Ráðherra vill fresta sölu á fjölda íbúða Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2017 10:02 Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra vísir/ernir Ráðherra húsnæðismála hefur mælst til þess við stjórnendur Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hætti við sölu hundraða íbúða sem sjóðurinn á og eru í útleigu. Í mörgum tilfellum eru leigutakar íbúðanna fólk sem átti íbúðirnar en sjóðurinn yfirtók þær eftir bankahrunið vegna vanefnda á skuldbindingum. Fréttablaðið hefur greint frá því að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi áformað að selja eignirnar fyrir árslok. „Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann segir að þetta séu um 300 íbúðir og margar þeirra séu á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélögunum, þar sem íbúðirnar eru staðsettar, að kaupa þær. Áhugi sveitarfélaganna hefur aftur á móti verið takmarkaður. Telja sveitarfélögin íbúðirnar ekki henta sem félagslegt húsnæði. Þorsteinn segir að næsta skref sé að kanna hvort íbúðirnar og íbúarnir myndu falla undir skilgreiningu um almennar leiguíbúðir. Það er þær íbúðir sem byggðar eru með stofnstyrkjum ríkis og sveitarfélaga. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“ Þorsteinn segir hugsanlegt að þessum sama hópi verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd, sem getið er um í tillögum um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrr í sumar. Þorsteinn segir að þeim tillögum hafi sérstaklega verið beint að tekjulægri hópum, ungu fólki sem á erfitt með að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Fólk sem hafi misst húsnæði sitt og ekki náð að komast inn á markaðinn aftur sé í svipaðri stöðu og unga fólkið. „Við verðum að sjá hvað úrræði eins og startlán, ef til þess lánaúrræðis kæmi, gæti gert,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ráðherra húsnæðismála hefur mælst til þess við stjórnendur Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hætti við sölu hundraða íbúða sem sjóðurinn á og eru í útleigu. Í mörgum tilfellum eru leigutakar íbúðanna fólk sem átti íbúðirnar en sjóðurinn yfirtók þær eftir bankahrunið vegna vanefnda á skuldbindingum. Fréttablaðið hefur greint frá því að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi áformað að selja eignirnar fyrir árslok. „Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann segir að þetta séu um 300 íbúðir og margar þeirra séu á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélögunum, þar sem íbúðirnar eru staðsettar, að kaupa þær. Áhugi sveitarfélaganna hefur aftur á móti verið takmarkaður. Telja sveitarfélögin íbúðirnar ekki henta sem félagslegt húsnæði. Þorsteinn segir að næsta skref sé að kanna hvort íbúðirnar og íbúarnir myndu falla undir skilgreiningu um almennar leiguíbúðir. Það er þær íbúðir sem byggðar eru með stofnstyrkjum ríkis og sveitarfélaga. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“ Þorsteinn segir hugsanlegt að þessum sama hópi verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd, sem getið er um í tillögum um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrr í sumar. Þorsteinn segir að þeim tillögum hafi sérstaklega verið beint að tekjulægri hópum, ungu fólki sem á erfitt með að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Fólk sem hafi misst húsnæði sitt og ekki náð að komast inn á markaðinn aftur sé í svipaðri stöðu og unga fólkið. „Við verðum að sjá hvað úrræði eins og startlán, ef til þess lánaúrræðis kæmi, gæti gert,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira