Óskiljanleg og háskaleg vaxta- og gengisstjórn Seðlabanka Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. júlí 2017 07:00 Fram að banka- og fjármálakreppunni viðgekkst sú stefna meðal stjórnenda peningamála, að þeir, sem ættu fé, fjármagnseigendur, ættu rétt á að fá meira fé út á það fé, án nokkurra aðgerða, án fjárfestingar eða áhættu. Ég er auðvitað að tala um vextina, sem fjármagnseigendur fengu á áhættulausar og dauðar bankainnistæður. Þeir, sem urðu að greiða þessa vexti, voru vitaskuld lántakendur, skuldarar, og urðu þeir fátækari og fátækari meðan þeir ríku urðu ríkari og ríkari, af engu.Vaxtastefna Seðlabanka úreltBankakreppan kenndi ráðamönnum, nema kannske Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd, að þetta kerfi stæðist ekki, hvorki siðferðislega né í framkvæmd, enda átti það stóran þátt í kreppunni, og féllu því allir vakandi og upplýstir stjórnendur peningamála frá þessari raunvaxtastefnu á árunum eftir 2008.Raunvextir rífa upp krónunaSeðlabankinn hefur haft 2,5% verðbólgumarkmið síðustu árin, sem er í lagi, en að byggja það inn í stýrivextina og bæta svo við 2-3%, til að raunvextir náist, er ekki í lagi, einkum, þegar engin önnur vestræn þjóð gerir það og raunverðbólga er aðeins 1,5%. Stýrivextir hér eru því 4,5%, meðan að þeir eru við núllið annars staðar, og rífur þetta upp krónuna og afskræmir tekjur og gjöld. Auk yfirkeyrðrar krónu er afleiðingin, að vextir til fólks hér eru á okurstigi, og verða menn m.a. að greiða íbúðir sínar margfalt, kannske 3-5 sinnum, vegna okurvaxtanna, meðan aðrir Evrópubúar greiða sínar íbúðir 1,5-2 sinnum, þökk sé lágvöxtum á evrusvæðinu.Hverjar eru afleiðingarnarFyrir rúmu ári síðan voru um 140 krónur í evru. Í millitíðinni fór Evran um tíma í 110 krónur, og lækkuðu tekjur útflutningsatvinnuveganna því um allt að 22% á einu ári. Ég er að tala um ferðaþjónustu, sjávarútveg, áliðnað, hátækniiðnað og flutningaþjónustu. Margar helztu atvinnugreinar landsins. Á sama tíma hefur ýmis rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja hækkað. Er afkoma þeirra því um 30% lakari nú, en fyrir ári. Hver lifir slíkt af!? Það hlýtur því að vera öllum ljóst – nema kannske Seðlabankamönnum – að þessi hækkun á krónunni fær ekki staðizt. Útflutningsfyrirtækin fara úr sæmilegri eða góðri afkomu, sem er nauðsynleg og eðlileg, í bullandi tap. Allavega flest þeirra. Ef útflutningsfyrirtækin okkar lenda í tapi og greiðsluerfiðleikum, sem síðan bitnar á starfsmönnum, innlendum þjónustuaðilum, eigendum, bönkum og ríkinu sjálfu, því ekki falla skattar og skyldur niður, er hér vá fyrir dyrum; ný kreppa í uppsiglingu. Þetta er dauðans alvara!Nauðsynleg gengisleiðrétting stöðvuðEftir umræðu, gagnrýni og ört vaxandi vanda margra fyrirtækja, tók Seðlabanki loks við sér og lækkaði stýrivexti smávægilega í 2 þrepum; Úr 5,00% í 4,5%. Þetta, ásamt með hraðminnkandi gjaldeyristekjum, vegna yfirkeyrðs kostnaðar fyrir ferðamenn, leiddi loks til þess, að gengi krónunnar hóf frjálst og eðlilegt leiðréttingarferli. Í fyrri viku lækkaði gengi krónunnar í nærri 120 í evru. Drógu nú sumir andann léttar og vonuðust eftir raunhæfu og „réttu gengi“, sem virðist liggja við 130 krónur. En hvað gerist þá!? Seðlabankinn veður inn á markaðinn og kaupir krónur í stórum stíl til að styrkja krónuna aftur. Með handafli. Hrökk hún þá upp í um 115. Gekk Seðlabanki með þessu óðagoti fram gegn áhrifum nýgerðra vaxtalækkana sjálfs sín! Eftir greiningu helztu hliða þessa gengismáls, virðist eðlilegt gengissvið krónunnar 125-135 í Evru. Þetta ætti ekki að hækka vöruverð, því mér sýnist verzlunin ekki hafa þorað eða treyst sér neðar, og útflutningsatvinnuvegirnir ættu að ná viðunandi afkomu.Enginn raungrundvöllur fyrir sterkri krónuFramganga Seðlabanka og ríkisstjórnar í vaxta-, gengis- og efnahagsmálum hefur verið vanhugsuð, fumkennd og lítt traustvekjandi. Helztu atvinnuvegir landsins eru reknir með tapi. Enginn gjaldmiðill hefur meiri styrk til lengdar en atvinnuvegirnir á bak við hann. Gæti trúin á krónuna snúizt í vantrú og hræðslu. Kæmi þá meira en eðlileg