FIFA ánægðir með vel heppnaða álfukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. júlí 2017 15:15 Ríkjandi heimsmeistarar Þjóðverja unnu álfukeppnina og verða að teljast líklegir til árangurs næsta sumar Getty Images Álfukeppnin í fótbolta er svokölluð generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina og eru stjórnarmenn alþjóðaknattspyrnusambandsins ánægðir með það sem Rússar buðu uppá síðustu vikur. Keppninni lauk í gær þegar ríkjandi heimsmeistarar sigruðu Síle 2-0 í úrslitaleiknum. „Við höfðum heyrt af óeirðum fyrir keppnina, fótboltabullum, kynþáttaníði og öðru. Það kom ekkert upp hjá okkur, allt gekk eins og í sögu,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir keppnina.Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Alexey Sorokin, tekur í sama streng. Hann segir álfukeppnina hafa breytt viðhorfi almennings gagnvart Rússum, en það hefur verið mikil gagnrýni á að halda skuli heimsmeistarakeppnina í Rússlandi frá því valið var kunngjört 2010. „Skipulagið á keppninni var á það háu plani að við eyddum öllum áhyggjum og staðalímyndum sem fólk hafði um skipulag stórra viðburða í Rússlandi, og hvernig komið er fram við erlenda áhorfendur. Stuðningsmenn gátu ferðast um án kostnaðar með 217 fríum lestum og boðið var upp á frítt internet inná leikvöngunum. Okkur líður vel með okkar skipulag, nú þarf fólk bara að koma og njóta Rússlands,“ sagði Sorokin.Sorokin telur að ímyndin um rússnesku fótboltabulluna sem hreytir niðrandi kynþáttaníði í andstæðinginn sé eitthvað sem alþjóðapressan hafi búið til og segist fullviss um að það verði ekkert slíkt upp á teningunum í Rússlandi að ári. Það kom ekki upp eitt einasta atvik um kynþáttaníð í álfukeppninni, og þeim fer sífækkandi í Rússlandi, svo Sorokin er viss um að heimsmeistarakeppnin verði alveg laus við það. Rússneska knattspyrnusambandið gaf út svokölluð stuðningsmannaskilríki fyrir álfukeppnina, og munu gera slíkt hið sama fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Þessum skilríkjum þarf að framvísa ásamt aðgöngumiða þegar komið er á vellina og er ætlað til að auka öryggi á leikjum mótsins. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38 Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55 Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00 Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53 Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira
Álfukeppnin í fótbolta er svokölluð generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina og eru stjórnarmenn alþjóðaknattspyrnusambandsins ánægðir með það sem Rússar buðu uppá síðustu vikur. Keppninni lauk í gær þegar ríkjandi heimsmeistarar sigruðu Síle 2-0 í úrslitaleiknum. „Við höfðum heyrt af óeirðum fyrir keppnina, fótboltabullum, kynþáttaníði og öðru. Það kom ekkert upp hjá okkur, allt gekk eins og í sögu,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir keppnina.Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Alexey Sorokin, tekur í sama streng. Hann segir álfukeppnina hafa breytt viðhorfi almennings gagnvart Rússum, en það hefur verið mikil gagnrýni á að halda skuli heimsmeistarakeppnina í Rússlandi frá því valið var kunngjört 2010. „Skipulagið á keppninni var á það háu plani að við eyddum öllum áhyggjum og staðalímyndum sem fólk hafði um skipulag stórra viðburða í Rússlandi, og hvernig komið er fram við erlenda áhorfendur. Stuðningsmenn gátu ferðast um án kostnaðar með 217 fríum lestum og boðið var upp á frítt internet inná leikvöngunum. Okkur líður vel með okkar skipulag, nú þarf fólk bara að koma og njóta Rússlands,“ sagði Sorokin.Sorokin telur að ímyndin um rússnesku fótboltabulluna sem hreytir niðrandi kynþáttaníði í andstæðinginn sé eitthvað sem alþjóðapressan hafi búið til og segist fullviss um að það verði ekkert slíkt upp á teningunum í Rússlandi að ári. Það kom ekki upp eitt einasta atvik um kynþáttaníð í álfukeppninni, og þeim fer sífækkandi í Rússlandi, svo Sorokin er viss um að heimsmeistarakeppnin verði alveg laus við það. Rússneska knattspyrnusambandið gaf út svokölluð stuðningsmannaskilríki fyrir álfukeppnina, og munu gera slíkt hið sama fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Þessum skilríkjum þarf að framvísa ásamt aðgöngumiða þegar komið er á vellina og er ætlað til að auka öryggi á leikjum mótsins.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38 Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55 Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00 Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53 Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira
Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38
Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55
Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00
Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53
Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41