Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2017 19:04 Kris Kobach er innanríkisráðherra Kansas-ríkis og varaformaður kosninganefndar sem Trump kom á fót með tilskipun. Vísir/EPA Yfirvöld í fjörutíu og fjórum ríkjum Bandaríkjanna hafa hafnað beiðni kosningarannsakanda Donalds Trump um upplýsingar um kjósendur. Rannsakandinn vildi meðal annars upplýsingar um kennitölur fólks, flokkstengsl og heimilisföng. Trump skipaði nefnd til að rannsaka kosningar í Bandaríkjunum í maí eftir að hafa um margra mánaða skyn fullyrt án sannana að milljónir manna hefðu kosið ólöglega í forsetakosningunum í nóvember. Þess vegna hefði hann ekki hlotið flest greidd atkvæði yfir allt landið. Kris Kobach, varaformaður forsetaráðsins um heilindi kosninga, sendi yfirvöldum í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna bréf í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir opinberum upplýsingum um kjósendur. Bað hann um full nöfn skráðra kjósenda, heimilsföng þeirra, fæðingardag, flokkstengsl, síðustu fjóra stafina í kennitölum þeirra, upplýsingar um hvaða kosningar þeir hefðu greitt atkvæði um frá 2006, sakaskrá, hvort þeir væru skráðir kjósendur í öðrum ríkjum, gögn um herþjónustu og hvort þeir hefðu búið erlendis.Sjá einnig: Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Upplýsingabeiðnin hefur verið umdeild og hafa mörg ríkin dregið lögmæti hennar í efa. CNN-fréttastöðin segir að fyrirspurnir hennar hafi leitt í ljós að 44 ríki hafi hafnað beiðninni. Mörg þeirra telja að það standist ekki lög að afhenda upplýsinga um kennitölur eða flokkstengsl. Gagnrýnendur hafa einnig bent á að rannsakendurnir hafi ekki hugað nægilega að tölvuöryggi. Vefgáttin sem ríkjunum var sagt að senda upplýsingarnar í geti verið auðvelt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Trump er ekki sáttur við ríki sem vilja ekki verða við beiðni nefndar hans sem hann kallaði „kosningasvindslnefnd“ í tísti á laugardag. Gaf hann í skyn að ríkin sem vildu ekki afhenda persónuupplýsingar um íbúa sína hefðu eitthvað að fela. Donald Trump Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Yfirvöld í fjörutíu og fjórum ríkjum Bandaríkjanna hafa hafnað beiðni kosningarannsakanda Donalds Trump um upplýsingar um kjósendur. Rannsakandinn vildi meðal annars upplýsingar um kennitölur fólks, flokkstengsl og heimilisföng. Trump skipaði nefnd til að rannsaka kosningar í Bandaríkjunum í maí eftir að hafa um margra mánaða skyn fullyrt án sannana að milljónir manna hefðu kosið ólöglega í forsetakosningunum í nóvember. Þess vegna hefði hann ekki hlotið flest greidd atkvæði yfir allt landið. Kris Kobach, varaformaður forsetaráðsins um heilindi kosninga, sendi yfirvöldum í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna bréf í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir opinberum upplýsingum um kjósendur. Bað hann um full nöfn skráðra kjósenda, heimilsföng þeirra, fæðingardag, flokkstengsl, síðustu fjóra stafina í kennitölum þeirra, upplýsingar um hvaða kosningar þeir hefðu greitt atkvæði um frá 2006, sakaskrá, hvort þeir væru skráðir kjósendur í öðrum ríkjum, gögn um herþjónustu og hvort þeir hefðu búið erlendis.Sjá einnig: Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Upplýsingabeiðnin hefur verið umdeild og hafa mörg ríkin dregið lögmæti hennar í efa. CNN-fréttastöðin segir að fyrirspurnir hennar hafi leitt í ljós að 44 ríki hafi hafnað beiðninni. Mörg þeirra telja að það standist ekki lög að afhenda upplýsinga um kennitölur eða flokkstengsl. Gagnrýnendur hafa einnig bent á að rannsakendurnir hafi ekki hugað nægilega að tölvuöryggi. Vefgáttin sem ríkjunum var sagt að senda upplýsingarnar í geti verið auðvelt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Trump er ekki sáttur við ríki sem vilja ekki verða við beiðni nefndar hans sem hann kallaði „kosningasvindslnefnd“ í tísti á laugardag. Gaf hann í skyn að ríkin sem vildu ekki afhenda persónuupplýsingar um íbúa sína hefðu eitthvað að fela.
Donald Trump Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira