Game of Thrones-stjarna tekur í sama streng og Björk Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 10:18 Lena Headey í hlutverki hinnar margslungnu Cersei Lannister. HBO Lena Headey, leikkonan sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cersei Lannister í þáttunum Game of Thrones, segir að hún hafi ekki fengið fjöldamörg hlutverk vegna þess að hún neitaði að daðra í áheyrnarprufunum. Leikkonan lýsti reynslu sinni af kynjamisrétti í Hollywood í spjalli hennar og Maisey Williams, sem leikur Aryu Stark í GoT, við tímaritið The Edit. Þar segir hún meðal annars: „Þegar ég var á þrítugsaldri og fór í margar áheyrnarprufur í Bandaríkjunum sagði einn ráðningarstjórinn við mig: „Karlarnir fara með upptökurnar heim til sín, horfa á þær og spyrja sig, „hverri þeirra myndirðu sofa hjá?“ segir Headey og bætir við: „Ég hef aldrei leikið þann leik að mæta í áheyrnarprufur og daðra. Ég hef aldrei gert það.“ Hún kveðst vera hamingjusamari í dag og segir kröfurnar til hennar vera allt aðrar nú þegar hún er kominn á fimmtugsaldur. „Það eru ekki gerðar útlitskröfur til kvennanna sem ég leik í dag. Sú pressa er farin af mér. Karlkynsleikarar geta leyft sér að vera „áhugaverðir“ en það er gerð rík krafa til kvenna um að vera fallegar og grannar.“Tekur í sama streng og BjörkHún telur að konur standi frammi fyrir miklum hindrunum þegar kemur að því að öðlast virðinguna sem þær eiga skilið í skemmtanabransanum. „Ég ræddi þetta við aðra leikkonu um daginn. Hún sagði: „Upplifirðu það líka að þurfa að segja sjö sinnum það sem karlmenn þurfa bara að segja einu sinni?“ Þessi reynsla helst í hendur við fræg ummæli Bjarkar Guðmundsdóttir, sem hún lét meðal annars falla í viðtali við Pitchfork. „Allt það sem karl segir einu sinni þurfa konur að segja fimm sinnum.“ Game of Thrones Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Lena Headey, leikkonan sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cersei Lannister í þáttunum Game of Thrones, segir að hún hafi ekki fengið fjöldamörg hlutverk vegna þess að hún neitaði að daðra í áheyrnarprufunum. Leikkonan lýsti reynslu sinni af kynjamisrétti í Hollywood í spjalli hennar og Maisey Williams, sem leikur Aryu Stark í GoT, við tímaritið The Edit. Þar segir hún meðal annars: „Þegar ég var á þrítugsaldri og fór í margar áheyrnarprufur í Bandaríkjunum sagði einn ráðningarstjórinn við mig: „Karlarnir fara með upptökurnar heim til sín, horfa á þær og spyrja sig, „hverri þeirra myndirðu sofa hjá?“ segir Headey og bætir við: „Ég hef aldrei leikið þann leik að mæta í áheyrnarprufur og daðra. Ég hef aldrei gert það.“ Hún kveðst vera hamingjusamari í dag og segir kröfurnar til hennar vera allt aðrar nú þegar hún er kominn á fimmtugsaldur. „Það eru ekki gerðar útlitskröfur til kvennanna sem ég leik í dag. Sú pressa er farin af mér. Karlkynsleikarar geta leyft sér að vera „áhugaverðir“ en það er gerð rík krafa til kvenna um að vera fallegar og grannar.“Tekur í sama streng og BjörkHún telur að konur standi frammi fyrir miklum hindrunum þegar kemur að því að öðlast virðinguna sem þær eiga skilið í skemmtanabransanum. „Ég ræddi þetta við aðra leikkonu um daginn. Hún sagði: „Upplifirðu það líka að þurfa að segja sjö sinnum það sem karlmenn þurfa bara að segja einu sinni?“ Þessi reynsla helst í hendur við fræg ummæli Bjarkar Guðmundsdóttir, sem hún lét meðal annars falla í viðtali við Pitchfork. „Allt það sem karl segir einu sinni þurfa konur að segja fimm sinnum.“
Game of Thrones Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira