Telur rannsókn flugslyssins mikinn hvítþvott á Mýflugi 1. júlí 2017 06:00 Mikael Tryggvason er bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst er hann var á heimleið með sjúkraflugvélinni TF-MYX. „Fyrir flugrekandann er þessi lokaskýrsla um slysið mikill hvítþvottur,“ segir Mikael Tryggvason, bróðir sjúkraflutningamanns sem lést er sjúkraflugvél Mýflugs fórst á Akureyri 5. ágúst 2013. Mýflugsvélin brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar er flugstjórinn hugðist taka dýfu yfir brautina þar sem fram fór spyrnukeppni. Nú í júní skilaði rannsóknarnefnd flugslysa lokaskýrslu um málið, tæpum fjórum árum eftir slysið sem kostaði Pétur Tryggvason sjúkraflutningamann, bróður Mikaels, lífið. Flugstjórinn lést einnig en aðstoðarflugmaður lifði af. „Það er alveg af og frá og ég er langt frá því að vera sáttur,“ segir Mikael um það hvort skýrslan um Mýflugsslysið varpi nægilega skýru ljósi á aðdraganda og orsakir slyssins. Í apríl í vor kom út skýrsla bandarísku flugslysanefndarinnar, NTSB, um flugvél í útsýnisflugi sem fórst með níu manns fyrir tveimur árum. Mikael segir muninn á bandarísku skýrslunni og þeirri íslensku vera sláandi. Bandaríska skýrslan sem Mikael vitnar til fjallar ítarlega um þá starfshætti sem tíðkuðust hjá flugfélaginu sem rak vélina sem fórst. Áhættusækni innan fyrirtækisins var sögð hafa verið orsök þess hvernig fór. Haft er eftir settum formanni bandarísku flugslysanefndarinnar, Robert Sumwalt, í fjölmiðlinum Alaska Dispatch News að menn geri ekki mistök í tómarúmi, oft sé um að ræða atriði sem tengist skipulaginu. „Þeir eru hluti af kerfi – og það er of auðvelt að segja bara að flugmaðurinn hafi klúðrað hlutunum,“ segir Robert Sumwalt. „Ef maður skoðar þessa bandarísku skýrslu til samanburðar og hefur í huga þá vitneskju sem til er um hvernig sumir hjá Mýflugi virðast hafa hagað sér á þessari sjúkraflugvél og þær aðfinnslur sem gerðar voru, meðal annars af lækninum sem þjónaði sjúkrafluginu, þá er afar einkennilegt að ekkert sé um slík atriði fjallað í skýrslunni,“ segir Mikael. Mikael segir að í íslensku skýrslunni sé ekkert tekið á þeim fyrirtækiskúltur sem verið hafi hjá Mýflugi og falið í sér að menn komust upp með ýmiss konar glæfraflug. Þar er sagt að einstaka flugmenn hafi talið frávik frá vinnureglum í lagi en að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki liðið slíkt. Það segir Mikael ekki rétt. Þá hafi Mýflug komið fram breytingum á drögum skýrslunnar þannig að í lokaútgáfunni sé fullyrt að þremur mánuðum fyrir slysið hafi á námskeiði hjá fyrirtækinu verið undirstrikað að frávik frá starfsreglum væru ekki ásættanleg. „Ég vil taka fram að innan Mýflugs eru gríðarlega góðir og færir einstaklingar,“ segir Mikael sem af skýrslunni segir helst mega ráða að lágflugið yfir akstursbrautinni þann dag sem slysið varð hafi verið einstakt tilvik þótt mörg dæmi um annað liggi fyrir. „Flugmenn sem ég talaði við löngu fyrir þetta slys áttu þann draum að komast til Mýflugs af því að það var svo mikið frjálsræði þar,“ segir Mikael. „Miðað við þessa bandarísku skýrslu spyr maður sig hvort rannsóknarnefndin hér hafi getu og þekkingu til að taka á svona málum. Okkur kemur við hvað varð til þess að þetta óhapp varð, til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að slíkir atburðir gerist aftur.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kveðst hafa varað flugstjórann við lágflugi fyrir brotlendingu á Akureyri Aðstoðarflugmaður sem lifði af slysið í Hlíðarfjalli 2013 ber að hann hafi varað flugstjórann við lágflugi. Rannsóknarnefnd flugslysa segir stjórnendur hjá Mýflugi ekki hafa sætt sig við frávik frá venjubundnum verkferlum. 21. júní 2017 06:00 Flugslysið við Hlíðarfjallsveg rakið til mannlegra mistaka Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. 19. júní 2017 09:18 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
„Fyrir flugrekandann er þessi lokaskýrsla um slysið mikill hvítþvottur,“ segir Mikael Tryggvason, bróðir sjúkraflutningamanns sem lést er sjúkraflugvél Mýflugs fórst á Akureyri 5. ágúst 2013. Mýflugsvélin brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar er flugstjórinn hugðist taka dýfu yfir brautina þar sem fram fór spyrnukeppni. Nú í júní skilaði rannsóknarnefnd flugslysa lokaskýrslu um málið, tæpum fjórum árum eftir slysið sem kostaði Pétur Tryggvason sjúkraflutningamann, bróður Mikaels, lífið. Flugstjórinn lést einnig en aðstoðarflugmaður lifði af. „Það er alveg af og frá og ég er langt frá því að vera sáttur,“ segir Mikael um það hvort skýrslan um Mýflugsslysið varpi nægilega skýru ljósi á aðdraganda og orsakir slyssins. Í apríl í vor kom út skýrsla bandarísku flugslysanefndarinnar, NTSB, um flugvél í útsýnisflugi sem fórst með níu manns fyrir tveimur árum. Mikael segir muninn á bandarísku skýrslunni og þeirri íslensku vera sláandi. Bandaríska skýrslan sem Mikael vitnar til fjallar ítarlega um þá starfshætti sem tíðkuðust hjá flugfélaginu sem rak vélina sem fórst. Áhættusækni innan fyrirtækisins var sögð hafa verið orsök þess hvernig fór. Haft er eftir settum formanni bandarísku flugslysanefndarinnar, Robert Sumwalt, í fjölmiðlinum Alaska Dispatch News að menn geri ekki mistök í tómarúmi, oft sé um að ræða atriði sem tengist skipulaginu. „Þeir eru hluti af kerfi – og það er of auðvelt að segja bara að flugmaðurinn hafi klúðrað hlutunum,“ segir Robert Sumwalt. „Ef maður skoðar þessa bandarísku skýrslu til samanburðar og hefur í huga þá vitneskju sem til er um hvernig sumir hjá Mýflugi virðast hafa hagað sér á þessari sjúkraflugvél og þær aðfinnslur sem gerðar voru, meðal annars af lækninum sem þjónaði sjúkrafluginu, þá er afar einkennilegt að ekkert sé um slík atriði fjallað í skýrslunni,“ segir Mikael. Mikael segir að í íslensku skýrslunni sé ekkert tekið á þeim fyrirtækiskúltur sem verið hafi hjá Mýflugi og falið í sér að menn komust upp með ýmiss konar glæfraflug. Þar er sagt að einstaka flugmenn hafi talið frávik frá vinnureglum í lagi en að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki liðið slíkt. Það segir Mikael ekki rétt. Þá hafi Mýflug komið fram breytingum á drögum skýrslunnar þannig að í lokaútgáfunni sé fullyrt að þremur mánuðum fyrir slysið hafi á námskeiði hjá fyrirtækinu verið undirstrikað að frávik frá starfsreglum væru ekki ásættanleg. „Ég vil taka fram að innan Mýflugs eru gríðarlega góðir og færir einstaklingar,“ segir Mikael sem af skýrslunni segir helst mega ráða að lágflugið yfir akstursbrautinni þann dag sem slysið varð hafi verið einstakt tilvik þótt mörg dæmi um annað liggi fyrir. „Flugmenn sem ég talaði við löngu fyrir þetta slys áttu þann draum að komast til Mýflugs af því að það var svo mikið frjálsræði þar,“ segir Mikael. „Miðað við þessa bandarísku skýrslu spyr maður sig hvort rannsóknarnefndin hér hafi getu og þekkingu til að taka á svona málum. Okkur kemur við hvað varð til þess að þetta óhapp varð, til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að slíkir atburðir gerist aftur.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kveðst hafa varað flugstjórann við lágflugi fyrir brotlendingu á Akureyri Aðstoðarflugmaður sem lifði af slysið í Hlíðarfjalli 2013 ber að hann hafi varað flugstjórann við lágflugi. Rannsóknarnefnd flugslysa segir stjórnendur hjá Mýflugi ekki hafa sætt sig við frávik frá venjubundnum verkferlum. 21. júní 2017 06:00 Flugslysið við Hlíðarfjallsveg rakið til mannlegra mistaka Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. 19. júní 2017 09:18 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Kveðst hafa varað flugstjórann við lágflugi fyrir brotlendingu á Akureyri Aðstoðarflugmaður sem lifði af slysið í Hlíðarfjalli 2013 ber að hann hafi varað flugstjórann við lágflugi. Rannsóknarnefnd flugslysa segir stjórnendur hjá Mýflugi ekki hafa sætt sig við frávik frá venjubundnum verkferlum. 21. júní 2017 06:00
Flugslysið við Hlíðarfjallsveg rakið til mannlegra mistaka Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. 19. júní 2017 09:18