Svandís Svavars segir framkvæmd beiðna um uppreist æru vera of vélræna Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 18. júlí 2017 13:21 Á fundinum kom meðal annars í ljós að nágrannalönd okkar eru mörg hver með mun afmarkaðri og strangari skilyrði fyrir beiðnum um uppreist æru heldur en hér á Íslandi. Vísir/Ernir Endurskoða þarf framkvæmd og ferli beiðna um uppreist æru þar sem framkvæmdir þeirra séu of vélrænar. Þetta var niðurstaða fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir og fór fram í dag. Endurskoðun löggjafarinnar um uppreist æru er einnig til umræðu. Fundur nefndarinnar kemur í kjölfar þess að mikið hefur verið rætt um þá ákvörðun að veita Robert Downey, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot árið 2008, uppreist æru.Telur vélræna afgreiðslu mála ótæka Svandís var sátt með fundinn og segir hann hafa verið afar gagnlegan. „Við óskuðum eftir því að fá upplýsingar um framkvæmd þessara laga. Það er að segja hvaða ferli þetta er í ráðuneytinu. Þar kom fram að ferlið virðist vera mjög vélrænt að mati ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur þann skilning að það sé erfitt fyrir ráðherra að gera annað heldur en að fara eftir þessum beiðnum. Sjálfri finnst mér þetta virkilega ótækt að svona stór mál séu afgreidd með svona vélrænum hætti,“ segir Svandís í samtali við Vísi. Meðal annars var óskað eftir því að fá upplýsingar um hverjir vottuðu meðmæli og hvað meðmælin fólu í sér. „Það kom fram að ráðherra er að skoða framkvæmd málsins og mögulega löggjöfina. Ég lýsti þeirri skoðun minni að ég tel að það þurfi að koma þverpólitísk nefnd að breytingum á þessum lögum þar sem það er mjög mikilvægt að það sé samfélagsleg sátt um hvernig að þessu máli er búið,“ segir Svandís.Fátt um svör Svandís segir mikilvægt að Alþingi hafi eftirlit með valdi ráðherra og skoði forsendur að baki ákvörðunum. Ráðuneytið ætlar að birta nefndinni gögnin þegar þau liggja fyrir og þá komi í ljós hvernig brugðist verði við. Svandís sagðist hafa óskað eftir upplýsingum um hvað liggi fyrir í gögnunum en þar hafi verið fátt um svör. Það komi þó líklega fram hvort viðkomandi hafi sýnt viðleitni til að skapa sátt við brotaþola og hvað hann hafi gert til að sýna yfirbót. „Við sjáum það þegar að þar að kemur hvort að þetta sé bara rútína. Ég óttast það svona miðað við hvernig dómsmálaráðuneytið segir frá að þetta sé nánast formsatriði. Því að það virðist vera sem að það séu engin dæmi um það að óski maður eftir uppreist æru og uppfylli þessi formleg skilyrði, um tímafrest og annað, að honum sé synjað um það. Það virðist vera sem þessi meðmæli sé bara spurning um að merkja í einhver box. Það er náttúrulega ekki ásættanlegt í réttarríki að svo sé því að stjórnvald á alltaf að byggja sína ákvörðun á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir Svandís.Víða pottur brotinn Fulltrúi lögmannafélagsins kom einnig fram fyrir nefndina og fjallað var sérstaklega um það sem lítur að lögmannaréttindum. Svandís segir það sértækt mál og varðar þá lagaumgjörð lögmanna. „Enda eru lögmannsréttindi ekki samkvæmt skilgreiningu mannréttindi heldur sértækt réttindi og við fórum yfir það hvernig þessu er háttað í löndum í kringum okkur og hvort að það sé sambærilegt því sem hér er. Það kemur í ljós að þetta er þrengra, afmarkaðra og strangara í einhverjum löndum í kringum okkur. Það er eitthvað sem þar að skoða líka. Svandís nefnir að henni finnist mikilvægt að halda því til haga að víða sér pottur brotinn í öllu þessu kerfi og nefnir þar sérstaklega dómsmálaráðuneytið, réttarvörslukerfið og hæstarétt, hvað varðar skilning á afleiðingum kynferðisbrota og ekki síst kynferðisbrotum gegn börnum. Svandís segir að úreltar hugsanir séu greinilega enn við líði. Uppreist æru Tengdar fréttir Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00 Faðir stúlku sem Robert Downey braut á krefst svara: „Hér er allt á skakk og skjön“ Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því Robert skuli hafa verið veitt uppreist æru í september síðastliðnum. 22. júní 2017 10:32 Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14 Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. 18. júní 2017 09:15 Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru. 22. júní 2017 20:10 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 Segir viðbrögð forsetans vegna máls Roberts Downey ekki eins og best verður á kosið Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir mikilvægt að fólk fái annað tækifæri. Eðlilegt sé að Róbert fái að starfa við það sem hann er menntaður til. Þá segir hann viðbrögð forsetans ekki eins og best verður á kosið. 16. júní 2017 20:15 Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08 Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 „Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Endurskoða þarf framkvæmd og ferli beiðna um uppreist æru þar sem framkvæmdir þeirra séu of vélrænar. Þetta var niðurstaða fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir og fór fram í dag. Endurskoðun löggjafarinnar um uppreist æru er einnig til umræðu. Fundur nefndarinnar kemur í kjölfar þess að mikið hefur verið rætt um þá ákvörðun að veita Robert Downey, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot árið 2008, uppreist æru.Telur vélræna afgreiðslu mála ótæka Svandís var sátt með fundinn og segir hann hafa verið afar gagnlegan. „Við óskuðum eftir því að fá upplýsingar um framkvæmd þessara laga. Það er að segja hvaða ferli þetta er í ráðuneytinu. Þar kom fram að ferlið virðist vera mjög vélrænt að mati ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur þann skilning að það sé erfitt fyrir ráðherra að gera annað heldur en að fara eftir þessum beiðnum. Sjálfri finnst mér þetta virkilega ótækt að svona stór mál séu afgreidd með svona vélrænum hætti,“ segir Svandís í samtali við Vísi. Meðal annars var óskað eftir því að fá upplýsingar um hverjir vottuðu meðmæli og hvað meðmælin fólu í sér. „Það kom fram að ráðherra er að skoða framkvæmd málsins og mögulega löggjöfina. Ég lýsti þeirri skoðun minni að ég tel að það þurfi að koma þverpólitísk nefnd að breytingum á þessum lögum þar sem það er mjög mikilvægt að það sé samfélagsleg sátt um hvernig að þessu máli er búið,“ segir Svandís.Fátt um svör Svandís segir mikilvægt að Alþingi hafi eftirlit með valdi ráðherra og skoði forsendur að baki ákvörðunum. Ráðuneytið ætlar að birta nefndinni gögnin þegar þau liggja fyrir og þá komi í ljós hvernig brugðist verði við. Svandís sagðist hafa óskað eftir upplýsingum um hvað liggi fyrir í gögnunum en þar hafi verið fátt um svör. Það komi þó líklega fram hvort viðkomandi hafi sýnt viðleitni til að skapa sátt við brotaþola og hvað hann hafi gert til að sýna yfirbót. „Við sjáum það þegar að þar að kemur hvort að þetta sé bara rútína. Ég óttast það svona miðað við hvernig dómsmálaráðuneytið segir frá að þetta sé nánast formsatriði. Því að það virðist vera sem að það séu engin dæmi um það að óski maður eftir uppreist æru og uppfylli þessi formleg skilyrði, um tímafrest og annað, að honum sé synjað um það. Það virðist vera sem þessi meðmæli sé bara spurning um að merkja í einhver box. Það er náttúrulega ekki ásættanlegt í réttarríki að svo sé því að stjórnvald á alltaf að byggja sína ákvörðun á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir Svandís.Víða pottur brotinn Fulltrúi lögmannafélagsins kom einnig fram fyrir nefndina og fjallað var sérstaklega um það sem lítur að lögmannaréttindum. Svandís segir það sértækt mál og varðar þá lagaumgjörð lögmanna. „Enda eru lögmannsréttindi ekki samkvæmt skilgreiningu mannréttindi heldur sértækt réttindi og við fórum yfir það hvernig þessu er háttað í löndum í kringum okkur og hvort að það sé sambærilegt því sem hér er. Það kemur í ljós að þetta er þrengra, afmarkaðra og strangara í einhverjum löndum í kringum okkur. Það er eitthvað sem þar að skoða líka. Svandís nefnir að henni finnist mikilvægt að halda því til haga að víða sér pottur brotinn í öllu þessu kerfi og nefnir þar sérstaklega dómsmálaráðuneytið, réttarvörslukerfið og hæstarétt, hvað varðar skilning á afleiðingum kynferðisbrota og ekki síst kynferðisbrotum gegn börnum. Svandís segir að úreltar hugsanir séu greinilega enn við líði.
Uppreist æru Tengdar fréttir Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00 Faðir stúlku sem Robert Downey braut á krefst svara: „Hér er allt á skakk og skjön“ Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því Robert skuli hafa verið veitt uppreist æru í september síðastliðnum. 22. júní 2017 10:32 Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14 Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. 18. júní 2017 09:15 Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru. 22. júní 2017 20:10 Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00 Segir viðbrögð forsetans vegna máls Roberts Downey ekki eins og best verður á kosið Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir mikilvægt að fólk fái annað tækifæri. Eðlilegt sé að Róbert fái að starfa við það sem hann er menntaður til. Þá segir hann viðbrögð forsetans ekki eins og best verður á kosið. 16. júní 2017 20:15 Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08 Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00 „Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27 Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Alþingismaður segir samfélagslega kröfu að þingið skoði mál Róberts Downey Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman til að ræða óflekkað mannorð dæmds barnaníðings. Afar sjaldgæft er að fundir séu á þessum árstíma nema þau hreinlega geti ekki beðið. 18. júlí 2017 06:00
Faðir stúlku sem Robert Downey braut á krefst svara: „Hér er allt á skakk og skjön“ Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því Robert skuli hafa verið veitt uppreist æru í september síðastliðnum. 22. júní 2017 10:32
Robert Downey kærður fyrir kynferðisbrot á ný Lögð var fram kæra hjá lögreglu í gær gegn Robert Downey fyrir samskonar brot og hann var sakfelldur fyrir árið 2008 6. júlí 2017 19:14
Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. 18. júní 2017 09:15
Mun ekki birta nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Roberts Downey Dómsmálaráðuneytið metur það svo að ekki sé heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru. 22. júní 2017 20:10
Viðbrögðin hafa rétt við bakið á þolendum Róberts Downey Vinna er hafin við frumvarp sem dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram í haust, um breytingar á uppreist æru. Faðir stelpu sem hefur orðið fyrir ofbeldi fagnar frumvarpinu og vill halda áfram að ræða þessi mál. Enn fást engin svör frá 15. júlí 2017 07:00
Segir viðbrögð forsetans vegna máls Roberts Downey ekki eins og best verður á kosið Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir mikilvægt að fólk fái annað tækifæri. Eðlilegt sé að Róbert fái að starfa við það sem hann er menntaður til. Þá segir hann viðbrögð forsetans ekki eins og best verður á kosið. 16. júní 2017 20:15
Segir æru ráðuneytisins vera í húfi vegna máls Roberts Downey Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri segir æru ráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar vera í húfi. Ráðuneytið þurfi að svara fyrir þá ákvörðun að veita Robert Downey uppreist æru. Þetta segir hann í stöðuuppfærslu á Facebook. 17. júlí 2017 22:08
Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18
Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segir að séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. 7. júlí 2017 06:00
„Getum ekki lengur áfellst sjálfa okkur fyrir að hafa ekki verndað dætur okkar nógu vel“ Eiga fimm dætur sem allar hafa verið beittar kynferðisofbeldi. Brotin áttu sér öll stað áður en þær urðu tvítugar. 13. júlí 2017 07:27
Þingnefnd ræðir reglur um uppreist æru á sérstökum sumarfundi Boðað hefur verið til sérstaks fundar í fyrramálið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að ræða reglur um uppreist æru. 17. júlí 2017 06:00