Leitar til lögreglu vegna dýraeftirlitsmanns Árborgar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. júlí 2017 20:41 Köttur Helgu er enn auglýstur sem óskiladýr á vef Árborgar Skjáskot Íbúi á Selfossi hefur leitað aðstoðar lögreglu eftir að dýraeftirlitsmaður Sveitarfélagsins Árborgar handsamaði merktan heimiliskött hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í vandræðum með dýraeftirlit sveitarfélagsins. Áður hafi eldri köttur hennar verið fangaður og þá hafi hún og eiginmaður hennar fengið hann lausan gegn 16 þúsund króna gjaldi. Kötturinn sem týndist í liðinni viku er læða sem er með fjóra kettlinga á spena. „Það gerðist á föstudagsmorguninn að við sáum ekki köttinn. Það var svo sem ekkert óvanalegt því hann rápar inn og út og liggur svo með kettlingunum. Á föstudaginn hvarf hann alveg og á föstudagskvöldið dettur okkur í hug að athuga á veiðisíðu Árborgar,“ segir Helga Guðrún Eiríksdóttir í samtali við Vísi. „Þar er mynd af kettinum, með ólina og allt.“ Helga segir að hún og eiginmaður hennar hafi ekki náð í dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins fyrr en á laugardagsmorgun. Þá hafi kettlingarnir verið mjög hungraðir. „Ég var svo reið að ég gólaði á hann að skila kettinum, þetta væri heimilisköttur með kettlinga. Hann hlyti að sjá það ef hann hefði einhverja sjón að kötturinn væri að springa úr mjólk og væri þar af leiðandi með kettlinga á spena,“ segir Helga.Kettlingar læðunnar voru orðnir ansi hungarðir þegar móðir þeirra kom heim að lokum.Einar ErlingssonDýraeftirlitsmaðurinn hafi ekki fallist á það en þau hafi að endingu mælt sér mót og Helga fengið köttinn aftur í hendurnar. „Hann hefur sennilega verið smeykur við mig því hann sagði að í þetta skiptið skyldi hann láta okkur fá köttinn frítt, eins og hann væri að gera okkur einhvern greiða.“ Hún segist hafa farið í dag á bæjarskrifstofur Árborgar og sótt skráningarskírteini katta sinna. „Þetta er heimilisköttur með hálsól og skráður hér á Selfossi. Inni í ólinni er bæði skráð símanúmer og númerið á kettinum. Bara ef hann hefði gefið sér tíma í að taka af henni ólina og gá inn í hana þá hefði hann getað séð allar upplýsingar. En auðvitað gat hann sagt sér það sjálfur að köttur með hálsól er enginn flækingsköttur. Þetta væri heimilisköttur sem hefði brugðið sér út af heimilinu og væri að flækjast um hverfið, eins og þeir gera.“ Lausaganga katta er ekki bönnuð í sveitarfélaginu Árborg en í 8. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu segir að bæjarstjórn sé heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Þá segir að einnig:Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá. Þar kemur þó ekki fram hver kostnaðurinn við handsömun katta sé. „Ég ætla að fá á úr þessu skorið hvort þetta má eða ekki. Ef þetta má þá er eitthvað að á Selfossi,“ segir Helga. Dýr Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Íbúi á Selfossi hefur leitað aðstoðar lögreglu eftir að dýraeftirlitsmaður Sveitarfélagsins Árborgar handsamaði merktan heimiliskött hennar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í vandræðum með dýraeftirlit sveitarfélagsins. Áður hafi eldri köttur hennar verið fangaður og þá hafi hún og eiginmaður hennar fengið hann lausan gegn 16 þúsund króna gjaldi. Kötturinn sem týndist í liðinni viku er læða sem er með fjóra kettlinga á spena. „Það gerðist á föstudagsmorguninn að við sáum ekki köttinn. Það var svo sem ekkert óvanalegt því hann rápar inn og út og liggur svo með kettlingunum. Á föstudaginn hvarf hann alveg og á föstudagskvöldið dettur okkur í hug að athuga á veiðisíðu Árborgar,“ segir Helga Guðrún Eiríksdóttir í samtali við Vísi. „Þar er mynd af kettinum, með ólina og allt.“ Helga segir að hún og eiginmaður hennar hafi ekki náð í dýraeftirlitsmann sveitarfélagsins fyrr en á laugardagsmorgun. Þá hafi kettlingarnir verið mjög hungraðir. „Ég var svo reið að ég gólaði á hann að skila kettinum, þetta væri heimilisköttur með kettlinga. Hann hlyti að sjá það ef hann hefði einhverja sjón að kötturinn væri að springa úr mjólk og væri þar af leiðandi með kettlinga á spena,“ segir Helga.Kettlingar læðunnar voru orðnir ansi hungarðir þegar móðir þeirra kom heim að lokum.Einar ErlingssonDýraeftirlitsmaðurinn hafi ekki fallist á það en þau hafi að endingu mælt sér mót og Helga fengið köttinn aftur í hendurnar. „Hann hefur sennilega verið smeykur við mig því hann sagði að í þetta skiptið skyldi hann láta okkur fá köttinn frítt, eins og hann væri að gera okkur einhvern greiða.“ Hún segist hafa farið í dag á bæjarskrifstofur Árborgar og sótt skráningarskírteini katta sinna. „Þetta er heimilisköttur með hálsól og skráður hér á Selfossi. Inni í ólinni er bæði skráð símanúmer og númerið á kettinum. Bara ef hann hefði gefið sér tíma í að taka af henni ólina og gá inn í hana þá hefði hann getað séð allar upplýsingar. En auðvitað gat hann sagt sér það sjálfur að köttur með hálsól er enginn flækingsköttur. Þetta væri heimilisköttur sem hefði brugðið sér út af heimilinu og væri að flækjast um hverfið, eins og þeir gera.“ Lausaganga katta er ekki bönnuð í sveitarfélaginu Árborg en í 8. grein samþykktar um kattahald í sveitarfélaginu segir að bæjarstjórn sé heimilt að láta fanga ómerkta ketti. Þá segir að einnig:Ef merktir kettir sem lenda á flækingi eru handsamaðir af dýraeftirlitsmanni skal hann strax hafa samband við skráðan eiganda sem fær köttinn afhentan gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Hafi kattarins ekki verið vitjað innan 7 sólarhringa af réttum eiganda og hann greitt áfallinn kostnað vegna handsömunar og vörslu dýrsins, skal dýrinu lógað. Við endurtekna handsömun sama kattar skal að auki greiða sekt samkvæmt gjaldskrá. Þar kemur þó ekki fram hver kostnaðurinn við handsömun katta sé. „Ég ætla að fá á úr þessu skorið hvort þetta má eða ekki. Ef þetta má þá er eitthvað að á Selfossi,“ segir Helga.
Dýr Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent