Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2017 15:21 Ef eitthvað fer úr skorðum berast böndin oft að Kúkú Campers en Viktor segir að þeir sem drápu lambið í Berufirði hafi ekki verið á þeirra vegum. „Bílarnir okkar eru áberandi og við nennum ekki að vera hátíðlegir í markaðssetningu okkar,“ segir Viktor Ólason framkvæmdastjóri Kúkú Campers spurður hvernig það megi vera að alltaf þegar eitthvað kemur uppá í ferðaþjónustunni þá berist böndin að þeim? Svo virðist sem þeir séu hinir ákjósanlegu blórabögglar innan greinarinnar.Lambsdrápið í Berufirði hefur vakið mikla athygli en erlendir ferðamenn tóku sig til og skáru lamb á háls. Ýmsar vangaveltur um þann verknað hafa verið uppi um hvað fólkinu gekk til, hvort þarna væri um halal-slátrun að ræða; múslímskir menn frá Afganistan að slátra lambi í samræmi við trú sína, einhverjir hafa svo nefnt að okrið á ferðamönnum væri orðið slíkt að þeir hafi verið að mæta því með því að ná sér í ódýra steik og allt þar á milli. Fljótlega bárust svo böndin að Kúkú Campers. Á Facebookhópnum eru þeir nefndir sérstaklega til sögunnar, að þeir beri með auglýsingum sínum ábyrgð á því að ferðamenn fari hér um og telji sér allt leyfilegt.Í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar má meðal annars sjá þessa umræðu, hvar ábyrgðinni er varpað á Kúkú Campers.„Þetta ólánsama fólk sem drap þetta lamb er ekki á okkar vegum,“ segir Viktor. En segir að þeir hafi farið í það að breyta texta á heimasíðu sinni til að girða fyrir allan misskilning.Breyttu textanum á heimasíðunni „Við erum með náttúrukort þar sem segir að fólk megi að lifa á landinu. Þar stóð að samkvæmt íslenskum lögum megirðu njóta landsins gæða. Einhvern veginn hefur mönnum tekist að snúa því upp á þetta lambsmál. Það er ekki þannig. Við vorum að vitna í 27. grein náttúruverndarlaga þar sem segir að allir megi týna bler, söl, sveppi til eigin neyslu. Við vorum eitthvað að grínast með það í kjölfarinu, að fólk gæti tekið vikukúr á slíku fæði og fengi þá KFC-máltíð að því loknu. Jú, ef þú leggur þig rosalega fram geturðu misskilið þetta, en það hvarflaði aldrei að okkur að það væri inni í myndinni.“ Kúkú Campers-menn breyttu textann á heimasíðunni. „Við tempruðum textann,“ segir Viktor en áréttar að hjá þeim starfi erlent fólk og það hafi aldrei nokkur skilið frumtextann með þeim hætti að hér væri hægt að fara um og gera hvað sem er.Eru aðeins með eitt prósent bílaleiguflotans „Við förum í gegnum þessa hluti þegar viðskiptavinir koma, hvað beri að varast. Sú leiðsögn tekur um klukkutíma og við látum alla hafa bók sem heitir áning þar sem er listi yfir öll tjaldstæði á landinu, segjum að þar beri að gista, og í þessari sömu bók eru allar sundlaugar landsins, þar sem gott er að fara að þrífa sig og þar sé salernisaðstaða. Þó það sé svona létt yfirbragð á þessu hér hjá okkur er þetta unnið faglega. Við bjóðum uppá leiðsögn um hvað má og hvað ekki.“ Hvað það varðar að flest það sem aflaga fari varðandi ferðaþjónustuna, sem sannarlega virðist ætla að taka sér sinn tíma í að slíta barnsskónum, sé rakið til Kúkú Campers bendir Viktor á að þeir séu með um 200 bíla. Á Íslandi eru rúmlega 20 þúsund bílaleigubílar og þeir, með sitt eitt prósent, geti því bara ómögulega verið ábyrgir fyrir öllum þeim vanda sem kemur upp í tengslum við þá starfsemi. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
