Hlýindi í kortunum: „Það þarf bara að lifa af þennan dag í dag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2017 15:57 Kortið fyrir næsta sunnudag er ekki svo slæmt. Margir íbúar suðvesturhornsins eru eflaust ekki par sáttir við veðurguðina í dag en þar er nú rigning og rok og varaði Veðurstofan fyrr í dag við stormi. Veðrið hefur áhrif á samgöngur þar sem flugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur var frestað nú síðdegis þar sem ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Árna Sigurðssonar, vakthafandi veðurfræðings, mun ekki lygna fyrr en seint í kvöld og þá er varað við mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt. „Núna er hvassast með suðvesturströndinni en svo skríður þetta inn á landið og rigning sem er núna suðvestanlands mun færast austar,“ segir Árni.Stormviðvaranir í júlí ekki beint algengar Það gæti því vaxið eitthvað í ám og lækjum og bendir Árni á að göngufólk á Laugaveginum og því svæði gæti lent í mjög leiðinlegu veðri. Þar verði bæði hvassara og meira úrhelli. Aðspurður hvort að það sé algengt að Veðurstofan vari við stormi og úrhelli um miðjan júlí segir Árni svo ekki vera en allt geti þó gerst í veðrinu. Næstu daga er spáin svo betri þó að það verði kannski ekki mjög sólríkt. „Það eru hlýindi í kortunum og það verður talsvert hlýtt á morgun, þá sérstaklega á Norðausturlandi. Langtímaspáin segir svo að það muni lægja og það verði mikið hægviðri þegar það kemur fram á fimmtudag og föstudag. Það verður því víða skaplegt veður, hægur vindur og hámarkshiti gæti farið í 20 stig víða um land svona frá fimmtudegi til laugardags og jafnvel á sunnudag. Þannig að þarf bara að lifa af þennan dag í dag,“ segir Árni.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Gengur í suðaustan 10-23 m/s með ringingu sunnan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning suðvestanlands en mikil á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum en þurrt um landið norðaustanvert.Snýst í mun hægari suðvestlæga átt suðvestantil undir miðnætti. Suðaustan 10-15 á morgun, en hægari vestantil. Rigning sunnan- og síðan einnig vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig í dag hlýjast norðaustantil, en hiti sums staðar að 25 stigum norðaustanlands á morgun.Á fimmtudag:Austan og suðaustan 5-10 og víða lítilsháttar væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Hægviðri og skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti víða að 20 stigum í innsveitum.Á mánudag:Líklega fremur hæg suðlæg átt með lítilsháttar vætu. Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Margir íbúar suðvesturhornsins eru eflaust ekki par sáttir við veðurguðina í dag en þar er nú rigning og rok og varaði Veðurstofan fyrr í dag við stormi. Veðrið hefur áhrif á samgöngur þar sem flugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur var frestað nú síðdegis þar sem ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Árna Sigurðssonar, vakthafandi veðurfræðings, mun ekki lygna fyrr en seint í kvöld og þá er varað við mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt. „Núna er hvassast með suðvesturströndinni en svo skríður þetta inn á landið og rigning sem er núna suðvestanlands mun færast austar,“ segir Árni.Stormviðvaranir í júlí ekki beint algengar Það gæti því vaxið eitthvað í ám og lækjum og bendir Árni á að göngufólk á Laugaveginum og því svæði gæti lent í mjög leiðinlegu veðri. Þar verði bæði hvassara og meira úrhelli. Aðspurður hvort að það sé algengt að Veðurstofan vari við stormi og úrhelli um miðjan júlí segir Árni svo ekki vera en allt geti þó gerst í veðrinu. Næstu daga er spáin svo betri þó að það verði kannski ekki mjög sólríkt. „Það eru hlýindi í kortunum og það verður talsvert hlýtt á morgun, þá sérstaklega á Norðausturlandi. Langtímaspáin segir svo að það muni lægja og það verði mikið hægviðri þegar það kemur fram á fimmtudag og föstudag. Það verður því víða skaplegt veður, hægur vindur og hámarkshiti gæti farið í 20 stig víða um land svona frá fimmtudegi til laugardags og jafnvel á sunnudag. Þannig að þarf bara að lifa af þennan dag í dag,“ segir Árni.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Gengur í suðaustan 10-23 m/s með ringingu sunnan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning suðvestanlands en mikil á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum en þurrt um landið norðaustanvert.Snýst í mun hægari suðvestlæga átt suðvestantil undir miðnætti. Suðaustan 10-15 á morgun, en hægari vestantil. Rigning sunnan- og síðan einnig vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig í dag hlýjast norðaustantil, en hiti sums staðar að 25 stigum norðaustanlands á morgun.Á fimmtudag:Austan og suðaustan 5-10 og víða lítilsháttar væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Hægviðri og skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti víða að 20 stigum í innsveitum.Á mánudag:Líklega fremur hæg suðlæg átt með lítilsháttar vætu.
Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira