Sport

Doktor Viðar: MMA er bardagaiðnaður en ekki íþrótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson í bardaga.
Gunnar Nelson í bardaga. Vísir/Getty
Doktorinn Viðar Halldórsson hefur mjög sterkar skoðanir á blönduðum bardagaíþróttum en hann telur MMA eiga lítið skylt við íþróttir.

Viðar, sem er doktor í félagsfræði, skrifaði bók á dögunum þar sem hann reyndi að svara því hvernig getur örþjóð eins og Ísland eignast íþróttalandslið í fremstu röð í öllum sínum helstu hópíþróttum.

Gunnar Nelson og Sunna „Tsunami"“ Davíðsdóttir er okkar fremsta MMA bardagafólk en Viðar er ekki hrifinn af þeirra íþrótt. Þetta kom fram þegar hann mætti í Akraborgina og ræddi við Hjört Hjartarson.

Það vakna oft spurningar eftir bardaga þeirra hvort þeir eigi eitthvað skylt við íþróttir. Viðar hefur skoðað þessa íþrótt og setið ráðstefnur um málið.

„Starf okkar fræðimanna snýst um að það vera svolítið gagnrýnin og temja okkur gagnrýnissjónarhorn. Þannig erum við sinna skyldu okkar. Ég hef mikið fjallað um íþróttir á ýmsum vettvangi,“ sagði Viðar Halldórsson.

„Það eru skiptar skoðanir um MMA á Íslandi. Margir aðdáendur en svo er mörgum mjög illa við þetta. Ég hef aðeins kynnt mér þetta og notað fræðin til að hjálpa mér,“ sagði Viðar

„Ég vil byrja á það að leiðrétta þann misskilning að MMA sé íþrótt. MMA er iðnaður, bardagaiðnaður. Rök mín fyrir því eru fyrst og fremst að stærstu íþróttasamtök heims skilgreina MMA ekki sem íþrótt,“ sagði Viðar.

„Samkvæmt þessum aðilum þá á MMA bara langt í land með að falla undir þetta. Einnig má sjá það að að það eru í kringum 80 til 85 prósent Evrópuþjóða sem skilgreina MMA ekki sem íþrótt eða að MMA sé viðurkennt af hinu opinbera. Það er mikill minnihluti þjóða sem eru farin að skilgreina MMA sem íþrótt að einhverju leiti,“ sagði Viðar.

Það má heyra viðtalið við Viðar hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×