Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 11:30 Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Myndin er úr safni. vísir/pjetur Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. Stofnunin mun í framhaldinu taka afstöðu til málsins en mennirnir átta sem slátruðu lambinu gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslu upp á allt að eina milljón króna.Fannst dautt í poka Um er að ræða átta erlenda ferðamenn sem voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að hafa elt lambið uppi og aflífað það með því að skera það á háls. Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Lögreglan á Austurlandi sektaði mennina um 120 þúsund krónur fyrir brot á eignaspjöllum. Dýraverndunarsamband Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vinnubrögð lögreglu í málinu væru gagnrýniverð enda hefði MAST átt að hafa yfirumsjón með málinu, og sendu stofnuninni formlegt erindi þess efnis.Alvarlegt mál Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin líti málið alvarlegum augum og að búið sé að óska eftir öllum málsgögnum. „Við fengum enga tilkynningu um málið frá lögreglu en þetta gerðist á þeim tímapunkti sólarhrings sem Matvælastofnun er ekki opin. Það er vissulega bagalegt að það skuli ekki vera bakvakt hjá MAST, bæði ef það koma upp alvarlegir smitsjúkdómar eða brot á dýravelferðarlögum, eins og þetta. En þetta er staðan eins og er,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þeir gætu, lögum samkvæmt, átt von á kæru eða frekari sektargreiðslu í framhaldinu. „Heildarramminn í lögunum er frá tíu þúsund krónum að einni milljón,“ segir hún. „Þetta er hræðilegt mál og samkvæmt íslenskum lögum er alfarið bannað að slátra dýrum án deyfingar. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum.“ Tengdar fréttir Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30 Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. Stofnunin mun í framhaldinu taka afstöðu til málsins en mennirnir átta sem slátruðu lambinu gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslu upp á allt að eina milljón króna.Fannst dautt í poka Um er að ræða átta erlenda ferðamenn sem voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að hafa elt lambið uppi og aflífað það með því að skera það á háls. Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Lögreglan á Austurlandi sektaði mennina um 120 þúsund krónur fyrir brot á eignaspjöllum. Dýraverndunarsamband Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vinnubrögð lögreglu í málinu væru gagnrýniverð enda hefði MAST átt að hafa yfirumsjón með málinu, og sendu stofnuninni formlegt erindi þess efnis.Alvarlegt mál Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin líti málið alvarlegum augum og að búið sé að óska eftir öllum málsgögnum. „Við fengum enga tilkynningu um málið frá lögreglu en þetta gerðist á þeim tímapunkti sólarhrings sem Matvælastofnun er ekki opin. Það er vissulega bagalegt að það skuli ekki vera bakvakt hjá MAST, bæði ef það koma upp alvarlegir smitsjúkdómar eða brot á dýravelferðarlögum, eins og þetta. En þetta er staðan eins og er,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þeir gætu, lögum samkvæmt, átt von á kæru eða frekari sektargreiðslu í framhaldinu. „Heildarramminn í lögunum er frá tíu þúsund krónum að einni milljón,“ segir hún. „Þetta er hræðilegt mál og samkvæmt íslenskum lögum er alfarið bannað að slátra dýrum án deyfingar. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum.“
Tengdar fréttir Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30 Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30
Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55