„Bílarnir okkar eru áberandi og við nennum ekki að vera hátíðlegir í markaðssetningu okkar,“ segir Viktor Ólason framkvæmdastjóri Kúkú Campers spurður hvernig það megi vera að alltaf þegar eitthvað kemur uppá í ferðaþjónustunni þá berist böndin að þeim? Svo virðist sem þeir séu hinir ákjósanlegu blórabögglar innan greinarinnar.Lambsdrápið í Berufirði hefur vakið mikla athygli en erlendir ferðamenn tóku sig til og skáru lamb á háls. Ýmsar vangaveltur um þann verknað hafa verið uppi um hvað fólkinu gekk til, hvort þarna væri um halal-slátrun að ræða; múslímskir menn frá Afganistan að slátra lambi í samræmi við trú sína, einhverjir hafa svo nefnt að okrið á ferðamönnum væri orðið slíkt að þeir hafi verið að mæta því með því að ná sér í ódýra steik og allt þar á milli. Fljótlega bárust svo böndin að Kúkú Campers. Á Facebookhópnum eru þeir nefndir sérstaklega til sögunnar, að þeir beri með auglýsingum sínum ábyrgð á því að ferðamenn fari hér um og telji sér allt leyfilegt.Í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar má meðal annars sjá þessa umræðu, hvar ábyrgðinni er varpað á Kúkú Campers.„Þetta ólánsama fólk sem drap þetta lamb er ekki á okkar vegum,“ segir Viktor. En segir að þeir hafi farið í það að breyta texta á heimasíðu sinni til að girða fyrir allan misskilning.Breyttu textanum á heimasíðunni „Við erum með náttúrukort þar sem segir að fólk megi að lifa á landinu. Þar stóð að samkvæmt íslenskum lögum megirðu njóta landsins gæða. Einhvern veginn hefur mönnum tekist að snúa því upp á þetta lambsmál. Það er ekki þannig. Við vorum að vitna í 27. grein náttúruverndarlaga þar sem segir að allir megi týna bler, söl, sveppi til eigin neyslu. Við vorum eitthvað að grínast með það í kjölfarinu, að fólk gæti tekið vikukúr á slíku fæði og fengi þá KFC-máltíð að því loknu. Jú, ef þú leggur þig rosalega fram geturðu misskilið þetta, en það hvarflaði aldrei að okkur að það væri inni í myndinni.“ Kúkú Campers-menn breyttu textann á heimasíðunni. „Við tempruðum textann,“ segir Viktor en áréttar að hjá þeim starfi erlent fólk og það hafi aldrei nokkur skilið frumtextann með þeim hætti að hér væri hægt að fara um og gera hvað sem er.Eru aðeins með eitt prósent bílaleiguflotans „Við förum í gegnum þessa hluti þegar viðskiptavinir koma, hvað beri að varast. Sú leiðsögn tekur um klukkutíma og við látum alla hafa bók sem heitir áning þar sem er listi yfir öll tjaldstæði á landinu, segjum að þar beri að gista, og í þessari sömu bók eru allar sundlaugar landsins, þar sem gott er að fara að þrífa sig og þar sé salernisaðstaða. Þó það sé svona létt yfirbragð á þessu hér hjá okkur er þetta unnið faglega. Við bjóðum uppá leiðsögn um hvað má og hvað ekki.“ Hvað það varðar að flest það sem aflaga fari varðandi ferðaþjónustuna, sem sannarlega virðist ætla að taka sér sinn tíma í að slíta barnsskónum, sé rakið til Kúkú Campers bendir Viktor á að þeir séu með um 200 bíla. Á Íslandi eru rúmlega 20 þúsund bílaleigubílar og þeir, með sitt eitt prósent, geti því bara ómögulega verið ábyrgir fyrir öllum þeim vanda sem kemur upp í tengslum við þá starfsemi.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira