Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2017 19:04 Kris Kobach er innanríkisráðherra Kansas-ríkis og varaformaður kosninganefndar sem Trump kom á fót með tilskipun. Vísir/EPA Yfirvöld í fjörutíu og fjórum ríkjum Bandaríkjanna hafa hafnað beiðni kosningarannsakanda Donalds Trump um upplýsingar um kjósendur. Rannsakandinn vildi meðal annars upplýsingar um kennitölur fólks, flokkstengsl og heimilisföng. Trump skipaði nefnd til að rannsaka kosningar í Bandaríkjunum í maí eftir að hafa um margra mánaða skyn fullyrt án sannana að milljónir manna hefðu kosið ólöglega í forsetakosningunum í nóvember. Þess vegna hefði hann ekki hlotið flest greidd atkvæði yfir allt landið. Kris Kobach, varaformaður forsetaráðsins um heilindi kosninga, sendi yfirvöldum í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna bréf í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir opinberum upplýsingum um kjósendur. Bað hann um full nöfn skráðra kjósenda, heimilsföng þeirra, fæðingardag, flokkstengsl, síðustu fjóra stafina í kennitölum þeirra, upplýsingar um hvaða kosningar þeir hefðu greitt atkvæði um frá 2006, sakaskrá, hvort þeir væru skráðir kjósendur í öðrum ríkjum, gögn um herþjónustu og hvort þeir hefðu búið erlendis.Sjá einnig: Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Upplýsingabeiðnin hefur verið umdeild og hafa mörg ríkin dregið lögmæti hennar í efa. CNN-fréttastöðin segir að fyrirspurnir hennar hafi leitt í ljós að 44 ríki hafi hafnað beiðninni. Mörg þeirra telja að það standist ekki lög að afhenda upplýsinga um kennitölur eða flokkstengsl. Gagnrýnendur hafa einnig bent á að rannsakendurnir hafi ekki hugað nægilega að tölvuöryggi. Vefgáttin sem ríkjunum var sagt að senda upplýsingarnar í geti verið auðvelt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Trump er ekki sáttur við ríki sem vilja ekki verða við beiðni nefndar hans sem hann kallaði „kosningasvindslnefnd“ í tísti á laugardag. Gaf hann í skyn að ríkin sem vildu ekki afhenda persónuupplýsingar um íbúa sína hefðu eitthvað að fela. Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Yfirvöld í fjörutíu og fjórum ríkjum Bandaríkjanna hafa hafnað beiðni kosningarannsakanda Donalds Trump um upplýsingar um kjósendur. Rannsakandinn vildi meðal annars upplýsingar um kennitölur fólks, flokkstengsl og heimilisföng. Trump skipaði nefnd til að rannsaka kosningar í Bandaríkjunum í maí eftir að hafa um margra mánaða skyn fullyrt án sannana að milljónir manna hefðu kosið ólöglega í forsetakosningunum í nóvember. Þess vegna hefði hann ekki hlotið flest greidd atkvæði yfir allt landið. Kris Kobach, varaformaður forsetaráðsins um heilindi kosninga, sendi yfirvöldum í öllum fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna bréf í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir opinberum upplýsingum um kjósendur. Bað hann um full nöfn skráðra kjósenda, heimilsföng þeirra, fæðingardag, flokkstengsl, síðustu fjóra stafina í kennitölum þeirra, upplýsingar um hvaða kosningar þeir hefðu greitt atkvæði um frá 2006, sakaskrá, hvort þeir væru skráðir kjósendur í öðrum ríkjum, gögn um herþjónustu og hvort þeir hefðu búið erlendis.Sjá einnig: Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Upplýsingabeiðnin hefur verið umdeild og hafa mörg ríkin dregið lögmæti hennar í efa. CNN-fréttastöðin segir að fyrirspurnir hennar hafi leitt í ljós að 44 ríki hafi hafnað beiðninni. Mörg þeirra telja að það standist ekki lög að afhenda upplýsinga um kennitölur eða flokkstengsl. Gagnrýnendur hafa einnig bent á að rannsakendurnir hafi ekki hugað nægilega að tölvuöryggi. Vefgáttin sem ríkjunum var sagt að senda upplýsingarnar í geti verið auðvelt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Trump er ekki sáttur við ríki sem vilja ekki verða við beiðni nefndar hans sem hann kallaði „kosningasvindslnefnd“ í tísti á laugardag. Gaf hann í skyn að ríkin sem vildu ekki afhenda persónuupplýsingar um íbúa sína hefðu eitthvað að fela.
Donald Trump Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira