Upplýsti ekki um saurmengun því hún var talin skaðlaus Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júlí 2017 19:15 Frá sýnatöku Heilbrigðiseftirlitsins í sjónum við Faxaskjól í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Viðgerðir á dælustöðinni í Faxaskjóli hófust um miðjan júní. Viðgerðum er ekki ennþá að fullu lokið en viðgerðin er tímafrek. Áður en greint var frá saurmengun við dælustöðina í Faxaskjóli í fréttum RÚV hinn 5. júlí síðastliðinn hafði skólp flætt út í sjó við Faxaskjól í tíu sólarhringa samfleytt vegna bilunnar í stöðinni. Hvorki Veitur ohf., Reykjavíkurborg né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu um saurmengunina við Faxaskjól að eigin frumkvæði enda var fyrst greint frá henni í fjölmiðlum. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um skaðlega mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Skyldan kemur fram í 2. mgr. 10. gr. laganna en þar segir: „er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Í greinargerð með frumvarpi um lagabreytinguna segir að í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði í janúar 2011 hafi umhverfisnefnd Alþingis ákveðið að skoða nánar löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan hafi verið sú að kveða þyrfti skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði.S. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.vísir/hariFram kemur í lögunum að stjórnvöld í skilningi laganna séu ríki og sveitarfélög, lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu og lögaðilar sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið. Ljóst er að framansögðu að upplýsingaskyldan hvílir á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. „Heilbrigðiseftirlitið er sá aðili sem metur hvort hætta steðji að almenningi í tilvikum sem þessum,“ segir S. Björn Blöndal í skriflegu svari við fyrirspurn um málið en hann er þar að vísa til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. S. Björn gaf ekki sjálfur kost á viðtali í dag. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðiseftirlitið hafi metið það svo að ekki bæri að tilkynna um saurmengunina að eigin frumkvæði þar sem eftirlitið hafi talið að almenningi stafaði ekki hætta af þessari skólplosun við Faxaskjól. Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljós að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina. Í fjörunni austan megin við stöðina var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum. Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5 km fjarlægð frá Nauthólsvík sem er vinsæll baðstaður. Heilbrigðiseftirlitið áréttaði í tilkynningu í dag að engin saurmengun væri í sjónum við Nauthólsvík vegna bilunarinnar í dælustöðinni í Faxaskjóli. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Viðgerðir á dælustöðinni í Faxaskjóli hófust um miðjan júní. Viðgerðum er ekki ennþá að fullu lokið en viðgerðin er tímafrek. Áður en greint var frá saurmengun við dælustöðina í Faxaskjóli í fréttum RÚV hinn 5. júlí síðastliðinn hafði skólp flætt út í sjó við Faxaskjól í tíu sólarhringa samfleytt vegna bilunnar í stöðinni. Hvorki Veitur ohf., Reykjavíkurborg né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýstu um saurmengunina við Faxaskjól að eigin frumkvæði enda var fyrst greint frá henni í fjölmiðlum. Ákvæði um skyldu stjórnvalda til að veita upplýsingar um skaðlega mengun að eigin frumkvæði kom inn í lög um upplýsingarétt um umhverfismál árið 2012. Skyldan kemur fram í 2. mgr. 10. gr. laganna en þar segir: „er stjórnvöldum ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Í greinargerð með frumvarpi um lagabreytinguna segir að í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa í Skutulsfirði í janúar 2011 hafi umhverfisnefnd Alþingis ákveðið að skoða nánar löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan hafi verið sú að kveða þyrfti skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda heilsu sína og lífsgæði.S. Björn Blöndal formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.vísir/hariFram kemur í lögunum að stjórnvöld í skilningi laganna séu ríki og sveitarfélög, lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu og lögaðilar sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið. Ljóst er að framansögðu að upplýsingaskyldan hvílir á borginni sjálfri, stofnunum borgarinnar og fyrirtækjum í hennar eigu. „Heilbrigðiseftirlitið er sá aðili sem metur hvort hætta steðji að almenningi í tilvikum sem þessum,“ segir S. Björn Blöndal í skriflegu svari við fyrirspurn um málið en hann er þar að vísa til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. S. Björn gaf ekki sjálfur kost á viðtali í dag. Kristín Lóa Ólafsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu sagði í samtali við fréttastofu að heilbrigðiseftirlitið hafi metið það svo að ekki bæri að tilkynna um saurmengunina að eigin frumkvæði þar sem eftirlitið hafi talið að almenningi stafaði ekki hætta af þessari skólplosun við Faxaskjól. Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljós að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina. Í fjörunni austan megin við stöðina var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum. Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli er í um 3,5 km fjarlægð frá Nauthólsvík sem er vinsæll baðstaður. Heilbrigðiseftirlitið áréttaði í tilkynningu í dag að engin saurmengun væri í sjónum við Nauthólsvík vegna bilunarinnar í dælustöðinni í Faxaskjóli.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira