Mesta þétting byggðar í gamla Vesturbænum Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2017 18:33 Þéttasta byggðin í Reykjavík er ef til vill ekki þar sem flestir telja að hún sé, en hún er í gamla Vesturbænum. Skipulagsfræðingur segir skipta miklu máli umhverfislega og félagslega að fara vel með land og það sé líka mun hagkvæmara. Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík. Sérstaklega í hundrað og einum eins og við Borgarbókasafnið við Tryggvagötu. Margir halda að þétting byggðar þýði byggingu háhýsa. En þéttasta byggðin í Reykjavík er ekki endilega þar sem háhýsin eru. Áður en þessi bygging við Tryggvagötuna reis var illa hirt bílastæði á milli Borgarbókasafnsins og hússins úti á horninu sem áður hýsti meðal annars skrifstofur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Og eins og allir sem fylgst hafa með í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið fyllt upp í nánast hvern einasta auða reit í miðborginni.Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík.Alta ráðgjafafyrirtækiAlta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Þar á bæ hefur starfsfólk skoðað þéttleika einstakra svæða í Reykjavík. Herborg Árnadóttir ráðgjafi hjá Alta segir ýmislegt hafa komið á óvart. „Þegar við fórum að skoða þéttleika byggðar í Reykjavík komumst við að því að þessi byggð hér (við Ljósavallagötu og nágrenni) sem við stöndum við í gamla Vesturbænum fékk hæstu þéttleikatöluna af þeim hverfum sem við skoðuðum,“ segir Herborg. En þéttleikinn er mestur á svæði sem afmarkast af Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu vestan gamla kirkjugarðsins, sem er gamalt og gróið hverfi í borginni. Þar eru 109 íbúðir á hektara og nýtingarhlutfallið hæst eða 0,73 prósent. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og skipulagsfræðingur segir þetta líka eiga við um byggðina í kringum gömlu verkamannabústaðina við Hringbraut og Framnesveg. Í fjölmörgum nýrri hverfum er þéttleikinn mun minni eða allt niður í sjö íbúðir á hektara. En í mörgum hverfum er þéttleikinn í kring um 20 íbúðir á hektara. „Það er ekki einn þéttleiki réttur. Við viljum hafa breytileika í byggð. En það kom okkur á óvart að þetta svæði skyldi ver ameð þéttustu byggðina. Annars staðar er hún heldur dreifðari. Þetta sýnir alla vega að fjölbreytileikinn getur verið mjög mikill þegar við erum að skoða byggðina,“ segir Halldóra.Grafík/Stöð 2Þær Halldóra og Herborg telja skipulagsyfirvöld fjórða áratugarins í Reyjavík hafi verið nokkuð framsýn og sótt fyrirmyndir til borga annarra landa eins og Danmerkur. Síðan hafi ákveðin nauðsyn einnig ráðið þéttleikanum í gamla Vesturbænum. „Við erum samt með byggð hérna sem hentar íslenskum aðstæðum ágætlega. Við erum með hæfilega hæð. Þetta er ekkert rosalega hátt því við erum náttúrlega með lága sól hér á Íslandi og vinidasamt og slíkt. En við erum samt með ágætlega nýtta garða og miðjugarða inn á milli þar sem börn geta leikið sér örugg,“ segir Herborg. Reykjavík hafi áður átti mikið landrými en nú sé meira horft til nýtingar hvers hektara. „Við þurfum að fara vel með land. það er hagkvæmara, það er umhverfisvænna. Það er líka félagslega æskilegt og það eru margar ástæður fyrir því að það er æskilegt að þétta byggðina. En það skiptir máli hvernig við gerum það,“ segir Herborg Árnadóttir. Húsnæðismál Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast upphafi Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Sjá meira
Þéttasta byggðin í Reykjavík er ef til vill ekki þar sem flestir telja að hún sé, en hún er í gamla Vesturbænum. Skipulagsfræðingur segir skipta miklu máli umhverfislega og félagslega að fara vel með land og það sé líka mun hagkvæmara. Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík. Sérstaklega í hundrað og einum eins og við Borgarbókasafnið við Tryggvagötu. Margir halda að þétting byggðar þýði byggingu háhýsa. En þéttasta byggðin í Reykjavík er ekki endilega þar sem háhýsin eru. Áður en þessi bygging við Tryggvagötuna reis var illa hirt bílastæði á milli Borgarbókasafnsins og hússins úti á horninu sem áður hýsti meðal annars skrifstofur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Og eins og allir sem fylgst hafa með í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið fyllt upp í nánast hvern einasta auða reit í miðborginni.Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík.Alta ráðgjafafyrirtækiAlta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Þar á bæ hefur starfsfólk skoðað þéttleika einstakra svæða í Reykjavík. Herborg Árnadóttir ráðgjafi hjá Alta segir ýmislegt hafa komið á óvart. „Þegar við fórum að skoða þéttleika byggðar í Reykjavík komumst við að því að þessi byggð hér (við Ljósavallagötu og nágrenni) sem við stöndum við í gamla Vesturbænum fékk hæstu þéttleikatöluna af þeim hverfum sem við skoðuðum,“ segir Herborg. En þéttleikinn er mestur á svæði sem afmarkast af Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu vestan gamla kirkjugarðsins, sem er gamalt og gróið hverfi í borginni. Þar eru 109 íbúðir á hektara og nýtingarhlutfallið hæst eða 0,73 prósent. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og skipulagsfræðingur segir þetta líka eiga við um byggðina í kringum gömlu verkamannabústaðina við Hringbraut og Framnesveg. Í fjölmörgum nýrri hverfum er þéttleikinn mun minni eða allt niður í sjö íbúðir á hektara. En í mörgum hverfum er þéttleikinn í kring um 20 íbúðir á hektara. „Það er ekki einn þéttleiki réttur. Við viljum hafa breytileika í byggð. En það kom okkur á óvart að þetta svæði skyldi ver ameð þéttustu byggðina. Annars staðar er hún heldur dreifðari. Þetta sýnir alla vega að fjölbreytileikinn getur verið mjög mikill þegar við erum að skoða byggðina,“ segir Halldóra.Grafík/Stöð 2Þær Halldóra og Herborg telja skipulagsyfirvöld fjórða áratugarins í Reyjavík hafi verið nokkuð framsýn og sótt fyrirmyndir til borga annarra landa eins og Danmerkur. Síðan hafi ákveðin nauðsyn einnig ráðið þéttleikanum í gamla Vesturbænum. „Við erum samt með byggð hérna sem hentar íslenskum aðstæðum ágætlega. Við erum með hæfilega hæð. Þetta er ekkert rosalega hátt því við erum náttúrlega með lága sól hér á Íslandi og vinidasamt og slíkt. En við erum samt með ágætlega nýtta garða og miðjugarða inn á milli þar sem börn geta leikið sér örugg,“ segir Herborg. Reykjavík hafi áður átti mikið landrými en nú sé meira horft til nýtingar hvers hektara. „Við þurfum að fara vel með land. það er hagkvæmara, það er umhverfisvænna. Það er líka félagslega æskilegt og það eru margar ástæður fyrir því að það er æskilegt að þétta byggðina. En það skiptir máli hvernig við gerum það,“ segir Herborg Árnadóttir.
Húsnæðismál Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast upphafi Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Sjá meira