Innlent

Ákærð fyrir tilraun til manndráps

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Konunni er gefið að sök að hafa stungið karlmann með hnífi í brjóstið.
Konunni er gefið að sök að hafa stungið karlmann með hnífi í brjóstið. Vísir/Eyþór
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 22 ára konu sem grunuð er um tilraun til manndráps árið 2015. Konunni er gefið að sök að hafa stungið 23 ára karlmann á heimili hans í Reykjavík hinn 29. nóvember 2015.

Í ákærunni segir að hnífurinn hafi verið 12,5 sentímetra langur. Maðurinn hafi hlotið talsverða áverka, eða eins sentímetra stungusár á brjóstkassa, loftbrjóst hægra megin, áverka á hægra lunga sem náði fimm sentímetra inn í lungað og blæðingu í brjósthol.

Er þess krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×