Viðskipti innlent

Hagnaður lög­manns­stofunnar BBA Legal minnkar um 90 prósent

Hörður Ægisson skrifar
Baldvin Björn Haraldsson er einn eigenda BBA Legal.
Baldvin Björn Haraldsson er einn eigenda BBA Legal.
Hagnaður BBA Legal, sem er ein af stærstu lögmannsstofum landsins, nam tæplega 27 milljónum króna á árinu 2016 og dróst saman um liðlega 90 prósent frá fyrra ári þegar hagnaðurinn var 263 milljónir.

Þá minnkuðu tekjur stofunnar um næstum helming á milli ára en þær voru um 400 milljónir í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Rekstarkostnaður minnkaði hins vegar aðeins um ríflega 40 milljónir og var um 360 milljónir á síðasta ári.  

Afkoma BBA Legal frá falli fjármálakerfisins hefur verið afar góð. Þannig nam uppsafnaður hagnaður lögmannsstofunnar á árunum 2009 til 2015 samtals um 1.600 milljónum króna.

Stærstu hluthafar BBA Legal, sem eiga hvor um sig 17,78 prósenta hlut, eru Baldvin Björn Haraldsson, Einar Baldvin Árnason, Bjarki H. Diego, Ásgeir Árni Ragnarsson og Atli Björn Þorbjörnsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×