að lyftigeta og björgunargeta stóru þyrlunnar er mikil en hins vegar eru þessar litlu þyrlur bara mjög hentugar í bílslys og inn á hálendið og í ýmis verkefni þó þær séu kannski ekki alveg eins veðurþolnar og þessar stóru,“ segir Styrmir. Verði verkefnið á næsta ári að veruleika og verði niðurstaða þess jákvæð er mælst til þess í skýrslunni að sjúkraþyrlur verði í meira mæli notaðar til sjúkraflutninga samhliða sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Styrmir segir nægan mannskap til, til þess að sinna þessari þjónustu. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir verkefnið tilraunarinnar virði. „Við höfum til þessa haft gríðarlegar áhyggjur af sjúkraflutningum á Suðurlandi almennt þannig að þetta er svolítið athyglisverður vinkill inn í þá umræðu. Við fyrstu sín þá finnst mér þetta algjörlega tilraunarinnar virði," segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auðunn Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni fagnaði umræðunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni en taldi skynsamlegra að efla þyrlusveit gæslunnar. „Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina og komum með sérhæfða þekkingu og inngrip fyrir fólk sem er að slasast eða veikjast utan alfaraleiðar,“ segir Styrmir.Væri ekki gott að vinna þetta með Landhelgisgæslunni?„Algjörlega til í samstarf hvar og hvenær sem er,“ segir Styrmir.
Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45