Róttækni er þörf Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. júlí 2017 07:00 Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. Enn einn ganginn hefur velferðarráðherra sýnt það að umgengni hans við tölur er uppfyndingasöm, svo ekki sé meira sagt. Á sínum stutta ferli sem ráðherra hefur hann farið með fleipur um útgjöld til Landspítalans og bætt kjör lífeyrisþega. Og nú veifar Þorsteinn Víglundsson meðaltalinu til að sýna fram á að aðgerðirnar séu nú ekki einungis fyrir þau sem best hafa það, heldur líka þau sem næstbest hafa það. Sannast sagna nenni ég ekki að tala um meðaltal eða miðgildi launa, ég nenni ekki að taka þátt í teygjum velferðarráðherra. Það er einfaldlega fullkomlega ljóst að í þessu, eins og öðru, hugsar ríkisstjórnin ekki um þau sem verst hafa það. Hvar eru áætlanir hennar um hækkun lægstu launa? Um hækkun bóta svo þær verði sómasamlegar? Um umfangsmiklar endurbætur á samfélaginu til að útrýma fátækt? Til að bæta kjör þeirra verst settu? Til að við höfum öll nóg að bíta og brenna, öruggt húsnæði, getum séð fyrir okkur og börnum okkar og leyft okkur eitthvað aukreitis? Hvar er baráttan gegn ofurlaunum og brjálæðislegum bónusum? Hvar er áherslan á opinbert heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum? Á samneysluna? Hvar eru breytingarnar á skattkerfinu til jöfnuðar? Ég dáist að því fólki sem getur lifað á lægstu launum, hvað þá þeim sem geta lifað á bótum. Því, ágæti lesandi, þetta er tiltölulega einfalt mál: Það þarf að bæta kjör þeirra verst settu, hækka lágmarkslaun, hækka bætur. Og það þarf að gera það að forgangsmáli. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Við þurfum sósíalíska hugsun um samfélag, ekki hóp einstaklinga. Við þurfum samtakamátt, samhygð, samkennd. Það er komið nóg af ég-pólitíkinni, þó hún sé falin í frösum um kerfisbreytingar og baráttu gegn fúski. Við þurfum róttækni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. Enn einn ganginn hefur velferðarráðherra sýnt það að umgengni hans við tölur er uppfyndingasöm, svo ekki sé meira sagt. Á sínum stutta ferli sem ráðherra hefur hann farið með fleipur um útgjöld til Landspítalans og bætt kjör lífeyrisþega. Og nú veifar Þorsteinn Víglundsson meðaltalinu til að sýna fram á að aðgerðirnar séu nú ekki einungis fyrir þau sem best hafa það, heldur líka þau sem næstbest hafa það. Sannast sagna nenni ég ekki að tala um meðaltal eða miðgildi launa, ég nenni ekki að taka þátt í teygjum velferðarráðherra. Það er einfaldlega fullkomlega ljóst að í þessu, eins og öðru, hugsar ríkisstjórnin ekki um þau sem verst hafa það. Hvar eru áætlanir hennar um hækkun lægstu launa? Um hækkun bóta svo þær verði sómasamlegar? Um umfangsmiklar endurbætur á samfélaginu til að útrýma fátækt? Til að bæta kjör þeirra verst settu? Til að við höfum öll nóg að bíta og brenna, öruggt húsnæði, getum séð fyrir okkur og börnum okkar og leyft okkur eitthvað aukreitis? Hvar er baráttan gegn ofurlaunum og brjálæðislegum bónusum? Hvar er áherslan á opinbert heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum? Á samneysluna? Hvar eru breytingarnar á skattkerfinu til jöfnuðar? Ég dáist að því fólki sem getur lifað á lægstu launum, hvað þá þeim sem geta lifað á bótum. Því, ágæti lesandi, þetta er tiltölulega einfalt mál: Það þarf að bæta kjör þeirra verst settu, hækka lágmarkslaun, hækka bætur. Og það þarf að gera það að forgangsmáli. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Við þurfum sósíalíska hugsun um samfélag, ekki hóp einstaklinga. Við þurfum samtakamátt, samhygð, samkennd. Það er komið nóg af ég-pólitíkinni, þó hún sé falin í frösum um kerfisbreytingar og baráttu gegn fúski. Við þurfum róttækni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar