Róttækni er þörf Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. júlí 2017 07:00 Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. Enn einn ganginn hefur velferðarráðherra sýnt það að umgengni hans við tölur er uppfyndingasöm, svo ekki sé meira sagt. Á sínum stutta ferli sem ráðherra hefur hann farið með fleipur um útgjöld til Landspítalans og bætt kjör lífeyrisþega. Og nú veifar Þorsteinn Víglundsson meðaltalinu til að sýna fram á að aðgerðirnar séu nú ekki einungis fyrir þau sem best hafa það, heldur líka þau sem næstbest hafa það. Sannast sagna nenni ég ekki að tala um meðaltal eða miðgildi launa, ég nenni ekki að taka þátt í teygjum velferðarráðherra. Það er einfaldlega fullkomlega ljóst að í þessu, eins og öðru, hugsar ríkisstjórnin ekki um þau sem verst hafa það. Hvar eru áætlanir hennar um hækkun lægstu launa? Um hækkun bóta svo þær verði sómasamlegar? Um umfangsmiklar endurbætur á samfélaginu til að útrýma fátækt? Til að bæta kjör þeirra verst settu? Til að við höfum öll nóg að bíta og brenna, öruggt húsnæði, getum séð fyrir okkur og börnum okkar og leyft okkur eitthvað aukreitis? Hvar er baráttan gegn ofurlaunum og brjálæðislegum bónusum? Hvar er áherslan á opinbert heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum? Á samneysluna? Hvar eru breytingarnar á skattkerfinu til jöfnuðar? Ég dáist að því fólki sem getur lifað á lægstu launum, hvað þá þeim sem geta lifað á bótum. Því, ágæti lesandi, þetta er tiltölulega einfalt mál: Það þarf að bæta kjör þeirra verst settu, hækka lágmarkslaun, hækka bætur. Og það þarf að gera það að forgangsmáli. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Við þurfum sósíalíska hugsun um samfélag, ekki hóp einstaklinga. Við þurfum samtakamátt, samhygð, samkennd. Það er komið nóg af ég-pólitíkinni, þó hún sé falin í frösum um kerfisbreytingar og baráttu gegn fúski. Við þurfum róttækni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. Enn einn ganginn hefur velferðarráðherra sýnt það að umgengni hans við tölur er uppfyndingasöm, svo ekki sé meira sagt. Á sínum stutta ferli sem ráðherra hefur hann farið með fleipur um útgjöld til Landspítalans og bætt kjör lífeyrisþega. Og nú veifar Þorsteinn Víglundsson meðaltalinu til að sýna fram á að aðgerðirnar séu nú ekki einungis fyrir þau sem best hafa það, heldur líka þau sem næstbest hafa það. Sannast sagna nenni ég ekki að tala um meðaltal eða miðgildi launa, ég nenni ekki að taka þátt í teygjum velferðarráðherra. Það er einfaldlega fullkomlega ljóst að í þessu, eins og öðru, hugsar ríkisstjórnin ekki um þau sem verst hafa það. Hvar eru áætlanir hennar um hækkun lægstu launa? Um hækkun bóta svo þær verði sómasamlegar? Um umfangsmiklar endurbætur á samfélaginu til að útrýma fátækt? Til að bæta kjör þeirra verst settu? Til að við höfum öll nóg að bíta og brenna, öruggt húsnæði, getum séð fyrir okkur og börnum okkar og leyft okkur eitthvað aukreitis? Hvar er baráttan gegn ofurlaunum og brjálæðislegum bónusum? Hvar er áherslan á opinbert heilbrigðiskerfi sem gagnast öllum? Á samneysluna? Hvar eru breytingarnar á skattkerfinu til jöfnuðar? Ég dáist að því fólki sem getur lifað á lægstu launum, hvað þá þeim sem geta lifað á bótum. Því, ágæti lesandi, þetta er tiltölulega einfalt mál: Það þarf að bæta kjör þeirra verst settu, hækka lágmarkslaun, hækka bætur. Og það þarf að gera það að forgangsmáli. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Við þurfum sósíalíska hugsun um samfélag, ekki hóp einstaklinga. Við þurfum samtakamátt, samhygð, samkennd. Það er komið nóg af ég-pólitíkinni, þó hún sé falin í frösum um kerfisbreytingar og baráttu gegn fúski. Við þurfum róttækni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar