Gerum kröfu um styttri vinnuviku Guðríður Arnardóttir skrifar 5. júlí 2017 07:00 Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan þá hefur ekkert verið gert og allt of lítið rætt um frekari styttingu vinnuvikunnar. Nú, nærri hálfri öld síðar, þegar smjör virðist aftur farið að drjúpa af hverju strái er lag að stíga fleiri skref í átt til styttingar vinnuvikunnar, til dæmis úr 40 stundum í 35. Þjóð sem bryður þunglyndislyf í meiri mæli en aðrar þjóðir hefði örugglega gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Kulnun í starfi og langtímaveikindi kosta samfélagið gríðarlegar fjárhæðir og yrði stytting vinnuvikunnar til þess að auka afköst og gleði þjóðarinnar eru fá rök sem mæla gegn henni. En það sem mestu máli skiptir varðar börnin okkar. Þau myndu svo sannarlega þiggja að komast fyrr heim úr skólanum og eyða meiri tíma með foreldrum sínum. Skóladagurinn í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans er yfirleitt allt of langur og brýnt að stytta hann. Launþegahreyfingin þarf að taka höndum saman og gera kröfu um styttri vinnuviku í komandi samningalotu. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna saman fyrir alla. Væri ekki gott að stimpla sig út klukkutíma fyrr alla daga og knúsa krakkana? Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan þá hefur ekkert verið gert og allt of lítið rætt um frekari styttingu vinnuvikunnar. Nú, nærri hálfri öld síðar, þegar smjör virðist aftur farið að drjúpa af hverju strái er lag að stíga fleiri skref í átt til styttingar vinnuvikunnar, til dæmis úr 40 stundum í 35. Þjóð sem bryður þunglyndislyf í meiri mæli en aðrar þjóðir hefði örugglega gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Kulnun í starfi og langtímaveikindi kosta samfélagið gríðarlegar fjárhæðir og yrði stytting vinnuvikunnar til þess að auka afköst og gleði þjóðarinnar eru fá rök sem mæla gegn henni. En það sem mestu máli skiptir varðar börnin okkar. Þau myndu svo sannarlega þiggja að komast fyrr heim úr skólanum og eyða meiri tíma með foreldrum sínum. Skóladagurinn í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans er yfirleitt allt of langur og brýnt að stytta hann. Launþegahreyfingin þarf að taka höndum saman og gera kröfu um styttri vinnuviku í komandi samningalotu. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna saman fyrir alla. Væri ekki gott að stimpla sig út klukkutíma fyrr alla daga og knúsa krakkana? Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun