Íslensk stelpa dýrasta sundknattleikskonan í sögu íþróttarinnar í Grikklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2017 09:30 Christina Tsoukalas. Mynd/Heimasíða Olympiakos Christina Tsoukalas skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos, áttfalda Grikklandsmeistara í sundknattleik en samningurinn vakti mikla athygli í Grikklandi. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Móðir hennar var stolt af stelpunni sinni á fésbókinni. „Næstu 3 árin mun Kristín leika með sundknattleiksliði Olympiakos, stærsta íþróttafélagi Grikklands. Hún skrifaði undir samning sem gerir hana að dýrustu sundknattleikskonu í sögu þessarar íþróttar í Grikklandi,“ skrifaði Þóra Björk Valsteinsdóttir. Christina Tsoukalas og Olympiakos hafa verið í samningaviðræðum í nokkurn tíma en loksins var samningurinn í höfn og Christina þakkar forráðamönnum Olympiakos fyrir að sýna sér bæði mikinn áhuga og mikinn skilning. Olympiakos sagði frá samningi Christinu Tsoukalas á heimasíðu og birti fullt af myndum af nýja leikmanni sínum. Það eru bundnar miklar væntingar við komu hennar en Olympiakos hefur unnið fjóra meistaratitla í röð í Grikklandi en það hefur ekki gengið eins vel í Evrópukeppninni. Í fréttinni um Christinu Tsoukalas kemur fram að þessi samningur muni breyta landslaginu í evrópskum og grískum sundknattleik. Hún lék áður með liði NC Vouliagmeni og varð meðal annars tvisvar sinnum Evrópumeistari félagsins. Christina Tsoukalas hefur verið lengi í fremstu röð í grískum sundknattleik og hún hefur unnið bæði heimsmeistaragull (2011) og tvö silfur á Evrópumóti (2010 og 2012) með gríska landsliðinu.Christina Tsoukalas handsalar samninginn.Mynd/Heimasíða Olympiakos Aðrar íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sjá meira
Christina Tsoukalas skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos, áttfalda Grikklandsmeistara í sundknattleik en samningurinn vakti mikla athygli í Grikklandi. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Móðir hennar var stolt af stelpunni sinni á fésbókinni. „Næstu 3 árin mun Kristín leika með sundknattleiksliði Olympiakos, stærsta íþróttafélagi Grikklands. Hún skrifaði undir samning sem gerir hana að dýrustu sundknattleikskonu í sögu þessarar íþróttar í Grikklandi,“ skrifaði Þóra Björk Valsteinsdóttir. Christina Tsoukalas og Olympiakos hafa verið í samningaviðræðum í nokkurn tíma en loksins var samningurinn í höfn og Christina þakkar forráðamönnum Olympiakos fyrir að sýna sér bæði mikinn áhuga og mikinn skilning. Olympiakos sagði frá samningi Christinu Tsoukalas á heimasíðu og birti fullt af myndum af nýja leikmanni sínum. Það eru bundnar miklar væntingar við komu hennar en Olympiakos hefur unnið fjóra meistaratitla í röð í Grikklandi en það hefur ekki gengið eins vel í Evrópukeppninni. Í fréttinni um Christinu Tsoukalas kemur fram að þessi samningur muni breyta landslaginu í evrópskum og grískum sundknattleik. Hún lék áður með liði NC Vouliagmeni og varð meðal annars tvisvar sinnum Evrópumeistari félagsins. Christina Tsoukalas hefur verið lengi í fremstu röð í grískum sundknattleik og hún hefur unnið bæði heimsmeistaragull (2011) og tvö silfur á Evrópumóti (2010 og 2012) með gríska landsliðinu.Christina Tsoukalas handsalar samninginn.Mynd/Heimasíða Olympiakos
Aðrar íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sjá meira