gengisleiðrétting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fram að banka- og fjármálakreppunni viðgekkst sú stefna meðal stjórnenda peningamála, að þeir, sem ættu fé, fjármagnseigendur, ættu rétt á að fá meira fé út á það fé, án nokkurra aðgerða, án fjárfestingar eða áhættu. Ég er auðvitað að tala um vextina, sem fjármagnseigendur fengu á áhættulausar og dauðar bankainnistæður. Þeir, sem urðu að greiða þessa vexti, voru vitaskuld lántakendur, skuldarar, og urðu þeir fátækari og fátækari meðan þeir ríku urðu ríkari og ríkari, af engu.Vaxtastefna Seðlabanka úreltBankakreppan kenndi ráðamönnum, nema kannske Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd, að þetta kerfi stæðist ekki, hvorki siðferðislega né í framkvæmd, enda átti það stóran þátt í kreppunni, og féllu því allir vakandi og upplýstir stjórnendur peningamála frá þessari raunvaxtastefnu á árunum eftir 2008.Raunvextir rífa upp krónunaSeðlabankinn hefur haft 2,5% verðbólgumarkmið síðustu árin, sem er í lagi, en að byggja það inn í stýrivextina og bæta svo við 2-3%, til að raunvextir náist, er ekki í lagi, einkum, þegar engin önnur vestræn þjóð gerir það og raunverðbólga er aðeins 1,5%. Stýrivextir hér eru því 4,5%, meðan að þeir eru við núllið annars staðar, og rífur þetta upp krónuna og afskræmir tekjur og gjöld. Auk yfirkeyrðrar krónu er afleiðingin, að vextir til fólks hér eru á okurstigi, og verða menn m.a. að greiða íbúðir sínar margfalt, kannske 3-5 sinnum, vegna okurvaxtanna, meðan aðrir Evrópubúar greiða sínar íbúðir 1,5-2 sinnum, þökk sé lágvöxtum á evrusvæðinu.Hverjar eru afleiðingarnarFyrir rúmu ári síðan voru um 140 krónur í evru. Í millitíðinni fór Evran um tíma í 110 krónur, og lækkuðu tekjur útflutningsatvinnuveganna því um allt að 22% á einu ári. Ég er að tala um ferðaþjónustu, sjávarútveg, áliðnað, hátækniiðnað og flutningaþjónustu. Margar helztu atvinnugreinar landsins. Á sama tíma hefur ýmis rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja hækkað. Er afkoma þeirra því um 30% lakari nú, en fyrir ári. Hver lifir slíkt af!? Það hlýtur því að vera öllum ljóst – nema kannske Seðlabankamönnum – að þessi hækkun á krónunni fær ekki staðizt. Útflutningsfyrirtækin fara úr sæmilegri eða góðri afkomu, sem er nauðsynleg og eðlileg, í bullandi tap. Allavega flest þeirra. Ef útflutningsfyrirtækin okkar lenda í tapi og greiðsluerfiðleikum, sem síðan bitnar á starfsmönnum, innlendum þjónustuaðilum, eigendum, bönkum og ríkinu sjálfu, því ekki falla skattar og skyldur niður, er hér vá fyrir dyrum; ný kreppa í uppsiglingu. Þetta er dauðans alvara!Nauðsynleg gengisleiðrétting stöðvuðEftir umræðu, gagnrýni og ört vaxandi vanda margra fyrirtækja, tók Seðlabanki loks við sér og lækkaði stýrivexti smávægilega í 2 þrepum; Úr 5,00% í 4,5%. Þetta, ásamt með hraðminnkandi gjaldeyristekjum, vegna yfirkeyrðs kostnaðar fyrir ferðamenn, leiddi loks til þess, að gengi krónunnar hóf frjálst og eðlilegt leiðréttingarferli. Í fyrri viku lækkaði gengi krónunnar í nærri 120 í evru. Drógu nú sumir andann léttar og vonuðust eftir raunhæfu og „réttu gengi“, sem virðist liggja við 130 krónur. En hvað gerist þá!? Seðlabankinn veður inn á markaðinn og kaupir krónur í stórum stíl til að styrkja krónuna aftur. Með handafli. Hrökk hún þá upp í um 115. Gekk Seðlabanki með þessu óðagoti fram gegn áhrifum nýgerðra vaxtalækkana sjálfs sín! Eftir greiningu helztu hliða þessa gengismáls, virðist eðlilegt gengissvið krónunnar 125-135 í Evru. Þetta ætti ekki að hækka vöruverð, því mér sýnist verzlunin ekki hafa þorað eða treyst sér neðar, og útflutningsatvinnuvegirnir ættu að ná viðunandi afkomu.Enginn raungrundvöllur fyrir sterkri krónuFramganga Seðlabanka og ríkisstjórnar í vaxta-, gengis- og efnahagsmálum hefur verið vanhugsuð, fumkennd og lítt traustvekjandi. Helztu atvinnuvegir landsins eru reknir með tapi. Enginn gjaldmiðill hefur meiri styrk til lengdar en atvinnuvegirnir á bak við hann. Gæti trúin á krónuna snúizt í vantrú og hræðslu. Kæmi þá meira en eðlileg gengisleiðrétting.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar