Haukur Páll: Hann tók náttúrulega aldrei boltann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2017 23:08 Haukur Páll í leiknum í kvöld. vísir/Andri Marinó „Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar, eftir tap Vals á Hlíðarenda í kvöld.Valur tók á móti NK Domzale frá Slóveníu í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-2 fyrir gestunum og eru Valsmenn í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Slóveníu eftir viku. Heimamenn voru frekar stressaðir í byrjun leiksins en náðu svo að spila sig inn í leikinn. Staðan var 1-1 í hálfleik og voru Valsmenn líklegri til að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum bara búnir að sjá tvo leiki frá þeim og vissum lítið um þá svo það tók smá tíma að finna taktinn hjá okkur. Við létum boltann ganga í fáum snertingum og þegar við náðum upp okkar leik þá opnuðum við þá alveg. Við fengum færi og sénsa til að komast í færi en hefðum mátt gera aðeins betur í því,“ sagði Haukur. „Hann tók náttúrulega aldrei boltann,“ sagði Haukur Páll um atvik þegar Ivan Firer tæklaði hann á miðjum vellinum en dómarinn dæmdi ekkert. „Hann fer klárlega í mig, þetta var svona frekar ruddaleg tækling fannst mér. Ég hefði viljað fá aukaspyrnu, mér skilst að hann hafi ekki dæmt neitt.“ Það var mjög umdeilt atvik sem leiddi til sigurmarks Domzale, Sigurður Egill Lárusson tæklaði Amedej Vetrih inni í eigin vítateig og fékk dæmt á sig vítaspyrnu. „Ég get eiginlega ekki sagt til um þetta víti fyrr en ég sé það í sjónvarpinu. Siggi segist hafa farið beint í boltann og þá er það ansi dýrt ef hann fór í boltann,“ sagði Haukur Páll um dóminn. „Mér fannst hann smá soft þessi dómari, kannski á báða vegu bara, fyrir utan náttúrulega þetta atvik á miðjum vellinum. Ég held ég verði að sjá þetta aftur, en ég verð bara líka að trúa Sigga. Hann segist hafa farið beint í boltann og þá er þetta klárlega ekki víti.“ „Þetta er hörku lið. Þeir eru hrikalega góðir í fótbolta og láta boltann ganga vel. Erfitt að spila á móti þeim, þeir eru snöggir og með góða tækni. Við eigum samt enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Leikjaplanið er ansi þétt fyrir Valsmenn þessa dagana. Þeir spiluðu við Stjörnuna á sunnudaginn og mæta Víkíngi Reykjavík næsta sunnudag í Pepsi deildinni áður en þeir halda út til Slóveníu. Haukur Páll vill þó ekki taka undir það að leikjaplanið sé of þétt. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
„Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar, eftir tap Vals á Hlíðarenda í kvöld.Valur tók á móti NK Domzale frá Slóveníu í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-2 fyrir gestunum og eru Valsmenn í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Slóveníu eftir viku. Heimamenn voru frekar stressaðir í byrjun leiksins en náðu svo að spila sig inn í leikinn. Staðan var 1-1 í hálfleik og voru Valsmenn líklegri til að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum bara búnir að sjá tvo leiki frá þeim og vissum lítið um þá svo það tók smá tíma að finna taktinn hjá okkur. Við létum boltann ganga í fáum snertingum og þegar við náðum upp okkar leik þá opnuðum við þá alveg. Við fengum færi og sénsa til að komast í færi en hefðum mátt gera aðeins betur í því,“ sagði Haukur. „Hann tók náttúrulega aldrei boltann,“ sagði Haukur Páll um atvik þegar Ivan Firer tæklaði hann á miðjum vellinum en dómarinn dæmdi ekkert. „Hann fer klárlega í mig, þetta var svona frekar ruddaleg tækling fannst mér. Ég hefði viljað fá aukaspyrnu, mér skilst að hann hafi ekki dæmt neitt.“ Það var mjög umdeilt atvik sem leiddi til sigurmarks Domzale, Sigurður Egill Lárusson tæklaði Amedej Vetrih inni í eigin vítateig og fékk dæmt á sig vítaspyrnu. „Ég get eiginlega ekki sagt til um þetta víti fyrr en ég sé það í sjónvarpinu. Siggi segist hafa farið beint í boltann og þá er það ansi dýrt ef hann fór í boltann,“ sagði Haukur Páll um dóminn. „Mér fannst hann smá soft þessi dómari, kannski á báða vegu bara, fyrir utan náttúrulega þetta atvik á miðjum vellinum. Ég held ég verði að sjá þetta aftur, en ég verð bara líka að trúa Sigga. Hann segist hafa farið beint í boltann og þá er þetta klárlega ekki víti.“ „Þetta er hörku lið. Þeir eru hrikalega góðir í fótbolta og láta boltann ganga vel. Erfitt að spila á móti þeim, þeir eru snöggir og með góða tækni. Við eigum samt enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Leikjaplanið er ansi þétt fyrir Valsmenn þessa dagana. Þeir spiluðu við Stjörnuna á sunnudaginn og mæta Víkíngi Reykjavík næsta sunnudag í Pepsi deildinni áður en þeir halda út til Slóveníu. Haukur Páll vill þó ekki taka undir það að leikjaplanið sé of þétt. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00